Andrés Ingi Jónsson upplifði að ekki væri hlustað á hans skoðanir og að hans sjónarmið skiptu ekki máli, að upplýsingum væri haldið frá honum og að samstarfið innan þingflokks Vinstri grænna hafi ekki verið heilbrigt.
Vegna þessa sagði Andrés Ingi sig úr flokknum fyrir tæpu ári síðan en einnig vegna þess að honum þótti flokkurinn hafa sveigt verulega af leið frá stefnumálum sínum og samið frá sér flest þau lykilmál sem Vinstri græn hefðu átt að standa vörð um. Þannig hafi meðal annars verið búið að semja undan Guðmundi Inga Guðbrandssyni megnið af stóru málunum þegar hann settist í stól umhverfisráðherra. Áherslum ríkisstjórnarinnar sé í miklum mæli stýrt af Sjálfstæðisflokknum, bæði í gegnum stjórnarsáttmála stjórnarinnar en einnig með því valdi sem felst í að flokkurinn fari með fjármálaráðuneytið.
Andrés Ingi segir að hann sé dapur yfir því hvernig komið sé fyrir flokknum sem hann tók þátt í að byggja upp. …
Athugasemdir