Útlendingastofnun krafði konu um endurnýjun dvalarleyfis hér á landi í fjögur ár eftir að konan hafði öðlast rétt til að dvelja hér á landi án dvalarleyfis. Það olli því að konan fékk ekki ríkisborgararétt hér á landi fyrr en 20. ágúst síðastliðinn, þrátt fyrir að það hefði henni átt að vera heimilt tveimur árum fyrr. Stofnunin fór jafnframt langt fram úr lögbundnum fresti sínum við að afgreiða umsókn konunnar um ótímabundið dvalarleyfi.
Þá sótti Útlendingastofnun fjárhagsupplýsingar eiginmanns konunnar í tölvukerfi Ríkisskattstjóra án þess að upplýsa hann um það. Það telur maðurinn, sem sjálfur er löglærður, vera lögbrot og hefur kært gjörninginn til kærunefndar útlendingamála auk fleiri atriða í meðferð Útlendingastofnunar í máli konunnar. Þar hefur starfsmaður nefndarinnar hins vegar neitað að taka við kærunni sökum þess að maðurinn hafi ekki lögvarða hagsmuni í málinu því hann sé Íslendingur. Kæran er hins vegar sett fram fyrir hönd þeirra beggja og telur …
Athugasemdir