Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherji vill hefja fiskeldi í hálfbyggðu álveri

Sam­herji og Norð­ur­ál hafa und­ir­rit­að vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup Sam­herja á lóð og bygg­ing­um Norð­ur­áls í Helgu­vík. Til stóð að reisa þar ál­ver og hóf­ust fram­kvæmd­ir þeg­ar ár­ið 2008. Ál­ver­ið reis hins veg­ar aldrei nema að hluta og hóf aldrei starf­semi.

Samherji vill hefja fiskeldi í hálfbyggðu álveri
Með réttarstöðu grunaðs Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn héraðssaksóknara. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samherji hefur undirritað viljayfirlýsingu við Norðurál um kaup fyrrnefnda fyrirtækisins á lóð Norðuráls í Helguvík og hálfbyggðu álveri þess þar. Ætlun fyrirtækisins með kaupunum er að hefja landeldi á laxi í umræddum byggingum. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu.

Samherji rekur laxeldisstöð á landi í Öxarfirði en á Suðurnesjum rekur fyrirtækið landeldi á bleikju, bæði í Grindavík og á Vatnsleysuströnd, auk vinnslu í Sandgerði. Þegar er hafin frumathugun á aðstæðum til landeldis á lax í Helguvík af hálfu fyrirtækisins.

Afleitur orkusölusamningur

Tekin var skóflustunga að fyrirhuguðu álveri Norðuráls í Helguvík 6. júní 2008 og til stóð að hefja rekstur álversins árið 2010. Undirritaður hafði verið orkusölusamningur við HS Orku í apríl 2007 um að fyrirtækið skaffaði 150 megavött af raforku til álversins, einn fjórða af allra raforku sem hefði þurft til rekstrarins ef áætlanir rættust. Hins vegar var samningurinn óvenju slakur, svo slakur raunar að útilokað var að hann gæri skilað HS Orku hagnaði.

Því sem næst frá upphafi hóf HS Orka tilraunir til að losna undan orkusölusamningnum. Á sama tíma gengu framkvæmdir við byggingu álversins hægt og voru byggingar þess aldrei fullkláraðar. Í byrjun desember árið 2016 úrskurðaði gerðardómur svo loks að samningurinn gilti ekki, sökum tiltekinna kringumstæðna. Síðan þá hafa byggingar Norðuráls í Helguvík staðið ónýttar.

Þorsteinn Már með réttarstöðu grunaðs manns

Mikið hefur gengið á í rekstri Samherja síðustu misseri, allt frá því að Stundin, Kveikur og Al Jazeera greindu frá því fyrir tæpu ári síðan að fyrirtækið stundaði stórfelldar mútugreiðslur í Namibíu til að komas yfir hestamakrílskvóta við strendur landsins.

Í maí síðastliðnum var greint frá því að börn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, og Kristjáns Vilhelmssonar, sem ásamt Þorsteini var stærsti hluthafi fyrirtækisins, hefðu eignast hlutabréf þeirra frænda í fyrirtækinu, um 84,5 prósenta hlut. Um var að ræða innlenda starfsemi Samherja, og þar undir myndi fyrirhugað eldi í Helguvík falla.

Í gær greindi Stundin svo frá því að Þorsetinn Már hefði tekið við prókúru og framkvæmdastjórn beggja félaganna sem mynda Samherjasamstæðuna á nýjan leik, Samherja hf. og Samherja Holding ehf. Það gerist þrátt fyrir að hann eigi sjálfur aðeins tvö prósent í fyrrnefnda félaginu eftir eigiendaskiptin í vor en hann á eftir sem áður erlenda starfsemi Samherja ásamt Kristjáni, í gegnum Samherja Holding.

Þorsteinn Már hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum Samherja í Namibíu, ásamt fimm fyrrverandi og núverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Grundvöllur rannsóknarinnar er grunur um mútugreiðslur og peningaþvætti. Hann var, ásamt fjórum öðrum, yfirheyrður vegna málsins síðastliðið sumar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár