Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Samherji vill hefja fiskeldi í hálfbyggðu álveri

Sam­herji og Norð­ur­ál hafa und­ir­rit­að vilja­yf­ir­lýs­ingu um kaup Sam­herja á lóð og bygg­ing­um Norð­ur­áls í Helgu­vík. Til stóð að reisa þar ál­ver og hóf­ust fram­kvæmd­ir þeg­ar ár­ið 2008. Ál­ver­ið reis hins veg­ar aldrei nema að hluta og hóf aldrei starf­semi.

Samherji vill hefja fiskeldi í hálfbyggðu álveri
Með réttarstöðu grunaðs Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn héraðssaksóknara. Mynd: Heiða Helgadóttir

Samherji hefur undirritað viljayfirlýsingu við Norðurál um kaup fyrrnefnda fyrirtækisins á lóð Norðuráls í Helguvík og hálfbyggðu álveri þess þar. Ætlun fyrirtækisins með kaupunum er að hefja landeldi á laxi í umræddum byggingum. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu.

Samherji rekur laxeldisstöð á landi í Öxarfirði en á Suðurnesjum rekur fyrirtækið landeldi á bleikju, bæði í Grindavík og á Vatnsleysuströnd, auk vinnslu í Sandgerði. Þegar er hafin frumathugun á aðstæðum til landeldis á lax í Helguvík af hálfu fyrirtækisins.

Afleitur orkusölusamningur

Tekin var skóflustunga að fyrirhuguðu álveri Norðuráls í Helguvík 6. júní 2008 og til stóð að hefja rekstur álversins árið 2010. Undirritaður hafði verið orkusölusamningur við HS Orku í apríl 2007 um að fyrirtækið skaffaði 150 megavött af raforku til álversins, einn fjórða af allra raforku sem hefði þurft til rekstrarins ef áætlanir rættust. Hins vegar var samningurinn óvenju slakur, svo slakur raunar að útilokað var að hann gæri skilað HS Orku hagnaði.

Því sem næst frá upphafi hóf HS Orka tilraunir til að losna undan orkusölusamningnum. Á sama tíma gengu framkvæmdir við byggingu álversins hægt og voru byggingar þess aldrei fullkláraðar. Í byrjun desember árið 2016 úrskurðaði gerðardómur svo loks að samningurinn gilti ekki, sökum tiltekinna kringumstæðna. Síðan þá hafa byggingar Norðuráls í Helguvík staðið ónýttar.

Þorsteinn Már með réttarstöðu grunaðs manns

Mikið hefur gengið á í rekstri Samherja síðustu misseri, allt frá því að Stundin, Kveikur og Al Jazeera greindu frá því fyrir tæpu ári síðan að fyrirtækið stundaði stórfelldar mútugreiðslur í Namibíu til að komas yfir hestamakrílskvóta við strendur landsins.

Í maí síðastliðnum var greint frá því að börn Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra fyrirtækisins, og Kristjáns Vilhelmssonar, sem ásamt Þorsteini var stærsti hluthafi fyrirtækisins, hefðu eignast hlutabréf þeirra frænda í fyrirtækinu, um 84,5 prósenta hlut. Um var að ræða innlenda starfsemi Samherja, og þar undir myndi fyrirhugað eldi í Helguvík falla.

Í gær greindi Stundin svo frá því að Þorsetinn Már hefði tekið við prókúru og framkvæmdastjórn beggja félaganna sem mynda Samherjasamstæðuna á nýjan leik, Samherja hf. og Samherja Holding ehf. Það gerist þrátt fyrir að hann eigi sjálfur aðeins tvö prósent í fyrrnefnda félaginu eftir eigiendaskiptin í vor en hann á eftir sem áður erlenda starfsemi Samherja ásamt Kristjáni, í gegnum Samherja Holding.

Þorsteinn Már hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum Samherja í Namibíu, ásamt fimm fyrrverandi og núverandi starfsmönnum fyrirtækisins. Grundvöllur rannsóknarinnar er grunur um mútugreiðslur og peningaþvætti. Hann var, ásamt fjórum öðrum, yfirheyrður vegna málsins síðastliðið sumar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár