Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Atvinnuvegaráðuneytið sendi ábendinguna um „veggjakrot“

Rekstr­ar­fé­lag Stjórn­ar­ráðs­ins, sem sér um eign­ir ráðu­neyt­anna, stað­fest­ir að hafa beð­ið há­þrýsti­þvott­ar­fé­lag­ið Allt-af um að hreinsa slag­orð­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ af vegg við bíla­stæði.

Atvinnuvegaráðuneytið sendi ábendinguna um „veggjakrot“
Hreinsistarfið Allt-af ehf. háþrýstiþvoði listaverkið burt tveimur dögum eftir að það var málað. Mynd: Stjórnarskrárfélagið

Rekstrarfélag Stjórnarráðsins, sem nú heitir Umbra - þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins, gengst við því að hafa látið eyða vegglistaverki sem málað var á vegg við bílastæði milli Sölvhólsvegar og Skúlagötu, tveimur dögum eftir að verkið var fullklárað.

Í svari Viktors Jens Vigfússonar, framkvæmdastjóra félagsins, við fyrirspurn Stundarinnar, kemur fram að farið hafi verið fram á hreinsunina eftir ábendingu frá Atvinnuvegaráðuneytinu. Ráðuneytið er til húsa í Sjávarútvegshúsinu, við hlið veggsins. 

„Umbru barst ábending um veggjakrotið frá Atvinnuvegaráðuneytinu. Það var hreinsað af í samræmi við verklag og þjónustusamning Umbru við ráðuneytið,“ segir hann.

„Umbru barst ábending um veggjakrotið frá Atvinnuvegaráðuneytinu.“

Að sögn Viktors var það Umbra sem tók ákvörðun um hreinsunina eftir ábendinguna frá Atvinnuvegaráðuneytinu. 

Stundin spurði einnig hvers vegna fyrri verk á sama vegg höfðu ekki verið fjarlægð, svokölluð „tögg“ sem eru merki veggjakrotara, eða sjálfstæðra veggjalistamanna sem starfa í óþökk eigenda bygginga. 

„Umbra hafði þar til í júlí síðastliðnum ekki umsjón með fasteigninni Skúlagötu 4 ásamt tilheyrandi lóð. Á meðan Hafrannsóknarstofnun var þar til húsa ásamt Atvinnuvegaráðuneytinu voru þessir aðilar með sitt húsfélag sem sá um dagleg umsjón húss og lóðar.“

Þá segir Viktor að aðgerðin sé hluti af þjónustusamningi Umbru, sem heyrir undir fjármála- og efnahagsráðuneytið.

„Umbra annast umsjón fasteigna fyrir ráðuneytin á Stjórnarráðsreitnum á grundvelli þjónustusamnings sem meðal annars felur í sér að fjarlægja allt óumbeðið veggjakrot.“

FyrirMynd tekin af veggnum fyrir gerð listaverksins sýnir „tögg“ sjálfstæðra veggjalistamanna eða veggjakrotara.
Listaverkið tilbúiðVegglistaverkið var unnið af Narfa Þorsteinssyni, grafískum hönnuði með mikla reynslu af veggskreytinum.

Athygli hefur vakið að veggjalistaverkinu hafi verið eytt svo hratt sem raun bar vitni, þrátt fyrir að sami veggur, sem liggur milli tveggja bílastæða, hafi verið undirlagður veggjakroti um árabil. 

Listaverkið „Hvar er nýja stjórnarskráin?“ var hannað og málað af Skiltamálun Reykjavíkur, sem hefur áður hannað fjölmörg vegglistaverk og auglýsingamerkingar á veitingastaði og fyrirtæki í Reykjavík. Narfi Þorsteinsson, sem málaði verkið, sagðist í samtali við Stundina í gær hafa tekið upp á sjálfum sér að vinna verkið til þess að „sýna samstöðu“. Verkið var málað á laugardegi en var fjarlægt strax á mánudegi af fyrirtækinu Allt-af. Talsmaður fyrirtækisins sagði í samtali við Stundina að um væri að ræða skemmdarverk fremur en listaverk.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið er sameinað ráðuneyti sem áður skiptist í viðskiptaráðuneyti, iðnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og landbúnaðarráðuneyti. Þar eru til húsa Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Ekki liggur þó fyrir hver innan ráðuneytisins benti þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins á að veggjakrot væri komið á vegginn sem aðskilur bílastæði á lóðinni, sem er í eigu ríkisins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þegar kemur að viðkvæmum málum“
FréttirStjórnarskrármálið

„Ég er oft á milli steins og sleggju þeg­ar kem­ur að við­kvæm­um mál­um“

Þor­steinn Pálm­ars­son, eig­andi Allt-af ehf, fyr­ir­tæk­is­ins sem fjar­lægði veggl­ista­verk­ið „Hvar er nýja stjórn­ar­skrá­in?“ seg­ist oft upp­lifa sig á milli steins og sleggju í deilu­mál­um milli þeirra sem mála á veggi og þeirra sem biðja um að verk­in verði fjar­lægð. Hann vann við að hreinsa til eft­ir mót­mæli í Búsáhalda­bylt­ing­unni.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár