Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þinglýstir kaupsamningar ekki verið fleiri í stökum mánuði síðan 2007

Mik­ill fjöldi íbúða sem hafa ver­ið tekn­ar úr sölu gef­ur til kynna mikla grósku í sölu á fast­eign­um. Kaup­samn­ing­ar hafa ekki ver­ið fleiri síð­an ár­ið 2007.

Þinglýstir kaupsamningar ekki verið fleiri í stökum mánuði síðan 2007

Í mánaðarskýrslu hagdeildar HMS um húsnæðismarkaðinn kemur fram að mikið líf sé á fasteignamarkaði. Dýrari eignir eru að seljast hraðar en áður. Á landinu öllu í júlí voru til að mynda 1.219 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði gefnir út, sem er rúmlega 30% meira en á sama tíma í júlí í fyrra. Fjöldi útgefinna samninga í júlí á þessu ári eru fleiri en þeir sem hafa verið í stökum mánuði frá árinu 2007. Breytinguna má líklegast rekja til þess að vextir á óverðtryggðum íbúðalánum er í sögulegu lágmarki, segir í skýrslunni.

Eignum á sölu fækkar hratt

Í september voru 1.117 íbúðir teknar úr birtingu á höfuðborgarsvæðinu sem er samkvæmt skýrslunni metfjöldi. Það nemur 15% aukningu frá því í ágúst og enn fremur 54% aukningu frá því í september í fyrra.

Fleiri íbúðir hafa verið teknar úr birtingu en hafa verið auglýstar frá því í sumarbyrjun. Sökum þess hefur verulega dregið úr þeim íbúðum sem auglýstar eru til sölu eða um 24% á landsvísu og 30% á höfuðborgarsvæðinu. Þá hefur nýjum íbúðum til sölu fækkað um 36% á höfuðborgarsvæðinu og rúmlega 20% annars staðar.

Meðalsölutími fasteigna styttist

Undanfarna mánuði hefur meðalsölutími fasteigna verið sögulega stuttur. Þar má helst nefna meðalsölutíma dýrari eigna en á sama tíma hefur fasteignaverð hækkað mikið. Hækkun íbúðaverðs á ársgrundvelli mældist 4,5% í ágúst síðastliðinn en íbúðaverð hefur hækkað stöðugt síðan í byrjun árs. 

Meðalsölutími nýrra íbúða á höfuðborgarsvæðinu var að jafnaði 58 dagar í ágúst og 46 dagar fyrir aðrar íbúðir. Á öðrum stöðum á landinu tók 84 daga að selja nýjar íbúðir og 68 að selja aðrar. Í ágúst á þessu ári var meðalsölutími íbúða sem seldust á 90 til 120 milljónir króna lægri en þeirra sem seldust á bilinu 35 til 90 milljónir króna.

Í því samhengi má nefna að um 33% allra seldra íbúða á höfuðborgarsvæðinu seldust á eða yfir ásettu verði í ágúst. Í janúar var hlutfallið 25% og hefur ekki verið hærra síðan haustið 2017. 

Lántökur aukast

Umfangsmesti mánuður í útláni bankanna frá upphafi mælinga var nú í ágúst. Frá því í apríl hefur hver mánuður slegið met í hreinum nýjum útlánum bankanna.

Í júlí námu hrein ný útlán bankanna á óverðtryggðum lánum um 42,1 milljörðum. Á sama tíma voru verðtryggð lán neikvæð um 5,6 milljarða.

Þess ber að geta að umsvif lífeyrissjóðanna á lánamarkaði hafa ekki verið minni síðan árið 2013, eða eins langt og gögn HMS ná. Bankarnir hafa verið að bjóða betri kjör á lánum en lífeyrissjóðirnir, en vextir bankanna á óverðtryggðum lánum eru í sögulegu lágmarki. Kaupendur hafa því í ríkara mæli fært sig úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð.

Á sama tíma eru breytilegir vextir lægri en þeir föstu og því hefur mesta aðsóknin verið í óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum. Breytilegir eru þó einkar næmir fyrir stýrivaxtabreytingum og geta því breyst með litlum fyrirvara.

Leigan lækkar

Hvað leigumarkaðinn varðar hefur hægst á vexti leiguverðs á landsvísu og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Vísitala leiguverðs á því svæði hefur farið lækkandi frá því í apríl. Þó svo að tólf mánaða breyting vísitölunnar hafi hækkað ögn milli mánaða mælist hún einungis um 1,2%, sem samkvæmt skýrslunni, telst mjög lágt í sögulegu samhengi. 

Eins og kemur fram í skýrslunni hefur framboð á húsnæði í langtímaleigu aukist vegna samdráttar á skammtímaleigumarkaði, sem hefur að mestum líkindum haft áhrif á þessa lækkun. Leigjendur er því að borga svipað leiguverð og árið 2018. Fermetraverð á leiguíbúðum fer eftir því hvar þær er að finna en í póstnúmeri 101 Reykjavík er verðið 3.100 krónur á fermetra á meðan í útjaðri borgarinnar er verðið um 2.500 krónur á fermetrann.

Á  sama tíma og leiguverð hefur lækkað hefur kaupmáttur launa aukist en í apríl síðastliðnum mældist hann hærri en nokkru sinni áður. Hann hefur þó lækkað lítillega eftir það.

Samkvæmt leigukönnunum HMS hefur hlutfall ráðstöfunartekna sem fara í leigu verið í kringum 40% undanfarin ár. Miðað við skilgreiningu Eurostat er húsnæðiskostnaður yfir 40% af ráðstöfunartekjum skilgreindur sem íþyngjandi byrði.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
6
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár