Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Varar við verðtryggðum húsnæðislánum

Ólaf­ur Mar­geirs­son hag­fræð­ing­ur var­ar við verð­trygg­ing­unni og áhrif­um henn­ar á fjár­hags­legt heil­brigði. „Reyn­ið sem allra allra mest að taka óverð­tryggð lán,“ seg­ir hann.

Varar við verðtryggðum húsnæðislánum
Reykjavík Mynd: Shutterstock

Ólafur Margeirsson hagfræðingur varar eindregið við verðtryggðum húsnæðislánum. Samkvæmt útreikningum hans eru verðtryggðu lánin óhagstæðari. Um 67% allra húsnæðislána eru verðtryggð, þótt mikil tilfærsla hafi verið yfir í óverðtryggð lán undanfarið.

Ólafur hefur afgerandi ráðeggingar að færa lántakendum. „Fyrir ykkar eigin fjárhagslega heilbrigði: reynið sem allra allra mest að taka óverðtryggð lán frekar en verðtryggð,“ segir hann á Facebook-síðu sinni.

Hærri vextir verðtryggðra lána

Samkvæmt greiningu Ólafs hafa raunvextir óverðtryggðra fasteignalána bankanna verið 4,4% frá aldamótum, en raunvextir verðtryggðra lána verið 4,6%. Þetta segir þó ekki alla söguna því niðurstaðan er mjög mismunandi eftir tímabilum. Þannig voru raunvextir óverðtryggðra lána 10,4% árið 2007, en verðtryggðra lána 5,2% sama ár. Á móti voru óverðtryggðu lánin með raunvexti á bilinu 0,7% til 2,2% árin 2009 til 2012, sömu ár og verðtryggðu lánin voru með 3,8% til 5,6% raunvexti.

„Sé reiknað aftur til ársins 2001 hafa raunvextir óverðtryggðra lána að jafnaði verið lægri en raunvextir verðtryggðra lána, sama hvað allar hagfræðikenningar segja um að því eigi að vera öfugt farið. Þá er kostnaður af slíkum lánum vitanlega fyrirsjáanlegri þar sem fylgni kostnaðar af óverðtryggðum lánum er óháðari verðbólgu en kostnaður verðtryggðra lána,“ segir Ólafur. 

Hann bendir á að greiðslubyrðin af verðtryggðum lánum sé lægri en kostnaðurinn af þeim í upphafi lánstímans. „Skiljanlega vill fólk taka slík lán og reynir að gera það.“

Munur á lánumÓverðtryggð lán voru mun óhagstæðari þegar vextir hækkuðu verulega árin fyrir efnahagshrunið.

Vaxandi verðbólga

Undanfarin misseri hafa flestir lántakendur tekið óverðtryggð lán og stór hluti af því er endurfjármögnun úr verðtryggðum lánum. Árið 2010 voru aðeins 10% húsnæðislána bankanna óverðtryggð, en nú eru þau ríflega þriðjungur lána.

Verðbólga hefur farið vaxandi á árinu vegna gengisfalls krónunnar við óvissu og brotthvarf ferðamanna í Covid-faraldrinum. Verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% en ársverðbólga mælist nú 3,5%. Hún var aðeins 1,7% í janúar. Þetta þýðir að 40 milljón króna verðtryggt fasteignalán hefur hækkað um 1,4 milljónir króna á einu ári, en greiðslubyrðin af óverðtryggðu láni er hærri sem nemur um 240 þúsund krónum á ári. Spáð er enn aukinni verðbólgu út árið. Greining Landsbankans gerir ráð fyrir að hún verði komin upp í 3,9% í desember.

Helsta áhættan fyrir þá sem taka óverðtryggð húsnæðislán er að Seðlabankinn og bankarnir hækki vexti og þá hækki greiðslubyrði meira en af verðtryggðum lánum, en meginvextir Seðlabankans eru nú í sögulegu lágmarki, aðeins 1%.

Ósammála því að ungt fólk eigi að taka verðtryggt

Ólafur MargeirssonDoktor í hagfræði segir varað erlendis við lánum eins og verðtryggðu fasteignalánunum.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri viðraði þau sjónarmið á fundi um fjármálastöðugleika á dögunum að ungt fólk ætti að frekar að taka verðtryggð lán, en eldra fólk. „Verðtrygging og breytilegir vextir eru í raun spegilmynd af hvoru öðru að einhverju leyti. Og það má alveg halda því fram að hvernig lánaform fólk er með ætti að ráðast af aldri og stöðu á vinnumarkaði. Það má alveg færa rök fyrir því að ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán, sem er að byrja að kaupa sér heimili,“ sagði hann.

Ólafur segist í samtali við Stundina hins vegar vara við verðtryggðu lánunum almennt. „Já, langflestir lántakar ættu að forðast verðtryggð lán, óháð aldri. Verðtryggð lán eru dæmi um lán með neikvæðri afborgun, á ensku negative amortization, og það er margoft búið að vara við slíkum lánum utan Íslands, bæði fyrir lántakann sjálfan, á grundvelli neytendaverndar, og út frá sjónarmiðinum um að viðhalda fjármálalegum stöðugleika. Lán með neikvæðri afborgun, til dæmis verðtryggð lán, eru í raun aðeins fyrir mjög agaða fjárfesta sem eru fjárhagslega vel að sér og með óreglulegar tekjur.“

Ólafur segir að búast megi við því að óverðtryggð lán verði áfram álitlegur kostur. 

„Vextir óverðtryggðra lána ættu því að vera frekar stöðugir næstu misserin“

„Miðað við árferði sem má búast við: Vextir á óverðtryggðum lánum sveiflast í takt við stýrivexti Seðlabankans en ekki í takt við verðbólgu. Þannig er fylgni heildarkostnaðar verðtryggðra lána, það er summa vaxta og verðbóta, og verðbólgu nær algjör meðan fylgnin er veikari milli heildarkostnaðar óverðtryggðra lána og verðbólgu, einfaldlega vegna þess að vaxtakostnaður óverðtryggðra lána fylgir fyrst og fremst stýrivöxtum Seðlabankans og stýrivextir Seðlabankans stjórnast helst af verðbólguvæntingum og gengi hagkerfisins en ekki núverandi verðbólgu. Seðlabankinn benti á í nýjustu Peningamálum að sumir markaðsaðilar búist ekki við stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum fyrr en á síðari hluta ársins 2022 vegna slakans í hagkerfinu, jafnvel þótt verðbólga gæti látið á sér kræla til skamms tíma vegna gengisveikingar krónunnar. Vextir óverðtryggðra lána ættu því að vera frekar stöðugir næstu misserin gangi þær væntingar eftir.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
8
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu