Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Efling segir aðgerðir stjórnarinnar „styðja eingöngu atvinnurekendur og efnafólk“

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra boð­ar átta stöð­ug­leika­að­gerð­ir til stuðn­ings Lífs­kjara­samn­ingn­um. Efl­ing stétt­ar­fé­lag seg­ir rík­is­stjórn­ina hafa „lát­ið Sam­tök at­vinnu­lífs­ins beita sig hót­un­um“. At­vinnu­rek­end­ur eru hætt­ir við að segja upp samn­ingn­um.

Efling segir aðgerðir stjórnarinnar „styðja eingöngu atvinnurekendur og efnafólk“
Segja fé ausið í efnafólk Efling stéttarfélag telur ríkisstjórnina ekki verja hagsmuni almennings með boðuðum aðgerðum til stuðnings Lífskjarasamningnum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Efling stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar sem kynntur var í dag. Þar sé eingöngu að finna aðgerðir sem styðji við atvinnurekendur og efnafólk. Ríkisstjórnin hafi látið undan hótunum Samtaka atvinnulífsins og með því fórnað sjálfsvirðingu sinni og hagsmunum almennings. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu Eflingar sem birt var á Facebook-síðu stéttarfélagsins. Þar er aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar, „Átta nýjar stöðugleikaaðgerðir“ gagnrýnd harkalega.

Til stóð að atkvæðagreiðsla færi fram hjá meðlimum Samtaka atvinnulífsins í dag um afstöðu til Lífskjarasamningsins og hvort hann eigi að falla úr gildi 1. október vegna Covid-kreppunnar. Hætt var við atkvæðagreiðsluna í kjölfar yfirlýsinga ríkisstjórnarinnar.

Aðgerðirnar ríkisstjórnarinnar eru sagðar hugsaðar til stuðnings Lífskjarasamningnum. Þær fela meðal annars í sér lækkun tryggingargjalds fyrirtækja vegna starfsfólks, fjárstuðningi við rekstraraðila, úrbætur í skipulags- og byggingamálum og skattaívilnanir til fjárfestinga. Meðal annars verða „skoðaðar leiðir til að hvetja til þátttöku almennings í atvinnulífinu með kaupum á hlutabréfum“.

„Þær aðgerðir sem hönd er á festandi í yfirlýsingunni styðja þó eingöngu atvinnurekendur og efnafólk, láta undan óeðlilegum þrýstingi þeirra og hlunnfara vinnandi fólk,“ segir í yfirlýsingu Eflingar.

Gagnrýnt er að ekki sé að finna neinar efndir á loforði stjórnavalda um févíti vegna launaþjófnaðar og þá veki loforð um skattaafslátt til stóreignafólks sem standi í hlutabréfakaupum algjöra furðu. „Sú aðgerð gengur þvert á markmið skattkerfisbreytinga sem lofað var í tengslum við lífskjarasamninganna.“

Þá sé ekki komið til móts við tillögur verkalýðshreyfingarinnar um aðgerðir hins opinbera í þágu almennings og vinnandi fólks á krepputímum. Ekki sé minnst á hækkun grunnatvinnuleysisbóta, til að mynda.

„Ríkisstjórnin hefur látið Samtök atvinnulífsins beita sig hótunum um uppsögn kjarasamninga, hótun sem aldrei var innistæða fyrir. Fjöldi fyrirtækja um allt land eru í ágætum rekstri og ekki á þeim buxum að hefja ófrið um allan vinnumarkaðinn. Í stað þess að halda sjálfsvirðingu sinni og verja hagsmuni almennings lætur ríkisstjórnin neyða sig til að ausa enn meira fé úr sjóðum hins opinbera til efnafólks og stöndugra fyrirtækja.“

Í tillögum stjórnvalda, sem Katrín Jakobsdóttir kynnti í dag, er einnig boðað að lögð verði fram þegar boðuð frumvörp í tengslum við Lífskjararasamninginn. Þar á meðal er frumvarp til starfskjaralaga, húsaleigulaga, laga um breytingar á gjaldþrotaskiptum, varðandi kennitöluflakk, og breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu.


Átta aðgerðir ríkisstjórnarinnar

Samkvæmt kynningu frá forsætisráðherra

Katrín Jakobsdóttir
  1. „Allir vinna“ framlengt 
    Ríkisstjórnin hefur ákveðið að full endurgreiðsla virðisaukaskatts af vinnu undir átakinu „Allir vinna“ verði framlengt út árið 2021. Áætlaður kostnaður við endurgreiðsluna nemur um átta milljörðum króna.
  2. Tímabundin lækkun tryggingagjalds 
    Ríkisstjórnin hefur ákveðið, í því skyni að milda áhrif af þeim launahækkunum sem samið var um í Lífskjarasamningnum og koma til framkvæmda um næstu áramót, að lækka tryggingagjald tímabundið í eitt ár, eða til loka ársins 2021. Mun lækkun tryggingagjalds jafngilda því að gjaldið verði ekki tekið af kjarasamningsbundnum launahækkunum sem koma til framkvæmda um komandi áramót. Kostnaður við lækkun tryggingagjaldsins nemur um fjórum milljörðum króna.
  3. Fjárstuðningur við rekstraraðila sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins
    Þegar hafa verið lögfest margháttuð úrræði til stuðnings atvinnustarfsemi. Má þar nefna hlutastarfaleið, greiðslu launa í uppsagnarfresti, lokunarstyrki, viðbótar- og stuðningslán, greiðsluskjól og ríkisábyrgðir. Fjármálafyrirtæki hafa jafnframt fengið stóraukið svigrúm til að standa við bakið á rekstraraðilum. Mikilvægt er að þessi úrræði komist að fullu til framkvæmda. Stjórnvöld hafa að undanförnu og í kjölfar hertra sóttvarnaráðstafana hugað sérstaklega að stöðu þeirra rekstraraðila sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli vegna faraldursins með það fyrir augum að tryggja eins og nokkur er kostur að fyrir hendi sé sú geta sem nauðsynleg er til að stuðla að kröftugri viðspyrnu þegar úr rætist. Verður horft til þess að veita beina styrki til fyrirtækja sem hafa orðið fyrir tekjuhruni vegna COVID-19 faraldursins. Með slíkum styrkjum er horft til þess að hægt sé að viðhalda nauðsynlegri lágmarksstarfsemi á meðan áhrifa faraldursins gætir og með því eru viðskiptasambönd varðveitt og viðbúnaður tryggður. Gert er ráð fyrir að styrkir geti numið um 6 milljörðum króna. Miðað er við að áætlanir þar að lútandi verði undirbúnar á næstu vikum og lagðar fyrir Alþingi eigi síðar en við framlagningu frumvarps til fjáraukalaga.
  4. Skattaívilnanir til fjárfestinga
    Unnið er að útfærslu á skattalegum aðgerðum sem hafa það að markmiði að hvetja og styðja fyrirtæki til fjárfestinga sem ætlað er að efla nýsköpun og samkeppnishæfni atvinnulífsins. Er þar horft til þess að flýta afskriftum á nýfjárfestingu, með áherslu á græna umbreytingu og loftslagsmarkmið, sem gerir fyrirtækjum kleift að ráðast í slíkar fjárfestingar mun fyrr en ella. Jafnframt verða skoðaðar leiðir til að hvetja til þátttöku almennings í atvinnulífinu með kaupum á hlutabréfum.
  5. Aukin áhersla á nýsköpun og matvælaframleiðslu
    Í tengslum við gerð fjárlagafrumvarpsins hefur ríkisstjórnin ákveðið að framlög til nýsköpunarmála verði stóraukin milli ára eða sem nemur liðlega fimm milljörðum króna samanborið við yfirstandandi ár og tíu milljörðum króna í samanburði við árin þar á undan. Hér má nefna stofnun Kríu, fjárfestingarsjóðs sem er ætlað að stuðla að uppbyggingu, vexti og aukinni samkeppnishæfni atvinnulífsins. Auk þess hafa ívilnanir til fyrirtækja vegna rannsókna og þróunarstarfs verið ríflega þrefaldaðar frá árinu 2017. Þá hafa framlög til nýsköpunar í matvælaframleiðslu aukist umtalsvert, m.a. með stofnun Matvælasjóðs. Ríkisstjórnin mun í því samhengi kanna sérstaklega hagkvæmni og skilvirkni í matvælaframleiðslu.
  6. Úrbætur á skipulags- og byggingamálum
    Ríkisstjórnin mun hrinda í framkvæmd úrbótum í skipulags- og byggingamálum, m.a. með hliðsjón af niðurstöðum átakshóps í húsnæðismálum og ráðgefandi vinnu OECD fyrir stjórnvöld um samkeppnishindranir á mörkuðum.
  7. Umbætur á lífeyriskerfinu og á vinnumarkaði
    Í framhaldi af því sem fram kemur í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við Lífskjarasamninginn og samtölum við heildarsamtök á vinnumarkaði mun áður kynnt frumvarp um lögfestingu iðgjalds, jafnræði sjóðfélaga með tilliti til almannatrygginga og heimildir til ráðstöfunar tilgreindrar séreignar í tengslum við öflun húsnæðis verða lagt fram á haustþingi. Ríkisstjórnin mun í framhaldi af því hafa forystu um að stefnumörkun í lífeyrismálum í nánu samstarfi við heildarsamtök á vinnumarkaði og Landssamband lífeyrissjóða. Stefnt er að því að afrakstur þess samráðs verði grænbók um lífeyrismál sem kynnt verði vorið 2021. Jafnframt muni ríkisstjórnin hafa forystu um gerð grænbókar um framtíðarumhverfi kjarasamninga og vinnumarkaðsmála í nánu samstarfi við heildarsamtök á vinnumarkaði. Stefnt er að því að grænbókin um vinnumarkað verði sömuleiðis kynnt vorið 2021.
  8. Frumvörp sem styðja Lífskjarasamninginn lögð fram
    Í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar sem gefin var út í tengslum við Lífskjarasamninginn verða frumvarp til starfskjaralaga, frumvarp til húsaleigulaga, frumvarp til laga um breytingar á gjaldþrotaskiptum (kennitöluflakk) og frumvarp um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu lögð fram á haustþingi.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Vextir þriðjungs allra óverðtryggðra lána til heimila landsins losna brátt
6
Viðskipti

Vext­ir þriðj­ungs allra óverð­tryggðra lána til heim­ila lands­ins losna brátt

Í nýj­ustu mán­að­ar­skýrslu Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar er sagt frá því að meiri­hluti eft­ir­stand­andi óverð­tryggðra lána á föst­um vöxt­um munu koma til end­ur­skoð­un­ar á næstu miss­er­um. Frá og með júlí og til og með ág­úst á næsta ári munu vext­ir losna á óverð­tryggð­um lán­um fyr­ir sam­an­lagt 410 millj­arða króna. Það er rúm­lega þriðj­ung­ur af öll­um óverð­tryggð­um lán­um til heim­ila lands­ins.
Þórður Snær Júlíusson
7
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
2
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
4
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Fyrirtækið sem Kvika keypti kom að lánum til félags konu Ármanns
7
ViðskiptiKvika og Ortus

Fyr­ir­tæk­ið sem Kvika keypti kom að lán­um til fé­lags konu Ár­manns

Breska fyr­ir­tæk­ið Ort­us Capital, sem Ár­mann Þor­valds­son, nú­ver­andi for­stjóri al­menn­ings­hluta­fé­lags­ins Kviku, var hlut­hafi í var einn af lán­veit­end­um breska kráar­fyr­ir­tæk­is­ins Red Oak Taverns, sem eig­in­kona Ár­manns á hlut í. Þetta fyr­ir­tæki varð síð­ar að Kviku Secu­rities í Bretlandi og keypti það breskt lána­fyr­ir­tæki af við­skipta­fé­lög­um fyr­ir tveim­ur ár­um fyr­ir millj­arða króna.
Umsækjandi hjá MAST vill rökstuðning: „Ég er vonsvikinn“
8
FréttirLaxeldi

Um­sækj­andi hjá MAST vill rök­stuðn­ing: „Ég er von­svik­inn“

Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir var ann­ar af um­sækj­end­un­um um sviðs­stjórastarf hjá Mat­væla­stofn­un sem með­al ann­ars snýst um eft­ir­lit með lax­eldi. Fiska­líf­eðl­is­fræð­ing­ur­inn Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn fram yf­ir hann og vakti ráðn­ing­in at­hygli inn­an MAST vegna já­kvæðra skrifa hans um lax­eldi hér á landi.
Öryrkjar borga fyrir kjarasamninga og tugir milljarða settir í borgarlínu
9
GreiningFjármálaáætlun 2025-2029

Ör­yrkj­ar borga fyr­ir kjara­samn­inga og tug­ir millj­arða sett­ir í borg­ar­línu

Rík­is­sjóð­ur verð­ur rek­inn í halla í næst­um ára­tug sam­fleytt áð­ur en við­snún­ing­ur næst. Til að fjár­magna tug­millj­arða króna út­gjöld vegna Grinda­vík­ur og kjara­samn­inga á með­al ann­ars að fresta greiðsl­um til ör­orku­líf­eyri­s­kerf­is­ins, selja eign­ir fyr­ir tugi millj­arða króna og lækka fram­lög í vara­sjóð. Fram­kvæmd­um sem áð­ur hef­ur ver­ið frest­að er frest­að á ný en pen­ing­ar sett­ir í nýja þjóð­ar­höll og tug­ir millj­arða króna verða til­tæk­ir í borg­ar­línu og tengd verk­efni. Vaxta­byrð­in á rík­is­sjóði verð­ur þó þung. Á næsta ári mun hann borga 121 millj­arð króna í slíka.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
10
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
4
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Ráðning stjórnanda til MAST vekur athygli: „Ég er fagmaður"
10
FréttirLaxeldi

Ráðn­ing stjórn­anda til MAST vek­ur at­hygli: „Ég er fag­mað­ur"

MAST til­kynnti starfs­mönn­um sín­um um það á mið­viku­dag­inn að bú­ið væri að ráða Þor­leif Ág­ústs­son sem nýj­an sviðs­stjóra yf­ir með­al ann­ars fisk­eld­is­deild­ina hjá stofn­un­ina. Þor­leif­ur hef­ur skrif­að grein­ar þar sem hann tal­ar fyr­ir lax­eldi í sjókví­um. Þor­leif­ur seg­ist vera vís­inda­mað­ur og að hann taki ekki af­stöðu. For­stjóri MAST, Hrönn Jó­hann­es­dótt­ir vill ekki ræða um ráðn­ing­una þeg­ar eft­ir því er leit­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu