Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán“

Seðla­banka­stjóri seg­ir að færa megi rök fyr­ir því að „eng­inn yf­ir fer­tugu ætti að taka verð­tryggð lán“.

„Ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán“
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hefur ekki áhyggjur af miklum lántökum vegna húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar í kjölfar vaxtalækkunar bankans. Mynd: Pressphotos

„Það má alveg færa rök fyrir því að ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán, sem er að byrja að kaupa sér heimili,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, og vísar á móti til umræðu um að „enginn yfir fertugu eigi að vera með verðtryggð lán“.

Í umræðu um stöðu húsnæðislána og fasteignamarkaðarins á fundi um fjármálastöðugleika í Seðlabankanum í morgun sagði Ásgeir að litlar áhyggjur væru af skuldsetningu. Mikil aukning hefur orðið í lántöku, en megnið af því er endurfjármögnun með lágu veðsetningarhlutfalli úr verðtryggðum lánum með lágum afborgunum af höfuðstól yfir í óverðtryggð með sveiflukenndum greiðslum.

„Fólk hefur verið að fara úr verðtryggðu í óverðtryggt, en það virðist ekki endilega vera að skuldsetning sé að aukast. Þeir sem hafa verið að taka þessi lán á breytilegum vöxtum eru þeir sem ættu að skulda slík lán, þeir sem eru með tiltölulega góðar tekjur og tiltölulega rúma veðstöðu. Þannig að það er ekkert sem bendir beinlínis til þess að við eigum að vera með svakalegar áhyggjur af þessu að svo komnu máli. Það er þannig að það fylgir áhætta öllum lánum.“

Greiðslubyrði hefur lækkað hratt með vaxtalækkunum Seðlabankans síðustu mánuði. Í skýrslu um fjármálastöðugleika kemur fram að óverðtryggðir húsnæðisvextir stóru bankanna hafi að jafnaði lækkað úr 5,3% í 3,8% frá upphafi árs fram til júní. 

Á sama tíma lækkuðu vegnir verðtryggðir húsnæðisvextir úr 3,3% í 2,6%. Munurinn í júní var því aðeins 1,4% á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum en í lok ágúst mældist verðbólgan, hækkun á verðlagi mæld í neysluvísitölu, 3,2%. Þannig má gera ráð fyrir að verðtryggð lán hækki um samsvarandi prósentu, 3,2%, á síðustu tólf mánuðum, en höfuðstóll óverðtryggðs láns hækkar ekki, einungis greiðslan af láninu.

Breytilegir óverðtryggðir vextir eru nú 3,5% hjá bönkunum þremur. Breytilegir verðtryggðir vextir eru hins vegar hærri hjá Íslandsbanka og Arion banka, en hjá Landsbankanum og lífeyrissjóðunum, eða 2,7% hjá þeim síðartöldu, en 1,5-2,3% hjá Landsbankanum og lífeyrissjóðunum. Yfirlit vaxta má sjá hér.

Eldra fólk taki óverðtryggt

Breytilegum óverðtryggðum vöxtum fylgir aukin sveifla á afborgunum, í samanburði við verðtryggð lán, en á sama tíma hraðari uppgreiðsla á höfuðstól. Ásgeir lýsti því í morgun að lánsformin tvö, verðtryggð og óverðtryggð, henti mismunandi hópum í grófum dráttum eftir aldurstímabili. 

„Það fylgir líka áhætta af verðtryggðum lánum, eins og óverðtryggðum. Þetta er í rauninni spegilmynd. Verðtrygging og breytilegir vextir eru í raun spegilmynd af hvoru öðru að einhverju leyti. Og það má alveg halda því fram að hvernig lánaform fólk er með ætti að ráðast af aldri og stöðu á vinnumarkaði. Það má alveg færa rök fyrir því að ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán, sem er að byrja að kaupa sér heimili. Það er í rauninni inntak lagasetningar, sem var lögð til, varðandi það að enginn yfir fertugu ætti að taka verðtryggð lán, sem dæmi. Af því að verðtryggð lán eru þannig að höfuðstóllinn er ekki greiddur niður mjög hratt. Lán með breytilegum vöxtum eru þannig að það gengur hraðar á höfuðstólinn. Það má alveg færa rök fyrir því að fólk sem á styttra eftir á vinnumarkaði ætti að taka slík lán,“ sagði Ásgeir í morgun.

Vaxtalækkun ýtir undir lántöku

Vaxtalækkun Seðlabankans og lækkun húsnæðisvaxta hafa fylgt stóraukin umsvif á fasteignamarkaði, þrátt fyrir kreppu og vaxandi atvinnuleysi.

Í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika er sett í samhengi hvernig vaxtalækkun leiðir af sér aukinn kaupmátt sem vinnur gegn kólnunaráhrifum kreppunnar. „Þessi lækkun vaxta felur í sér verulega lækkun á greiðslubyrði nýrra húsnæðislána og hefur þannig auðveldað heimilum að fjárfesta í íbúðarhúsnæði sem og lækkað greiðslubyrði af eldri lánum með endurfjármögnun. Þetta hefur aukið eftirspurn á íbúðamarkaðnum og létt þrýstingi á verðlækkanir vegna mikils framboðs íbúðarhúsnæðis í vor, aukins atvinnuleysis og vaxandi óvissu í hagkerfinu.“

Segir ekki merki um aukna skuldsetningu

Hrein ný útlán til heimilaSkýringarmynd Seðlabankans sýnir mikla aukningu útlána.

Veltan á fasteignamarkaði dróst saman eftir að faraldurinn hófst, en jókst verulega í sumar, eða um 57% í júlí og ágúst á milli ára. Seðlabankinn ályktar út frá sölu á sementi og fjölda skráðra starfa í byggingariðnaði um framhaldið á fasteignamarkaði.

„Flest bendir til að áfram hafi dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði þó að ný talning á fjölda íbúða í byggingu liggi ekki fyrir frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika í byrjun júlí. Þannig hefur sementssala haldið áfram að dragast saman og störfum í byggingariðnaði áfram fækkað þrátt fyrir að mikið sé um viðhaldsframkvæmdir sem meðal annars eru drifnar áfram af tímabundinni fullri endurgreiðslu á virðisaukaskatti af viðhaldi og endurbótum á eigin húsnæði.“

Fasteignaverðhækkun í kreppu

Raunverð fjölbýlis hefur hækkað um 1,9% en sérbýlis um 1,6% síðasta ár. Það er verðhækkun umfram verðbólgu. Utan höfuðborgarsvæðisins hefur raunverð hækkað meira, eða um 8,6%.

Ásgeir Jónsson sagði í morgun að fjármálastöðugleikanefnd bankans hefði litlar áhyggjur af skuldsetningu vegna vaxtalækkana. „Til að svara stuttlega er það álit nefndarinnar að það væri engin sérstök ástæða til að hafa áhyggjur, eins og staðan er núna. Eiginlega öll lánin sem hafa verið tekin eru með veðsetningarhlutfall undir 70%. Þetta er ekki merki um aukna skuldsetningu.“

Um miðjan september voru 3,3% fasteignalána í greiðsluhléi, en hlutfallið var 6,1% í júní. 5.500 umsóknir um greiðsluhlé hafa borist í heildina og eru 2.000 þeirra enn virkar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hvað gerðist í Suður-Mjódd?
2
Úttekt

Hvað gerð­ist í Suð­ur-Mjódd?

Hvernig get­ur það kom­ið kjörn­um full­trú­um Reykja­vík­ur­borg­ar á óvart að stærð­ar­inn­ar at­vinnu­hús­næði rísi næst­um inni í stofu hjá íbú­um í Breið­holti? Svar­ið ligg­ur ekki í aug­um uppi, en Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, formað­ur um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs borg­ar­inn­ar, seg­ir mál­ið frem­ur frá­vik frá stefnu borg­ar­stjórn­ar­meiri­hlut­ans um þétta bland­aða byggð frem­ur en af­leið­inga henn­ar.
Arnar Þór Ingólfsson
4
PistillSnertilausar greiðslur í Strætó

Arnar Þór Ingólfsson

Loks­ins, eitt­hvað sem bara virk­ar

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar tók Strætó í vinn­una í morg­un og greiddi fyr­ir far­mið­ann á sek­úndu­broti með greiðslu­korti í sím­an­um. Í neyt­enda­gagn­rýni á snerti­laus­ar greiðsl­ur í Strætó seg­ir að það sé hress­andi til­breyt­ing að Strætó kynni til leiks nýj­ung sem virð­ist vera til mik­ill bóta fyr­ir not­end­ur al­menn­ings­sam­gangna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.
Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
6
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
5
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár