Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán“

Seðla­banka­stjóri seg­ir að færa megi rök fyr­ir því að „eng­inn yf­ir fer­tugu ætti að taka verð­tryggð lán“.

„Ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán“
Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóri hefur ekki áhyggjur af miklum lántökum vegna húsnæðiskaupa og endurfjármögnunar í kjölfar vaxtalækkunar bankans. Mynd: Pressphotos

„Það má alveg færa rök fyrir því að ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán, sem er að byrja að kaupa sér heimili,“ segir Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, og vísar á móti til umræðu um að „enginn yfir fertugu eigi að vera með verðtryggð lán“.

Í umræðu um stöðu húsnæðislána og fasteignamarkaðarins á fundi um fjármálastöðugleika í Seðlabankanum í morgun sagði Ásgeir að litlar áhyggjur væru af skuldsetningu. Mikil aukning hefur orðið í lántöku, en megnið af því er endurfjármögnun með lágu veðsetningarhlutfalli úr verðtryggðum lánum með lágum afborgunum af höfuðstól yfir í óverðtryggð með sveiflukenndum greiðslum.

„Fólk hefur verið að fara úr verðtryggðu í óverðtryggt, en það virðist ekki endilega vera að skuldsetning sé að aukast. Þeir sem hafa verið að taka þessi lán á breytilegum vöxtum eru þeir sem ættu að skulda slík lán, þeir sem eru með tiltölulega góðar tekjur og tiltölulega rúma veðstöðu. Þannig að það er ekkert sem bendir beinlínis til þess að við eigum að vera með svakalegar áhyggjur af þessu að svo komnu máli. Það er þannig að það fylgir áhætta öllum lánum.“

Greiðslubyrði hefur lækkað hratt með vaxtalækkunum Seðlabankans síðustu mánuði. Í skýrslu um fjármálastöðugleika kemur fram að óverðtryggðir húsnæðisvextir stóru bankanna hafi að jafnaði lækkað úr 5,3% í 3,8% frá upphafi árs fram til júní. 

Á sama tíma lækkuðu vegnir verðtryggðir húsnæðisvextir úr 3,3% í 2,6%. Munurinn í júní var því aðeins 1,4% á verðtryggðum og óverðtryggðum vöxtum en í lok ágúst mældist verðbólgan, hækkun á verðlagi mæld í neysluvísitölu, 3,2%. Þannig má gera ráð fyrir að verðtryggð lán hækki um samsvarandi prósentu, 3,2%, á síðustu tólf mánuðum, en höfuðstóll óverðtryggðs láns hækkar ekki, einungis greiðslan af láninu.

Breytilegir óverðtryggðir vextir eru nú 3,5% hjá bönkunum þremur. Breytilegir verðtryggðir vextir eru hins vegar hærri hjá Íslandsbanka og Arion banka, en hjá Landsbankanum og lífeyrissjóðunum, eða 2,7% hjá þeim síðartöldu, en 1,5-2,3% hjá Landsbankanum og lífeyrissjóðunum. Yfirlit vaxta má sjá hér.

Eldra fólk taki óverðtryggt

Breytilegum óverðtryggðum vöxtum fylgir aukin sveifla á afborgunum, í samanburði við verðtryggð lán, en á sama tíma hraðari uppgreiðsla á höfuðstól. Ásgeir lýsti því í morgun að lánsformin tvö, verðtryggð og óverðtryggð, henti mismunandi hópum í grófum dráttum eftir aldurstímabili. 

„Það fylgir líka áhætta af verðtryggðum lánum, eins og óverðtryggðum. Þetta er í rauninni spegilmynd. Verðtrygging og breytilegir vextir eru í raun spegilmynd af hvoru öðru að einhverju leyti. Og það má alveg halda því fram að hvernig lánaform fólk er með ætti að ráðast af aldri og stöðu á vinnumarkaði. Það má alveg færa rök fyrir því að ungt fólk ætti frekar að taka verðtryggð lán, sem er að byrja að kaupa sér heimili. Það er í rauninni inntak lagasetningar, sem var lögð til, varðandi það að enginn yfir fertugu ætti að taka verðtryggð lán, sem dæmi. Af því að verðtryggð lán eru þannig að höfuðstóllinn er ekki greiddur niður mjög hratt. Lán með breytilegum vöxtum eru þannig að það gengur hraðar á höfuðstólinn. Það má alveg færa rök fyrir því að fólk sem á styttra eftir á vinnumarkaði ætti að taka slík lán,“ sagði Ásgeir í morgun.

Vaxtalækkun ýtir undir lántöku

Vaxtalækkun Seðlabankans og lækkun húsnæðisvaxta hafa fylgt stóraukin umsvif á fasteignamarkaði, þrátt fyrir kreppu og vaxandi atvinnuleysi.

Í skýrslu Seðlabankans um fjármálastöðugleika er sett í samhengi hvernig vaxtalækkun leiðir af sér aukinn kaupmátt sem vinnur gegn kólnunaráhrifum kreppunnar. „Þessi lækkun vaxta felur í sér verulega lækkun á greiðslubyrði nýrra húsnæðislána og hefur þannig auðveldað heimilum að fjárfesta í íbúðarhúsnæði sem og lækkað greiðslubyrði af eldri lánum með endurfjármögnun. Þetta hefur aukið eftirspurn á íbúðamarkaðnum og létt þrýstingi á verðlækkanir vegna mikils framboðs íbúðarhúsnæðis í vor, aukins atvinnuleysis og vaxandi óvissu í hagkerfinu.“

Segir ekki merki um aukna skuldsetningu

Hrein ný útlán til heimilaSkýringarmynd Seðlabankans sýnir mikla aukningu útlána.

Veltan á fasteignamarkaði dróst saman eftir að faraldurinn hófst, en jókst verulega í sumar, eða um 57% í júlí og ágúst á milli ára. Seðlabankinn ályktar út frá sölu á sementi og fjölda skráðra starfa í byggingariðnaði um framhaldið á fasteignamarkaði.

„Flest bendir til að áfram hafi dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði þó að ný talning á fjölda íbúða í byggingu liggi ekki fyrir frá síðustu útgáfu Fjármálastöðugleika í byrjun júlí. Þannig hefur sementssala haldið áfram að dragast saman og störfum í byggingariðnaði áfram fækkað þrátt fyrir að mikið sé um viðhaldsframkvæmdir sem meðal annars eru drifnar áfram af tímabundinni fullri endurgreiðslu á virðisaukaskatti af viðhaldi og endurbótum á eigin húsnæði.“

Fasteignaverðhækkun í kreppu

Raunverð fjölbýlis hefur hækkað um 1,9% en sérbýlis um 1,6% síðasta ár. Það er verðhækkun umfram verðbólgu. Utan höfuðborgarsvæðisins hefur raunverð hækkað meira, eða um 8,6%.

Ásgeir Jónsson sagði í morgun að fjármálastöðugleikanefnd bankans hefði litlar áhyggjur af skuldsetningu vegna vaxtalækkana. „Til að svara stuttlega er það álit nefndarinnar að það væri engin sérstök ástæða til að hafa áhyggjur, eins og staðan er núna. Eiginlega öll lánin sem hafa verið tekin eru með veðsetningarhlutfall undir 70%. Þetta er ekki merki um aukna skuldsetningu.“

Um miðjan september voru 3,3% fasteignalána í greiðsluhléi, en hlutfallið var 6,1% í júní. 5.500 umsóknir um greiðsluhlé hafa borist í heildina og eru 2.000 þeirra enn virkar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár