Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Gagnrýna tilraun til stofnunar transfóbískra samtaka á Íslandi

Formað­ur Trans Ís­lands, Ugla Stef­an­ía Kristjönu­dótt­ir Jóns­dótt­ir, for­dæm­ir til­raun­ir til að koma á lagg­irn­ar Ís­lands­deild breskra sam­taka sem hún seg­ir að grafi und­an rétt­ind­um trans­fólks. Hún seg­ir að hinseg­in sam­fé­lag­ið hér á landi sé sam­held­ið og muni hafna öll­um slík­um til­raun­um.

Gagnrýna tilraun til stofnunar transfóbískra samtaka á Íslandi
Hefur ekki áhyggjur Ugla Stefanía fordæmir tilraunir til að koma á fót íslenskri deild LGB Alliance en hefur ekki áhyggjur af því að málflutningurinn fái hljómgrunn hér á landi.

Hugmyndir sem hafa síðustu daga verið viðraðar um stofnun íslenskrar deildar breskra samtaka sem sögð eru berjast gegn hagsmunum transfólks hafa því sem næst engan hljómgrunn hér á landi að mati formanns Trans Íslands. Talsverð umræða og fordæming slíkra hugmynda á samfélagsmiðlum er þó skiljanleg enda standi hinsegin fólk hér á landi þétt saman og sé andsnúið transfóbískri orðræðu.

Í síðustu viku fór að bera á því að innleggi í Facebook-hópnum Hommaspjallinu væri dreift á samfélagsmiðlum. Í innlegginu er auglýst eftir samkynhneigðu fólki sem vilji taka þátt í starfi LGB Alliance á Íslandi og sem vilji „breyta áherslum í umræðu um kynhneigð okkar og að það verði að standa vörð um tjáningarfrelsið til þess að geta tjáð okkur heiðarlega um kynhneigð, kyn og kynvitund. Og ekki síst muninn þar á milli.“

Samtökin stimpluð sem transfóbísk

LGB Alliance hefur verið stimplað sem transfóbískur félagsskapur. Hópurinn var settur á laggirnar af fólki sem klauf sig út úr Stonewall samtökunum sem eru hinsegin samtök í Bretland, vegna óánægju með að jákvæðri afstöðu samtakanna til transfólks. Í síðustu viku fordæmdi Trades Union Congress, verkalýðssamtök Bretlands, samtökin og tóku afstöðu með réttindum transfólks.  

Fjöldi fólks hefur tekið innlegginu um íslenska deild LGB Alliance óstinnt upp og fordæmt tilraunir til að koma samtökunum á legg hér á landi. Að sama skapi hafa ýmsir lýst áhyggjum af þessari orðræðu og umræddum tilraunum á samfélagsmiðlum. Þannig lýsti Bríet Blær Jóhannsdóttir áhyggjum af félagsskapnum og því að taka þyrfti umræðu gegn samtökunum á Twitter.

Segir fólk muni sjá í gegnum málflutninginn

Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, formaður Trans Íslands, segir hins vegar að hún hafi ekki miklar áhyggjur af uppgangi samtakanna hér á landi en öllu meiri af transfóbískri orðræðu samtakanna og annarra álíka úti í Bretlandi.

„Þessi hópur er í raun settur upp eingöngu til að beita sér gegn réttindum transfólks, þó svo að heitið og einhverjar stefnur þeirra segi að það sé verið að beita sér fyrir réttindum samkynhneigðra og tvíkynhneigðra. Öll þeirra starfsemi snýst um að beita sér gegn réttindum transfólks. Það held ég að sé mesta ástæðan fyrir því að fólk sé í uppnámi yfir þessu, að verið sé að reyna að flytja inn einhverja transfóbíska orðræðu eða hugmyndafræði til Íslands. Á Íslandi er lítill hljómgrunnur fyrir svoleiðis. Hinsegin samfélagið á Íslandi er miklu samheldnara en í Bretlandi þar sem umræður eru mjög fjandsamlegar og erfiðar gagnvart transfólki. Ég held að fólk kæri sig ekki um að það sé verið að flytja inn svona bull, það sér í gegnum þetta.“

Í sama streng tekur Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna '78. 

„Þessi hópur er því að taka höndum saman við hópa fólks sem hafa unnið gegn þeirra eigin hagsmunum“

Ugla segir jafnframt að samtökin vinni í raun gegn yfirlýstum hagsmunum sínum sem samkynhneigðra. Það sýni í raun hversu hlálegur málflutningur þeirra sé. „Fyrir mér er þetta fyrst og fremst hálfgerður brandari. Forsvarsfólk þessara samtaka í Bretlandi hefur verið að verja fólk sem er á móti samkynja hjónaböndum, þau hafa tekið höndum saman við alls konar hópa sem hafa í gegnum tíðina gagngert beitt sér gegn réttindum hinsegin fólks, til að mynda ættleiðingum þeirra. Þessi hópur er því að taka höndum saman við hópa fólks sem hafa unnið gegn þeirra eigin hagsmunum. Það er mesta írónían en ég held það skýrist af því að stór hluti þeirra sem eru í þessum samtökum eru ekki einu sinni samkynhneigð sjálf. Það er bara verið að reyna að hilma yfir hinsegin fordóma og fordóma gegn transfólki.“

Hefur meiri áhyggjur af stöðunni í Bretlandi

Ugla, sem sjálf býr í Bretlandi, segir hins vegar að hvað varði starfsemi samtakanna þar úti sé ástæða til að hafa meiri áhyggjur.

„Í Bretlandi eru margir hópar af svipuðu meiði og hér er meiri ástæða til að hafa áhyggjur af þessari orðræðu vegna þess að þau ná oft að klæða sinn málflutning búning sem lítur út fyrir að vera málefnalegur, og vegna þess hversu langt á eftir umræðan um transmálefni er hér úti á fólk erfiðara með að sjá í gegnum málflutninginn og vera gagnrýnið á hann og sjá í gegnum þetta. Í samhengi við alla umræðuna í Bretlandi er þetta miklu hættulegra en það er á Íslandi. Heima stöndum við miklu framar í umræðunni, og einnig hvað varðar félagslega stöðu transfólks og réttindi. Við erum bara komin lengra í þessum umræðum.“

„Þettta mun ekki fá neinn hljómgrunn á Íslandi og þetta mun bara geispa golunni úti í einhverjum skurði“

Þrátt fyrir að hún hafi litlar áhyggjur af uppgangi LGB Alliance á Íslandi fordæmir Ugla málflutninginn. „Mér finnst þetta vera þessu fólki sjálfu til skammar að reyna að færa þennan boðskap til Íslands en ég hef engar áhyggjur af þessu því samheldnin er svo mikil í hinsegin samfélaginu. Þettta mun ekki fá neinn hljómgrunn á Íslandi og þetta mun bara geispa golunni úti í einhverjum skurði.“

Ekki náðist í þá sem eru hvatamenn að stofnun samtakanna hér á landi við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
5
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
6
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár