Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þriðjungur smita á írskum pöbb í miðbænum – starfsmenn Borgunar í sóttkví eftir starfsmannapartý

Þriðj­ung­ur Covid-smit­anna síð­ustu daga eru rak­in til The Iris­hm­an Pub við Klapp­ar­stíg. Kári Stef­áns­son vill loka öll­um vín­veit­inga­hús­um yf­ir helg­ina, en eig­andi stað­ar­ins vill lengja opn­un­ar­tíma til að dreifa fólki.

Þriðjungur smita á írskum pöbb í miðbænum – starfsmenn Borgunar í sóttkví eftir starfsmannapartý

Á upplýsingafundi um kórónuveiruna í dag kom fram að af þeim 32 tilfellum sem greind voru á þriðjudag, hafi um þriðjungur þeirra sem smituðust sótt sama veitingastaðinn.

Samkvæmt öruggum heimildum Stundarinnar er um að ræða skemmtistaðinn The Irishman Pub, sem áður hét Rosenberg. Staðurinn býður upp á karaókí, pílukast, „Happy hour“ og tónleika trúbadora. Starfsmenn staðarins hafa allir verið sendir í skimun.

Starfsmannapartý Borgunar á staðnum

The Irishman PubEr staðsettur á Klapparstíg milli Hverfisgötu og Laugavegar.

Ótilgreindur fjöldi starfsmanna greiðslumiðlunarfyrirtækisins Borgunar hefur verið sendur í sóttkví eftir starfsmannapartý á The Irishman Pub á föstudagskvöld. Ekki er ljóst hvaðan smitið kom inn á staðinn.

Í samtali við Stundina staðfesti Arnar Þór Gíslason, eigandi Irishman Pub, að allir starfsmenn staðarins væru farnir í skimun. Blaðamaður hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Borgun en ekki var svarað í þjónustusíma fyrirtækisins seinni partinn í dag. Borgun þjónustar þúsunda fyrirtæki á Íslandi, en ekki er vitað að svo stöddu hversu margir starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sendir í sóttkví vegna smitsins. 

Í yfirlýsingu frá Borgun sem barst undir kvöld kom fram að ekki væri vitað um nein smit hjá fyrirtækinu, en að hópur starfsmanna sem hittust á staðnum hefðu ekki verið þar á skipulegum viðburði á vegum fyrirtækisins. Borgun vinnur með smitrakningarteymi almannavarna að eftirfylgni en ekki hafa fleiri starfsmenn en þeir sem sóttu The Irishman Pub verið settir í sóttkví.

Vill loka öllum vínveitingahúsum yfir helgina

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði á upplýsingafundinum í dag að sjö af þeim smitum sem greindust á þriðjudaginn séu með svokallað fjórða afbrigði af veirunni. Það afbrigði fannst í tveimur frönskum ferðamönnum sem komu til landsins þann 15. ágúst síðastliðinn. Fóru þeir báðir í einangrun. 

„Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt.“ 

Kári Stefánsson

Kári sagði enn fremur á fundinum að hann vildi helst loka öllum vínveitingahúsum um helgina til að ná stjórn á mögulegri nýrri bylgju faraldursins. 

„Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt,“ sagði Kári á upplýsingafundinum í dag.

Vill lengja opnunartíma

Arnar Þór Gíslason, sem einnig er eigandi Enghlish pub, Dönsku krárinnar og fleiri staða, lagði til í dag að opnunartími skemmtistaða yrði lengdur til þess að dreifa mannfjöldanum. „Það þarf að lengja opnunartímann og dreifa fólki, svo það séu ekki hópamyndanir,“ sagði hann í samtali við Vísi. Hann sagði það ekki snúast um gróða heldur almannaheill, og bar þetta saman við það að loka matvöruverslunum klukkan tvö á  daginn. „Ímyndaðu þér raðirnar. Það væri sturlað að gera á þeim tíma sem opið væri og allir færu að versla.“

Uppfært: 

Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa ákveðið að upplýsa að um The Irishman Pub var að ræða. Í tilkynningu segir að gestum staðarins sé boðið í sýnatöku:

„Rétt er að taka fram að ekkert bendir til þess að sóttvörnum hafi verið áfátt á veitingastaðnum sem um ræðir. Hætta á smiti er ávallt til staðar þar sem fjöldi fólks kemur saman. Nauðsynlegt er að hafa uppi á þeim sem þar voru til þess að koma í veg fyrir frekar útbreiðslu veirunnar. Er þeim sem sóttu ofangreindan stað umræddan dag á milli klukkan 16:00 og 23:00 því boðið að mæta í sýnatöku. Á morgun, föstudaginn 18. september, geta þeir sem þar voru farið á heimasíðuna wwww.heilsuvera.is og skráð sig í sýnatöku.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
1
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár