Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þriðjungur smita á írskum pöbb í miðbænum – starfsmenn Borgunar í sóttkví eftir starfsmannapartý

Þriðj­ung­ur Covid-smit­anna síð­ustu daga eru rak­in til The Iris­hm­an Pub við Klapp­ar­stíg. Kári Stef­áns­son vill loka öll­um vín­veit­inga­hús­um yf­ir helg­ina, en eig­andi stað­ar­ins vill lengja opn­un­ar­tíma til að dreifa fólki.

Þriðjungur smita á írskum pöbb í miðbænum – starfsmenn Borgunar í sóttkví eftir starfsmannapartý

Á upplýsingafundi um kórónuveiruna í dag kom fram að af þeim 32 tilfellum sem greind voru á þriðjudag, hafi um þriðjungur þeirra sem smituðust sótt sama veitingastaðinn.

Samkvæmt öruggum heimildum Stundarinnar er um að ræða skemmtistaðinn The Irishman Pub, sem áður hét Rosenberg. Staðurinn býður upp á karaókí, pílukast, „Happy hour“ og tónleika trúbadora. Starfsmenn staðarins hafa allir verið sendir í skimun.

Starfsmannapartý Borgunar á staðnum

The Irishman PubEr staðsettur á Klapparstíg milli Hverfisgötu og Laugavegar.

Ótilgreindur fjöldi starfsmanna greiðslumiðlunarfyrirtækisins Borgunar hefur verið sendur í sóttkví eftir starfsmannapartý á The Irishman Pub á föstudagskvöld. Ekki er ljóst hvaðan smitið kom inn á staðinn.

Í samtali við Stundina staðfesti Arnar Þór Gíslason, eigandi Irishman Pub, að allir starfsmenn staðarins væru farnir í skimun. Blaðamaður hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Borgun en ekki var svarað í þjónustusíma fyrirtækisins seinni partinn í dag. Borgun þjónustar þúsunda fyrirtæki á Íslandi, en ekki er vitað að svo stöddu hversu margir starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sendir í sóttkví vegna smitsins. 

Í yfirlýsingu frá Borgun sem barst undir kvöld kom fram að ekki væri vitað um nein smit hjá fyrirtækinu, en að hópur starfsmanna sem hittust á staðnum hefðu ekki verið þar á skipulegum viðburði á vegum fyrirtækisins. Borgun vinnur með smitrakningarteymi almannavarna að eftirfylgni en ekki hafa fleiri starfsmenn en þeir sem sóttu The Irishman Pub verið settir í sóttkví.

Vill loka öllum vínveitingahúsum yfir helgina

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði á upplýsingafundinum í dag að sjö af þeim smitum sem greindust á þriðjudaginn séu með svokallað fjórða afbrigði af veirunni. Það afbrigði fannst í tveimur frönskum ferðamönnum sem komu til landsins þann 15. ágúst síðastliðinn. Fóru þeir báðir í einangrun. 

„Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt.“ 

Kári Stefánsson

Kári sagði enn fremur á fundinum að hann vildi helst loka öllum vínveitingahúsum um helgina til að ná stjórn á mögulegri nýrri bylgju faraldursins. 

„Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt,“ sagði Kári á upplýsingafundinum í dag.

Vill lengja opnunartíma

Arnar Þór Gíslason, sem einnig er eigandi Enghlish pub, Dönsku krárinnar og fleiri staða, lagði til í dag að opnunartími skemmtistaða yrði lengdur til þess að dreifa mannfjöldanum. „Það þarf að lengja opnunartímann og dreifa fólki, svo það séu ekki hópamyndanir,“ sagði hann í samtali við Vísi. Hann sagði það ekki snúast um gróða heldur almannaheill, og bar þetta saman við það að loka matvöruverslunum klukkan tvö á  daginn. „Ímyndaðu þér raðirnar. Það væri sturlað að gera á þeim tíma sem opið væri og allir færu að versla.“

Uppfært: 

Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa ákveðið að upplýsa að um The Irishman Pub var að ræða. Í tilkynningu segir að gestum staðarins sé boðið í sýnatöku:

„Rétt er að taka fram að ekkert bendir til þess að sóttvörnum hafi verið áfátt á veitingastaðnum sem um ræðir. Hætta á smiti er ávallt til staðar þar sem fjöldi fólks kemur saman. Nauðsynlegt er að hafa uppi á þeim sem þar voru til þess að koma í veg fyrir frekar útbreiðslu veirunnar. Er þeim sem sóttu ofangreindan stað umræddan dag á milli klukkan 16:00 og 23:00 því boðið að mæta í sýnatöku. Á morgun, föstudaginn 18. september, geta þeir sem þar voru farið á heimasíðuna wwww.heilsuvera.is og skráð sig í sýnatöku.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Ekki geðveila heldur alvarlegur sjúkdómur
3
ViðtalME-faraldur

Ekki geð­veila held­ur al­var­leg­ur sjúk­dóm­ur

Lilja Sif Þór­is­dótt­ir er fé­lags­ráð­gjafi hjá Ak­ur­eyr­arklíník­inni en hún seg­ir ME og lang­tíma Covid-sjúk­linga gjarn­an hafa mætt al­gjöru skiln­ings­leysi þó að sjúk­dóms­ein­kenn­in hafi ver­ið hörmu­leg. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið þurfi að koma til móts við þetta fólk, til dæm­is með því að bjóða upp á auk­in hluta­störf, þeg­ar við á, það sé dýrt að missa svo marga úr vinnu eins og raun ber vitni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár