Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þriðjungur smita á írskum pöbb í miðbænum – starfsmenn Borgunar í sóttkví eftir starfsmannapartý

Þriðj­ung­ur Covid-smit­anna síð­ustu daga eru rak­in til The Iris­hm­an Pub við Klapp­ar­stíg. Kári Stef­áns­son vill loka öll­um vín­veit­inga­hús­um yf­ir helg­ina, en eig­andi stað­ar­ins vill lengja opn­un­ar­tíma til að dreifa fólki.

Þriðjungur smita á írskum pöbb í miðbænum – starfsmenn Borgunar í sóttkví eftir starfsmannapartý

Á upplýsingafundi um kórónuveiruna í dag kom fram að af þeim 32 tilfellum sem greind voru á þriðjudag, hafi um þriðjungur þeirra sem smituðust sótt sama veitingastaðinn.

Samkvæmt öruggum heimildum Stundarinnar er um að ræða skemmtistaðinn The Irishman Pub, sem áður hét Rosenberg. Staðurinn býður upp á karaókí, pílukast, „Happy hour“ og tónleika trúbadora. Starfsmenn staðarins hafa allir verið sendir í skimun.

Starfsmannapartý Borgunar á staðnum

The Irishman PubEr staðsettur á Klapparstíg milli Hverfisgötu og Laugavegar.

Ótilgreindur fjöldi starfsmanna greiðslumiðlunarfyrirtækisins Borgunar hefur verið sendur í sóttkví eftir starfsmannapartý á The Irishman Pub á föstudagskvöld. Ekki er ljóst hvaðan smitið kom inn á staðinn.

Í samtali við Stundina staðfesti Arnar Þór Gíslason, eigandi Irishman Pub, að allir starfsmenn staðarins væru farnir í skimun. Blaðamaður hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Borgun en ekki var svarað í þjónustusíma fyrirtækisins seinni partinn í dag. Borgun þjónustar þúsunda fyrirtæki á Íslandi, en ekki er vitað að svo stöddu hversu margir starfsmenn fyrirtækisins hafa verið sendir í sóttkví vegna smitsins. 

Í yfirlýsingu frá Borgun sem barst undir kvöld kom fram að ekki væri vitað um nein smit hjá fyrirtækinu, en að hópur starfsmanna sem hittust á staðnum hefðu ekki verið þar á skipulegum viðburði á vegum fyrirtækisins. Borgun vinnur með smitrakningarteymi almannavarna að eftirfylgni en ekki hafa fleiri starfsmenn en þeir sem sóttu The Irishman Pub verið settir í sóttkví.

Vill loka öllum vínveitingahúsum yfir helgina

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sagði á upplýsingafundinum í dag að sjö af þeim smitum sem greindust á þriðjudaginn séu með svokallað fjórða afbrigði af veirunni. Það afbrigði fannst í tveimur frönskum ferðamönnum sem komu til landsins þann 15. ágúst síðastliðinn. Fóru þeir báðir í einangrun. 

„Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt.“ 

Kári Stefánsson

Kári sagði enn fremur á fundinum að hann vildi helst loka öllum vínveitingahúsum um helgina til að ná stjórn á mögulegri nýrri bylgju faraldursins. 

„Við þurfum tíma til að fylgjast með þróun faraldursins. Er hann í veldisvexti og er veiran að fara að breiðast út um allt,“ sagði Kári á upplýsingafundinum í dag.

Vill lengja opnunartíma

Arnar Þór Gíslason, sem einnig er eigandi Enghlish pub, Dönsku krárinnar og fleiri staða, lagði til í dag að opnunartími skemmtistaða yrði lengdur til þess að dreifa mannfjöldanum. „Það þarf að lengja opnunartímann og dreifa fólki, svo það séu ekki hópamyndanir,“ sagði hann í samtali við Vísi. Hann sagði það ekki snúast um gróða heldur almannaheill, og bar þetta saman við það að loka matvöruverslunum klukkan tvö á  daginn. „Ímyndaðu þér raðirnar. Það væri sturlað að gera á þeim tíma sem opið væri og allir færu að versla.“

Uppfært: 

Sóttvarnarlæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hafa ákveðið að upplýsa að um The Irishman Pub var að ræða. Í tilkynningu segir að gestum staðarins sé boðið í sýnatöku:

„Rétt er að taka fram að ekkert bendir til þess að sóttvörnum hafi verið áfátt á veitingastaðnum sem um ræðir. Hætta á smiti er ávallt til staðar þar sem fjöldi fólks kemur saman. Nauðsynlegt er að hafa uppi á þeim sem þar voru til þess að koma í veg fyrir frekar útbreiðslu veirunnar. Er þeim sem sóttu ofangreindan stað umræddan dag á milli klukkan 16:00 og 23:00 því boðið að mæta í sýnatöku. Á morgun, föstudaginn 18. september, geta þeir sem þar voru farið á heimasíðuna wwww.heilsuvera.is og skráð sig í sýnatöku.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár