Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Í beinni: Elmar og Bjarni Frímann flytja aríur og sönglög

Stund­in sýn­ir beint frá Söng­skemmt­un Ís­lensku óper­unn­ar.

Beint streymi Fram koma þeir Elmar Gilbertsson óperusöngvari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari og tónlistarstjóri Íslensku óperunnar.

Sunnudaginn 6. september mun Stundin sýna beint frá Söngskemmtun Íslensku óperunnar í Norðurljósasal Hörpu, þar sem Elmar Gilbertsson óperusöngvari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari munu flytja þekktar óperuaríur og sönglög.

Tónleikarnir hefjast klukkan 17 og verða sýndir beint á vef Stundarinnar og á Facebook-síðum Íslensku óperunnar og Stundarinnar. Þá verður upptaka tiltæk á sömu stöðum í kjölfarið.

Eftirfarandi er tilkynning frá Íslensku óperunni um viðburðinn:

Næstkomandi sunnudag, 6. september kl. 17.00, munu Elmar Gilbertsson óperusöngvari og Bjarni Frímann Bjarnason píanóleikari og tónlistarstjóri Íslensku óperunnar gleðja áhorfendur með vel þekktum aríum og sönglögum í Norðurljósum í Hörpu.

Þessa listamenn þarf ekki að kynna en Elmar er nú fastráðinn við óperuna í Stuttgart. Hann hefur komið fram í fjölmörgum óperuhlutverkum hér heima og erlendis og fengið frábærar viðtökur. Elmar var kjörinn söngvari ársins árið 2016 fyrir hlutverk sitt sem Lensky í óperunni Évgení Onegin í uppfærslu Íslensku óperunnar í Hörpu.

Bjarni Frímann hefur verið Tónlistarstjóri Íslensku óperunnar frá árinu 2018 og á að baki glæsilegan tónlistarferil sem hljómsveitarstjóri og píanóleikari. Hann hefur stjórnað uppfærslum Íslensku óperunnar á undanförnum árum og fengið frábæra dóma og viðtökur áhorfenda. Hann hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin sem Tónlistarflytjandi ársins 2020.

Fjarlægðartakmörk verða virt á tónleikunum skv. gildandi tilmælum.

Miðaverð er 3.000 kr. Miðasala á harpa.is.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Söngskemmtun Íslensku óperunnar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár