Jóhannes Stefánsson, uppljóstrari í Samherjamálinu í Namibíu, tilkynnti áreiti af hendi Jóns Óttars Ólafssonar, sem starfað hefur fyrir Samherja sem ráðgjafi, til embættis héraðssóknara í nóvember síðastliðnum. Þetta segir Jóhannes Stefánsson í samtali við Stundina.
„Maðurinn elti mig að bílnum mínum, opnaði farþegahurðina að framan og tók upp myndband af mér “

Jóhannes segir að hann hafi verið að koma af fundi með vini sínum þegar hann hafi rekist á Jón Óttar. Hann segir að þeir hafi tekið tal saman sem hafi endað með því að Jón Óttar hafi byrjað að taka upp myndband af honum á símann sinn og að hann hafi svo elt sig. „Maðurinn elti mig að …
Athugasemdir