Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hvernig eigum við að skilgreina jafnan rétt?

Matt­hild­ur Björns­dótt­ir seg­ir að með ár­un­um hafi runn­ið upp fyr­ir henni hversu ótal mörg at­riði jafn­rétti snýst um, mun fleiri en henni og öðr­um kon­um hafi kom­ið til hug­ar í Kvenna­verk­fall­inu 1975.

Hvernig eigum við að skilgreina jafnan rétt?
Enn barist fyrir jafnrétti Þrátt fyrir að 45 ár séu frá kvennaverkfallinu fyrsta er langt því frá að jafnrétti kynjanna hafi náðst. Mynd: Davíð Þór

Ég fór í gönguna á kvennafrídaginn á Íslandi árið 1975.  Ég tók börnin mín tvö með mér vegna þess að faðir þeirra vildi ekki sjá um þau, þó að hann væri ekki að fara að vinna þann dag.

Það var meiriháttar dagur, og við byrjuðum á að fá okkur hádegismat í veitingahúsi sem þá var við Hlemm. Þar voru karlar við störf og þjónuðu okkur með gleði.

Ég er að verða 73 ára, og ég sé að við vorum ansi einfaldar margar sem töldum að með þessari göngu yrði hreinlega mest ef ekki allt jafnréttið fengið. Það myndu allir fara í að sjá um að lögum yrði breytt svo að það jafnrétti yrði í verki.

Kvennafrídagurinn 1975Talið er að allt að 90 prósent kvenna hafi lagt niður störf 24. október 1975 til að sýna fram á mikilvægi sitt á íslenskum vinnumarkaði og krefjast jafnra réttinda á við karla.

Svo kom auðvitað í ljós að það voru ótal önnur atriði sem við höfðum ekki einu sinni hugsað um þá, til að gera að opinberu umræðuefni. Eins og til dæmis kynferðislega áreitni, nauðganir og valdaníð á hugum og líkömum kvenna.

 #MeToo-hreyfingin hristi rækilega upp í okkur mannkyninu um hluti sem höfðu verið undir teppunum í mjög langan tíma. Og það eiga vafalaust fleiri atriði eftir að birtast einn daginn sem við mannkynið þurfum að skoða og bæta.

Eitt af því sem kemur í hugann af eigin reynslu er að skilja að það sé ekki heilbrigt að ýta fólki í sambönd eða barneignir.

Svo við að eldast og muna að þegar við fórum  í þessa frægu göngu niður Laugaveginn til að vekja athygli á mikilvægi og virði kvenna í samfélaginu, þá var hugsunin mest um að konur fengju sömu laun fyrir samskonar vinnu og karlar. Og auðvitað að þeir væru með í húsverkum, og þau yrðu ekki bara okkar hlutverk. Það hefur ekki orðið veruleiki að nærri nógu magni.

Síðan eru það ótal aðrir fletir sem ég sé núna að vantar í myndina um jafnan rétt. Þá er ég að hugsa um konurnar sem höfðu skaffað þjóðinni marga þegna og unnið við að ala þau upp. Stundum með samvinnu feðranna, en ekki alltaf.  Þeir dóu, flýðu, unnu á sjónum og voru ekki alltaf með það há laun að þau myndu svo sjá konunni fyrir farborða þegar hún væri orðin gömul og slitin.

Ég man að þegar ég sá það sem jafnan rétt minn um árið, þegar ég valdi að vera heima með börnin mín fyrstu árin, eftir að hafa unnið úti frá og með fyrsta barninu. Valdi svo að vera heima með tvö.  Þá var það ekki inni í myndinni, það var ekki metið sem gilt framlag til þjóðarinnar að foreldri veldi að vera heima og leyfa tengingu við börnin að tryggjast eins og hægt væri. Það var litið niður á það.

Bók Sæunnar Kjartansdóttur „Árin sem enginn man“ hefur sannað svo margt um mikilvægi þess að foreldri sé með börnum fyrstu árin til að örva heilabú þeirra á réttan hátt og að lesa tilfinningar þeirra.

Hugsjón mín er alltaf sú að foreldrar gætu skipt vinnuvikunni á milli sín fyrstu árin eftir fæðingu þeirra og vísindin eru að sýna æ betur hversu mikið betra það sé fyrir heilabú og sálarástand barna að hafa mun persónulegri umönnun en getur gerst á barnaheimilum. Og feður eiga auðvitað að eiga sama rétt á að bindast og tengjast barni sínu. Sæunn undirstrikar mikilvægi þess fyrir börnin.

Konurnar sem sköffuðu flesta þegnana eiga líka að vera taldar með þegar launað er fyrir vinnu

Konur um sjötugt og áttrætt fæddu oft mun fleiri börn í heiminn en þær hefðu kosið af því að það voru ekki nógu góðar getnaðarvarnir, og karlar ekki alltaf viljugir að nota þær einu sem til voru, og voru smokkar.

Það þýðir auðvitað að margar þeirra eru útslitnar bæði líkamlega og á annan hátt eftir alla þá vinnu sem þær hafa innt af hendi fyrir þjóðina heima hjá sér, en ellilaunin eru ekki að endurspegla þá virðingu sem stjórnmála menn víða um heim töluðu fjálglega um á tyllidögum.

Þau orð voru og eru ekki nærri eins þung í buddunni og ætti að vera. Útslitnar konur þurfa meira af allskonar hjálp til að viðhalda sér þegar líkaminn er að sýna merkin um endanleika hins efnislega líkama. Þær ættu að vera á ráðherralaunum.

Jafn réttur á milli kynja hefur þá annmarka að karlar fæða ekki börn. Þeir hafa ekki mjólk í brjóstunum. En þar fyrir utan geta þeir auðvitað og ættu flestir sem þrá að vera feður og foreldri að geta gert alla aðra hluti í umhyggju og húsverkum ef þeir hafa fengið kennslu í þeim. Hormónar og tilfinningar í báðum kynjahópum eru með mun fjölbreyttara móti en var skilið og viðurkennt um aldir, þangað til að það er að gerast núna. Og er yndislegt að sjá.

„Ég er nógu gömul til að hafa séð of marga karlmenn með þá fötlun að hafa ekki verið kennd öll húsverk í æsku“

Ég er nógu gömul til að hafa séð of marga karlmenn með þá fötlun að hafa ekki verið kennd öll húsverk í æsku. Það var trúlega vegna þess að konur af þeirri kynslóð skildu ekki mikilvægi þess að kenna sonum sínum allt um húsverk frá unga aldri. Ég hafði gifst einum slíkum, sem kunni ekkert af neinu tagi í heimilisstörfum. Ég var gáttuð að vita að hann kunni ekki einu sinni að setja sængurver utan um sæng eða koddaver. Hann var fæddur árið 1949.

Það varð því hvati minn til að breyta því með son okkar. Ég ætlaði svo sannarlega ekki að senda eitt eintak af karlkyni út í heiminn með þá miklu fötlun. Því hvað annað sem kona eða maður hefur sem fag og starf, þá búum við öll á heimilum. Og það er fötlun á sinn hátt að kunna ekki að sinna því sem þarf að gerast þar til að borða, þvo sér, og halda öllu hreinu og í lagi á heimilinu. Það ætti enginn karlmaður að þurfa að fá sér konu af því að hann vilji fá nýja mömmu. Og það væru ekki margar konur sem væru til að vera mæður eiginmanna sem barna sinna, eins og ég hafði haft.

Frá átta ára aldri var sonur minn með mér í að baka, elda, þvo upp, og allt sem kemur með því, og hafði ánægju af. Svo sá ég um að hann myndi vita hvernig ætti að setja sængurver utan um sængina og koddaver utan um koddann, sem fyrrverandi tengdamamma hafði ekki áttað sig á, að þyrfti að kenna syninum.  Ég kenndi honum að strauja, þurrka af, skúra, og líka að það væru engin slík verk, verk eins kyns. Húsverk væru verk allra sem búa á heimilinu. Og hefur konan hans þakkað mér fyrir það.

Svo er það afstæða hliðin í jöfnum rétti og það getur líka verið í hvar hæfnin er meiri þegar þörf er á mestu hæfni á meðal fjölskyldumeðlima.

Ég er til dæmis ekki með þá gráðu að kunna að sinna öllum plöntunum í görðum Ástralíu sem er svo mikið ríkidæmi, og þurfti svo að einbeita mér að því að læra og fylla bikar minn og finna út hver ég væri þegar ég kom hingað.  En maðurinn minn er með alla þá kunnáttu.  Hann kann líka að gera alla hluti í húsinu en við höfum meira og minna fundið almenna verkaskiptingu í öllu sem þarf að gera innanhúss, sem hann sinnir líka með garðinum.

Hugtakið jafn réttur eða jafnrétti er mun víðara en ég man eftir að það hafi verið túlkað eða rætt í jafnréttisbaráttu kvenna.

Fatlaðar konur og karlar án stöðu á vinnumarkaðnum njóta ekki jafnréttis á við þá einstaklinga sem eru í stöðum, en þau þurfa líka að hafa nægilega innkomu til að sinna þeim þörfum sem koma með því að geta ekki gert allt eins og þeir sem eru líkamlega færir.  Ég sé samt ekki neitt um þann hluta í umræðunni um jafnan rétt til réttlátrar afkomu fyrir allar konur sem karla í heiminum.

Hinar dýpri ástæður fyrir mörgum erfileikum á milli kynjanna

Svo eru það ástæður fyrir þeim erfiðleikum sem eru algengir á milli kynja og athyglisvert hefur verið að lesa greinar Þorsteins V. Einarssonar á Stundinni. Þessi mál eru flóknari, þegar á allt er litið en hvernig við hugsuðum í göngunni árið 1975.

Við að lesa bók Jess Hill sem er ástralskur höfundur og blaðakona og skrifaði bókina „See what you made me do“ þar sem karlmaðurinn er að kenna konunni um að hann þurfti að ráðast á hana, og beita hana ofbeldi. Það sem ég sé á þeim síðum eru djúpsett heilamynstur og trú og viðhorf sem eru úr jafnvægi í báðum kynjum. Konur sem telji sjálfum sér trú um að sterkt sjálfsöryggi í karlmanni með góðum slatta af ráðríki um hlutina sé gott merki um ást þeirra þegar ráðríkið er oftar í raun merki um vanmáttarkennd og ótta hans við að verða einn aftur. Upplifun sem óttast meira en allt annað.  Veikleiki sem þeir vilji ekki og geti ekki viðurkennt fyrir sjálfum sér.

Konan sem trúði þessu um ofur umhyggjuna í honum, sem í raun er ofríki. Leyfir honum að strauja yfir eigin ákvarðanatöku og viðhorf sín og skoðanir. Það sem ætti að vera sjálfstæði hennar smá hverfur frá heilabúi hennar, þar til að það er oft orðið of seint. Endar á slæman hátt, eða konan er læst í dæminu þar til að hún deyr. Eða einhver þarf að bjarga henni úr sambandinu.

Svo að spurningin er: Eru stelpur enn að sjá sig sem þær verði að líta út eins og Barbie dúkkur til að fá mann, frekar en að læra og skilja að það sé mikilvægt að vita vel hverjar þær séu í raun og hvað þær hafa að bjóða upp á í sambandi sem er ekki tengt við útlit þeirra heldur hverjar þær séu í raun hið innra? Og þá hæfari í að skynja og skilja hvenær þær hafa hitt jafningja.

Myndir í fjölmiðlum sýna oft að slíkt sé ansi algeng ímynd í ungum stelpum og mistúlkun á hvað kynþokki sé. Hvað þá hvernig mannverur þær þurfi að vera til að laða að sér menn sem vinni með þeim að málum í stað þess að ráðskast með þær.

Það sem er oft ástæðan er að orka getnaðarfærakerfa virkar of ráðandi í mætingu á milli kynjanna og þá gleymist að skoða verðgildi hvers annars ef þeir aðilar ætla að verja lífinu saman í jafnræði og jafnrétti.

Steve Biddulph sem er ástralskur sálfræðingur hefur skrifað bækur um hvernig eigi að ala stelpur upp, og svo líka drengi. Það sem sýndi hversu lítið ég vissi, var að lesa að drengir þurfa meira af sérmeðferð í uppeldi vegna tímabila í lífi þeirra þegar hormónakerfin eru í þróun. Á einu stigi í þróunarferli karllíkamans magnast hormónar upp 800 sinnum miðað við áður, og er þá auðvitað oft eins og innri sprenging. Orka sem væri upplifuð þannig að það sé lífsnauðsynlegt að leysa hana. Þess vegna þurfi þeir þurfi rétta hjálp og skilning til að komast rétt í gegn um þá reynslu, og út úr henni. Og það án þess að gera sér og öðrum skaða.

Það er trúlega kominn tími til að litið sé dýpra í málin um heilabúin og uppeldi, til að við getum skapað mun friðsamari heim í framtíðinni. Það er ekki nóg lengur að vera á yfirborði hluta.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár