Á Íslandi má reikna með að fólk yfir 65 ára aldri verði fjórðungur þjóðarinnar innan þriggja áratuga. Ómögulegt verður að reka vestræn velferðarkerfi í núverandi mynd eftir því sem vinnandi fólki fækkar en um leið er Afríka tifandi tímasprengja.
Því hefur lengi verið spáð að óstjórnleg fjölgun mannkyns muni á endanum leiða til mikilla hörmunga þegar jörðin geti ekki lengur borið mannfjöldann. Slíkar spár eru stundum kenndar við Thomas Robert Malthus, sem skrifaði höfuðrit sitt árið 1798: ‘An essay on the principle of population’.
Þar færði Malthus rök fyrir því að iðnbyltingin myndi leiða til þess að verkalýðurinn fjölgaði sér óstjórnlega ef ekkert yrði að gert. Hinir fátæku söfnuðust á þessum tíma saman í iðnaðarborgum og eignuðust fleiri börn en yfirstéttin. Taldi Malthus að fátæklingar myndu því smám saman ganga á allar auðlindir þar til ríkið yrði gjaldþrota og almenn hungursneyð tæki við.
Það væri ekki við verksmiðjueigendur og kapítalista …
Athugasemdir