Kínverjar hafa náð undraverðum árangri á flestum sviðum undangengin 60 ár. Um þetta má hafa margt til marks. Látum tvo algenga vísa duga við upphaf þessa máls, heilbrigði og framleiðslu. Mat á árangri landa og þjóða snýst ekki bara um hagstærðir heldur einnig um ýmsa félags- og heilbrigðisvísa. Hvernig ætti annað að vera? Þegar við vöknum á morgnana þessar vikur og mánuði rýnum við ekki í hagtölur fyrst og fremst heldur teljum við fjölda smitaðra og fallinna síðasta sólarhring af völdum COVID-veirunnar líkt og í stríði. Lífið snýst ekki bara um peninga.
Nú þegar hafa tæplega 180.000 Bandaríkjamenn látið lífið af völdum veirunnar. Þegar Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu 3. nóvember nk. munu með sama áframhaldi um 250.000 Bandaríkjamenn hafa fallið í valinn. Talan nemur öllum mannfjölda Íslands 1988. Mannfallið vestra er nú um 10.000 manns í hverri viku.
Bandaríkjamenn telja aðeins um 4% af mannfjölda heimsins, en mannfallið þar vestra …
Athugasemdir