Fyrri aukaspurning:
Af auglýsingaplakati hvaða bíómyndar er skjáskotið hér að ofan?
***
Aðalspurningarnar:
1. Elizabeth Debicki varð þrítug fyrir nokkrum dögum. Hún er áströlsk leikkona sem birtist mannkyni um þessar mundir í myndinni Tenet, og landaði svo um daginn hlutverki í mjög vinsælli sjónvarpsseríu sem Netflix hefur verið að sýna undanfarin og fjallar um fræga fjölskyldu. Debicki á að leika stúlku sem giftist inn í fjölskylduna. Hvaða hlutverki landaði hún?
2. Reykjavík er stærsti þéttbýlisstaður landsins og Kópavogur kemur næstur. En hvaða bær er í þriðja sæti yfir íbúafjölda?
3. Hvað heitir höfuðborgin í Belgíu?
4. Í hvaða landi var Toblerone súkkulaði upphaflega framleitt, og er svo sem enn?
5. Fyrir hvaða flokk situr Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir á þingi?
6. Guðspjallamennirnir eru Matteus, Lúkas, Jóhannes og ... hver?
7. Nigel Lawson er breskur stjórnmálamaður á eftirlaunum, hann var einn af helstu mönnum Margrétar Thatcher í pólitíkinni hér fyrir nokkrum áratugum. Dóttir hans og nafna, hin glaðlynda Nigella Lawson, hefur haslað sér völl á allt öðru sviði. Hvað fæst hún við í lífinu?
8. Sara Björk Gunnarsdóttir fótboltakona fór nýlega frá hinu öfluga liði Wolfborgar í Þýskalandi og gekk til liðs við franskt lið, sem hefur verið langsterkasta félagslið í heimi í mörg ár. Hvaða lið er það?
9. Hvaða íslenski höfundur skrifaði bækurnar Tímaþjófinn, Hjartastað og Jójó, og þar að auki ævisöguna Heiðu? - svo fátt eitt sé talið!
10. Þegar fólk sest að tafli er í fyrsta leik aðeins hægt að hreyfa peðin, þau er fremst standa - og svo reyndar einn taflmann annan. Hver er sá?
***
Hér kemur seinni aukaspurning:
Hver er þetta?
***
Þá koma svörin:
1. Hún mun leika Díönu prinsessu.
2. Hafnarfjörður.
3. Brussel.
4. Sviss.
5. Viðreisn.
6. Markús.
7. Hún er sjónvarpskokkur, matarblaðamaður, það dugar að nefna mat!
8. Lyon.
9. Steinunn Sigurðardóttir.
10. Riddarinn.
***
Á efri myndinni er skjáskot af plakati kvikmyndinnar Silence of the Lambs.
Svona leit það út í heild:
***
Á neðri myndinni má sjá Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands.
Athugasemdir