Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Stéttarfélagsformaður staðfestir málflutning Helga Seljan

Guð­mund­ur Ragn­ars­son, fyrr­ver­andi formað­ur Fé­lags vél­stjóra og málm­tækni­manna, seg­ist hafa feng­ið í hend­ur sömu gögn og Helgi Selj­an byggði um­fjöll­un sína um hugs­an­leg lög­brot Sam­herja á ár­ið 2012. Fyrr­ver­andi for­stöðu­mað­ur Verð­lags­stofu skipta­verðs hafn­ar því hins veg­ar að slík gögn hafi ver­ið tek­in sam­an.

Stéttarfélagsformaður staðfestir málflutning Helga Seljan
Fékk skýrsluna í hendur Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður VM, fékk sömu gögn í hendur og Helgi Seljan byggði umfjöllun sína um hugsanleg lögbrot Samherja á árið 2012. Samherjamenn halda því fram í myndbandi að umrædd skýrsla hafi aldrei verið til.

Guðmundur Ragnarsson, fyrrverandi formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM), staðfestir að hann hafi fengið í hendur þau gögn sem Helgi Seljan lagði til grundvallar umfjöllun sinni um hugsanleg brot Samherja á gjaldeyrislögum í Kastljóssþætti 2012. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sagði í forsíðugrein Fréttablaðsins í dag, að gögnin hefðu verið fölsuð af Helga, en sama ásökun birtist í heimildarmynd Samherja með viðtölum við starfsmenn og viðskiptafélaga félagsins.

Fyrrverandi forstöðumaður Verðlagsstofu skiptaverðs, sem Helgi ber að hafi unnið umrætt skjal, minnist þess hins vegar ekki að hafa gert það og telur rétt með farið hjá starfsmanni Verðlagsstofu að sem segir í tölvupóstum til Samherja að engin slík vinna hafi farið fram.

Í myndbandi Samherja sem birt var í morgun var því haldið fram að gögnin sem byggt var á í umfjöllun í Kastljósi árið 2012, skýrsla um samanburð á útflutningsverði á karfa til Þýskalands, hefðu ýmist ekki verið til eða að Helgi hefði „átt við þau“. Umrædd gögn sýndu fram á að Samherji seldi dótturfyrirtækjum sínum í Þýsklandi afla á lægra verði en hefur tíðkaðist í sambærilegum viðskiptum milli ótengdra aðila. Var yfirskrift myndbandsins „Skýrslan sem aldrei var gerð“. Umfjöllun Helga og Kastljóss varð til þess að gjaldeyriseftirlit Seðlabankans hóf rannsókn á hugsanlegum brotum Samherja á lögum um gjaldeyrisviðskipti.

Í tölvupóstsamskiptum Ingveldar Jóhannesdóttur, deildarstjóra Verðlagsstofu, til starfsmanns Samherja, Hákons Guðmundssonar, frá því í apríl á þessu ári, sem birt eru í myndbandi Samherjamanna, heldur Ingveldur því fram að engin skýrsla hafi verið gerð. Það stangast hins vegar á við orð Guðmundar Ragnarssonar, fyrrverandi formanns VM. Þegar Stundin ræddi við Ingveldi í dag sagðist hún vera í sumarfríi og sagðist kjósa að tjá sig ekkert frekar um málið.

Notaði sömu gögn og Helgi við  eigin greinaskrif

Guðmundur Ragnarsson sat í úrskurðarnefnd sjómanna og útvegsmanna, nefnd sem hefur það hlutverk að ákveða fiskverð sem nota skuli við uppgjör á aflahlut áhafna einstakra skipa. Í samtali við Stundina staðfestir hann að hafa séð umrædd gögn, sem Helgi og Kastljós byggðu umfjöllun sína á. Guðmundur byggði meðal annars grein sem hann ritaði í Tímarit VM, um verðmun á sjávarafla milli Íslands og annara landa, á þeim tölum sem í gögnunum voru.

„Ég get alveg staðfest það, við fengum þessar tölur frá Verðlagsstofunni“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
5
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
8
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár