Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

118. spurningaþraut: Hurts 2B Human? Svá fullyrðir söngkona ein, sem hér er spurt um

118. spurningaþraut: Hurts 2B Human? Svá fullyrðir söngkona ein, sem hér er spurt um

Hér er þrautin frá í gær.

En hér kemur svo fyrri aukaspurning:

Hvað er á seyði á myndinni hér að ofan?

Og þá koma 10 af öllu tagi:

1.   Á Íslandi er einn þéttbýlisstaður sem ber sama nafn og höfuðstaðurinn í nálægu landi. Hvaða þéttbýlisstaður er það?

2.   Hvar í veröldinni eru Atlas-fjöll?

3.   Hvað hét hestur Óðins í norrænu goðafræðinni?

4.   Lónsfjörður, Álftafjörður og Hamarsfjörður eru þrír ólíkir firðir milli tveggja þéttbýlisstaða á Íslandi. Hverjir eru þeir?

5.   Denisovar eru útdauð dýrategund sem enginn hafði hugmynd um fyrr en fyrir einum áratug, þegar fyrstu leifar tegundarinnar fundust. Hver af núlifandi dýrategundum heimsins er skyldust denisovum þessum?

6.   Hvað hét fyrsti biskupinn yfir Íslandi?

7.   Söngkona ein bandarísk er nýorðin fertug og hefur aldrei verið vinsælli, að sögn. Hún sló í gegn rétt upp úr tvítugu með plöturnar Can't Take Me Home og síðan Missundaztood en í fyrra gaf hún áttundu plötu sína, Hurts 2B Human. Hún heitir Alecia Beth Moore en tók sér snemma nafn einnar persónu úr myndinni Resevoir Dogs eftir Quentin Tartantino. Þið munið hvað allar persónurnar þar hétu? Hvað kallar Alecia Beth Moore sig núna?

8.   Untergang hét rómuð kvikmynd sem frumsýnd var 2008 og fjallaði um síðustu sólarhringana í lífi Adolfs Hitlers. Atriði þar sem hann skammar undirmenn sína hefur verið notað í óteljandi grínatriðum á netinu, þar sem nýr texti er settur í stað reiðilesturs Hitlers. Hver lék Hitler í þessari mynd?

9.   Eftir að reikistjarnan Plútó var lækkuð í tign og gerð að „dvergreikistjörnu“, hvaða reikistjarna er þá fjærst sólinni?

10.   Í hvaða borg er heimavöllur fótboltaliðsins Juventus?

Og þá er það seinni aukaspurning.

Hver málaði þessa mynd?

Þá koma svörin:

1.   Þórshöfn, sem heitir sama landi og Þórshöfn í Færeyjum.

2.   Í Norður-Afríku - Marokkó, Alsír og Túnis, en Norður-Afríka dugar.

3.   Sleipnir.

4.   Höfn í Hornafirði og Djúpivogur í Berufirði.

5.   Maðurinn.

6.   Ísleifur Gissurarson.

7.   Pink.

8.   Bruno Ganz.

9.   Neptúnus.

10.   Tórínó.

Á myndinni, er fylgir fyrri aukaspurningu, er gamli maðurinn úr myndinni Börn náttúrunnar eftir Friðrik Þór Friðriksson að draga kistu gömlu konunnar sem hafði náð á sínar heimaslóðir rétt áður en hún dó. Nóg er að fólk þekki að þetta séu úr Börnum náttúrunnar.

Á neðri myndinni er eitt af frægustu verkum bandaríska málarans Jackson Pollocks. Það ber hið skáldlega nafn „Númer 1, 1949“.

Og hér er loks aftur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu