Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

108. spurningaþraut: Við hvað starfaði hin miðaldra söguhetja í bíómyndinni Líf annarra?

108. spurningaþraut: Við hvað starfaði hin miðaldra söguhetja í bíómyndinni Líf annarra?

Áður en lengra er haldið, þá leynist hér þrautin frá í gær.

Aukaspurningar:

Á myndinni hér að ofan er bíómyndapersóna sem Brie Larson lék í vinsælli mynd í fyrra. Í sínu daglega lífi heitir persónan Carol Danvers en hvað nefnist þegar hún er komin í þennan skínandi fína og vel saumaða búning?

Á neðri myndinni er brosmild salamandra. Hvað heitir tegundin sem hún er af?

Aðalspurningarnar tíu:

1.   Með hvaða fótboltaliði spilar Portúgalinn Cristiano Ronaldo nú um stundir?

2.   Analía, Hannalísa, Míríel, Marfríður, Vetrarrós og Vinný eru allt góð og gild kvenmannsnöfn á Íslandi með leyfi mannanafnanefndar. Nema eitt. Hverju af þessum nöfnum var hafnað?

3.   Bandaríkjaforsetarnir John Quincey Adams, Rutherford B. Hayes, Benjamin Harrison, George W. Bush og Donald Trump eiga sjálfsagt sitt af hverju sameiginlegt. En hvað blasir þó helst við í sambandi við kjör þeirra til forseta?

4.   Eitt af Apollo-tungförum Bandaríkjanna varð að snúa til baka á leið til tunglsins árið 1970 eftir að sprenging varð um borð. Geimfararnir þrír sluppu heilu og höldnu frá raun þessari. Númer hvað var þetta Apollo-far?

5.   Hver er um þessar mundir langvinsælasta söngkonan í hinum spænskumælandi heimi og reyndar kölluð „drottning latínó-tónlistar“?

6.   Í hvaða frægri skáldsögu er fjallað um Búendía-fjölskylduna?

7.   Árið 2006 naut þýska kvikmyndin Líf annarra - Das Leben der Anderen - mikilla vinsælda. Hún fjallaði á næman og skilningsríkan hátt um vandamál miðaldra karls í starfi sínu. Ulrich Mühe lék þennan mann, en við hvað starfaði maðurinn í biómyndinni?

8.   „Rigningin“ heitir Netflix-sería sem sýnd hefur verið frá 2018 og nú verður senn frumsýnd þriðja og síðasta serían. Hér er um að ræða æsilega „dystópíu“ eða skelfingarlýsingu úr framtíðinni þar sem saklaus rigning ber með sér bráðdrepandi veirur. Í hvaða landi er þessi sería gerð?

9.   Í hvaða landi er höfuðborgin Taípei?

10.   Carl Linneus eða von Linné var náttúrufræðingur á 18. öld sem þróaði kerfi til að skipta lífverum í flokka og gaf þeirra latnesk nöfn sem síðan hefur viðgengist í þessum bransa. Hverrar þjóðar var hann?

Þá eru hér svörin við almennu spurningunum tíu:

1.   Juventus á Ítalíu.

2.   Hannalísa.

3.   Þeir komust allir til valda þótt þeir hefðu færri atkvæði en keppinautar þeirra.

4.   13.

5.   Shakira.

6.   Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez.

7.   Hann var hlerunarmaður fyrir leyniþjónustuna Stasi.

8.   Danmörku.

9.   Taívan.

10.   Sænskur.

Aukaspurningar:

Persónan kallast Kafteinn Marvel.

Salamandran er af tegundinni axolotl. Já - „axolotl“ og ekkert annað! Samkvæmt kerfinu sem von Linné var upphafsmaður að heitir hún reyndar Ambystoma mexicanum.

Og að lokum er hér aftur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tími jaðranna er ekki núna
6
ViðtalFormannaviðtöl

Tími jaðr­anna er ekki núna

Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir er sá stjórn­mála­mað­ur sem mið­að við fylg­is­mæl­ing­ar og legu flokks­ins á hinum póli­tíska ás gæti helst lent í lyk­il­stöðu í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræð­um að lokn­um þing­kosn­ing­um. Þor­gerð­ur boð­ar fækk­un ráðu­neyta, frek­ari sölu á Ís­lands­banka og sterk­ara geð­heil­brigðis­kerfi. Hún vill koma að rík­is­stjórn sem mynd­uð er út frá miðju og seg­ir nóg kom­ið af því að ólík­ir flokk­ar reyni að koma sér sam­an um stjórn lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
3
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár