Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

108. spurningaþraut: Við hvað starfaði hin miðaldra söguhetja í bíómyndinni Líf annarra?

108. spurningaþraut: Við hvað starfaði hin miðaldra söguhetja í bíómyndinni Líf annarra?

Áður en lengra er haldið, þá leynist hér þrautin frá í gær.

Aukaspurningar:

Á myndinni hér að ofan er bíómyndapersóna sem Brie Larson lék í vinsælli mynd í fyrra. Í sínu daglega lífi heitir persónan Carol Danvers en hvað nefnist þegar hún er komin í þennan skínandi fína og vel saumaða búning?

Á neðri myndinni er brosmild salamandra. Hvað heitir tegundin sem hún er af?

Aðalspurningarnar tíu:

1.   Með hvaða fótboltaliði spilar Portúgalinn Cristiano Ronaldo nú um stundir?

2.   Analía, Hannalísa, Míríel, Marfríður, Vetrarrós og Vinný eru allt góð og gild kvenmannsnöfn á Íslandi með leyfi mannanafnanefndar. Nema eitt. Hverju af þessum nöfnum var hafnað?

3.   Bandaríkjaforsetarnir John Quincey Adams, Rutherford B. Hayes, Benjamin Harrison, George W. Bush og Donald Trump eiga sjálfsagt sitt af hverju sameiginlegt. En hvað blasir þó helst við í sambandi við kjör þeirra til forseta?

4.   Eitt af Apollo-tungförum Bandaríkjanna varð að snúa til baka á leið til tunglsins árið 1970 eftir að sprenging varð um borð. Geimfararnir þrír sluppu heilu og höldnu frá raun þessari. Númer hvað var þetta Apollo-far?

5.   Hver er um þessar mundir langvinsælasta söngkonan í hinum spænskumælandi heimi og reyndar kölluð „drottning latínó-tónlistar“?

6.   Í hvaða frægri skáldsögu er fjallað um Búendía-fjölskylduna?

7.   Árið 2006 naut þýska kvikmyndin Líf annarra - Das Leben der Anderen - mikilla vinsælda. Hún fjallaði á næman og skilningsríkan hátt um vandamál miðaldra karls í starfi sínu. Ulrich Mühe lék þennan mann, en við hvað starfaði maðurinn í biómyndinni?

8.   „Rigningin“ heitir Netflix-sería sem sýnd hefur verið frá 2018 og nú verður senn frumsýnd þriðja og síðasta serían. Hér er um að ræða æsilega „dystópíu“ eða skelfingarlýsingu úr framtíðinni þar sem saklaus rigning ber með sér bráðdrepandi veirur. Í hvaða landi er þessi sería gerð?

9.   Í hvaða landi er höfuðborgin Taípei?

10.   Carl Linneus eða von Linné var náttúrufræðingur á 18. öld sem þróaði kerfi til að skipta lífverum í flokka og gaf þeirra latnesk nöfn sem síðan hefur viðgengist í þessum bransa. Hverrar þjóðar var hann?

Þá eru hér svörin við almennu spurningunum tíu:

1.   Juventus á Ítalíu.

2.   Hannalísa.

3.   Þeir komust allir til valda þótt þeir hefðu færri atkvæði en keppinautar þeirra.

4.   13.

5.   Shakira.

6.   Hundrað ára einsemd eftir Gabriel García Márquez.

7.   Hann var hlerunarmaður fyrir leyniþjónustuna Stasi.

8.   Danmörku.

9.   Taívan.

10.   Sænskur.

Aukaspurningar:

Persónan kallast Kafteinn Marvel.

Salamandran er af tegundinni axolotl. Já - „axolotl“ og ekkert annað! Samkvæmt kerfinu sem von Linné var upphafsmaður að heitir hún reyndar Ambystoma mexicanum.

Og að lokum er hér aftur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár