Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

106. spurningaþraut: Hvar á Jörðinni leynist 3,5 kílómetra hár foss?

106. spurningaþraut: Hvar á Jörðinni leynist 3,5 kílómetra hár foss?

Hér er 105. þrautin frá í gær.

Aukaspurningar:

Á efri myndinni, hver er maðurinn sem ávarpar þarna auðan stól?

Og á neðri myndinni: Hver er konan?

En aðalspurningar koma hér:

1.   Í tilefni af myndinni af manninum að ávarpa stól, þá gerist það í einu leikriti Shakespeares að maður ávarpar stól af því hann telur sig sjá í stólnum draug manns sem hann hafði látið myrða. Í hvaða leikriti gerist þetta?

2.   Hvaða ríki í veröldinni hefur lengstu strandlengjuna?

3.   Langsamlega hæsti neðansjávarfoss í heimi er um 3,5 kílómetra hár. Hann myndast þannig að tveir sjávarstraumar, annar hlýr og hinn kaldur, mætast á fremur afmörkuðu svæði sem veldur því að kaldi sjórinn sekkur niður á við á mikilli ferð, rétt eins og vatn fossar niður af hamrabrún á þurru landi. En hvar er þessi gríðarhái foss?

4.   En í hvaða landi er annars hæsti fossinn á landi, Englafoss (réttara er þó einfaldlega Angelfoss), sem er 979 metra á hæð eða ívið hærri en Esjan?

5.   Hver af guðspjallamönnunum fjórum er talinn hafa samið líka Postulasöguna?

6.   Hvar er höfði sá sem kallast á íslensku Hvarf en kallast Cape Farewell á ensku og eitthvað svipað á flestum öðrum málum?

7.   Árið 1975 var kona nokkur veifandi skammbyssu handtekin þegar hún reyndi að nálgast Gerald Ford þáverandi Bandaríkjaforseta. Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morðtilræði en látin laus árið 2009. Morðtilræðið við Ford gat hún aldrei skýrt að fullu, en hún var félagi í frægum glæpaflokki í Bandaríkjunum. Hvaða hópur var það?

8.   Kaupmannahöfn er langstærsta borg Danmerkur eins og allir vita. En hver er sú næststærsta?

9.   Masako heitir drottning ein. Hvar situr hún í hásæti?

10.   Hver er fjarlægðin milli Reykjavíkur og New York? Hér má skeika 300 kílómetrum til eða frá.

Svör við aðalspurningum:

1.   Makbeð.

2.   Kanada.

3.   Grænlandssundi milli Íslands og Grænlands.

4.   Venesúela.

5.   Lúkas.

6.   Grænlandi.

7.   „Fjölskylda“ Charles Mansons er fræg varð fyrir morð á Sharon Tate og fleirum.

8.   Árósar.

9.   Í Japan.

10.   4.200 kílómetrar, svo rétt má heita allt frá 3.900 til 4.500 kílómetrar.

Svör við aukaspurningum:

Karlinn sem ávarpaði stólinn var Clint Eastwood. Þessi uppákoma varð á flokksþingi Repúblikana í Bandaríkjunum 2012 þar sem Eastwood þóttist með þessum hætti ávarpa Barack Obama forseta.

Konan á neðri myndinni er enska leikkonan Maggie Smith sem kunnust er upp á síðkastið fyrir að leika í Downton Abbey.

Og hér er aptur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár