Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

106. spurningaþraut: Hvar á Jörðinni leynist 3,5 kílómetra hár foss?

106. spurningaþraut: Hvar á Jörðinni leynist 3,5 kílómetra hár foss?

Hér er 105. þrautin frá í gær.

Aukaspurningar:

Á efri myndinni, hver er maðurinn sem ávarpar þarna auðan stól?

Og á neðri myndinni: Hver er konan?

En aðalspurningar koma hér:

1.   Í tilefni af myndinni af manninum að ávarpa stól, þá gerist það í einu leikriti Shakespeares að maður ávarpar stól af því hann telur sig sjá í stólnum draug manns sem hann hafði látið myrða. Í hvaða leikriti gerist þetta?

2.   Hvaða ríki í veröldinni hefur lengstu strandlengjuna?

3.   Langsamlega hæsti neðansjávarfoss í heimi er um 3,5 kílómetra hár. Hann myndast þannig að tveir sjávarstraumar, annar hlýr og hinn kaldur, mætast á fremur afmörkuðu svæði sem veldur því að kaldi sjórinn sekkur niður á við á mikilli ferð, rétt eins og vatn fossar niður af hamrabrún á þurru landi. En hvar er þessi gríðarhái foss?

4.   En í hvaða landi er annars hæsti fossinn á landi, Englafoss (réttara er þó einfaldlega Angelfoss), sem er 979 metra á hæð eða ívið hærri en Esjan?

5.   Hver af guðspjallamönnunum fjórum er talinn hafa samið líka Postulasöguna?

6.   Hvar er höfði sá sem kallast á íslensku Hvarf en kallast Cape Farewell á ensku og eitthvað svipað á flestum öðrum málum?

7.   Árið 1975 var kona nokkur veifandi skammbyssu handtekin þegar hún reyndi að nálgast Gerald Ford þáverandi Bandaríkjaforseta. Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morðtilræði en látin laus árið 2009. Morðtilræðið við Ford gat hún aldrei skýrt að fullu, en hún var félagi í frægum glæpaflokki í Bandaríkjunum. Hvaða hópur var það?

8.   Kaupmannahöfn er langstærsta borg Danmerkur eins og allir vita. En hver er sú næststærsta?

9.   Masako heitir drottning ein. Hvar situr hún í hásæti?

10.   Hver er fjarlægðin milli Reykjavíkur og New York? Hér má skeika 300 kílómetrum til eða frá.

Svör við aðalspurningum:

1.   Makbeð.

2.   Kanada.

3.   Grænlandssundi milli Íslands og Grænlands.

4.   Venesúela.

5.   Lúkas.

6.   Grænlandi.

7.   „Fjölskylda“ Charles Mansons er fræg varð fyrir morð á Sharon Tate og fleirum.

8.   Árósar.

9.   Í Japan.

10.   4.200 kílómetrar, svo rétt má heita allt frá 3.900 til 4.500 kílómetrar.

Svör við aukaspurningum:

Karlinn sem ávarpaði stólinn var Clint Eastwood. Þessi uppákoma varð á flokksþingi Repúblikana í Bandaríkjunum 2012 þar sem Eastwood þóttist með þessum hætti ávarpa Barack Obama forseta.

Konan á neðri myndinni er enska leikkonan Maggie Smith sem kunnust er upp á síðkastið fyrir að leika í Downton Abbey.

Og hér er aptur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu