Hér er 105. þrautin frá í gær.
Aukaspurningar:
Á efri myndinni, hver er maðurinn sem ávarpar þarna auðan stól?
Og á neðri myndinni: Hver er konan?
En aðalspurningar koma hér:
1. Í tilefni af myndinni af manninum að ávarpa stól, þá gerist það í einu leikriti Shakespeares að maður ávarpar stól af því hann telur sig sjá í stólnum draug manns sem hann hafði látið myrða. Í hvaða leikriti gerist þetta?
2. Hvaða ríki í veröldinni hefur lengstu strandlengjuna?
3. Langsamlega hæsti neðansjávarfoss í heimi er um 3,5 kílómetra hár. Hann myndast þannig að tveir sjávarstraumar, annar hlýr og hinn kaldur, mætast á fremur afmörkuðu svæði sem veldur því að kaldi sjórinn sekkur niður á við á mikilli ferð, rétt eins og vatn fossar niður af hamrabrún á þurru landi. En hvar er þessi gríðarhái foss?
4. En í hvaða landi er annars hæsti fossinn á landi, Englafoss (réttara er þó einfaldlega Angelfoss), sem er 979 metra á hæð eða ívið hærri en Esjan?
5. Hver af guðspjallamönnunum fjórum er talinn hafa samið líka Postulasöguna?
6. Hvar er höfði sá sem kallast á íslensku Hvarf en kallast Cape Farewell á ensku og eitthvað svipað á flestum öðrum málum?
7. Árið 1975 var kona nokkur veifandi skammbyssu handtekin þegar hún reyndi að nálgast Gerald Ford þáverandi Bandaríkjaforseta. Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morðtilræði en látin laus árið 2009. Morðtilræðið við Ford gat hún aldrei skýrt að fullu, en hún var félagi í frægum glæpaflokki í Bandaríkjunum. Hvaða hópur var það?
8. Kaupmannahöfn er langstærsta borg Danmerkur eins og allir vita. En hver er sú næststærsta?
9. Masako heitir drottning ein. Hvar situr hún í hásæti?
10. Hver er fjarlægðin milli Reykjavíkur og New York? Hér má skeika 300 kílómetrum til eða frá.
Svör við aðalspurningum:
1. Makbeð.
2. Kanada.
3. Grænlandssundi milli Íslands og Grænlands.
4. Venesúela.
5. Lúkas.
6. Grænlandi.
7. „Fjölskylda“ Charles Mansons er fræg varð fyrir morð á Sharon Tate og fleirum.
8. Árósar.
9. Í Japan.
10. 4.200 kílómetrar, svo rétt má heita allt frá 3.900 til 4.500 kílómetrar.
Svör við aukaspurningum:
Karlinn sem ávarpaði stólinn var Clint Eastwood. Þessi uppákoma varð á flokksþingi Repúblikana í Bandaríkjunum 2012 þar sem Eastwood þóttist með þessum hætti ávarpa Barack Obama forseta.
Konan á neðri myndinni er enska leikkonan Maggie Smith sem kunnust er upp á síðkastið fyrir að leika í Downton Abbey.
Athugasemdir