Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

106. spurningaþraut: Hvar á Jörðinni leynist 3,5 kílómetra hár foss?

106. spurningaþraut: Hvar á Jörðinni leynist 3,5 kílómetra hár foss?

Hér er 105. þrautin frá í gær.

Aukaspurningar:

Á efri myndinni, hver er maðurinn sem ávarpar þarna auðan stól?

Og á neðri myndinni: Hver er konan?

En aðalspurningar koma hér:

1.   Í tilefni af myndinni af manninum að ávarpa stól, þá gerist það í einu leikriti Shakespeares að maður ávarpar stól af því hann telur sig sjá í stólnum draug manns sem hann hafði látið myrða. Í hvaða leikriti gerist þetta?

2.   Hvaða ríki í veröldinni hefur lengstu strandlengjuna?

3.   Langsamlega hæsti neðansjávarfoss í heimi er um 3,5 kílómetra hár. Hann myndast þannig að tveir sjávarstraumar, annar hlýr og hinn kaldur, mætast á fremur afmörkuðu svæði sem veldur því að kaldi sjórinn sekkur niður á við á mikilli ferð, rétt eins og vatn fossar niður af hamrabrún á þurru landi. En hvar er þessi gríðarhái foss?

4.   En í hvaða landi er annars hæsti fossinn á landi, Englafoss (réttara er þó einfaldlega Angelfoss), sem er 979 metra á hæð eða ívið hærri en Esjan?

5.   Hver af guðspjallamönnunum fjórum er talinn hafa samið líka Postulasöguna?

6.   Hvar er höfði sá sem kallast á íslensku Hvarf en kallast Cape Farewell á ensku og eitthvað svipað á flestum öðrum málum?

7.   Árið 1975 var kona nokkur veifandi skammbyssu handtekin þegar hún reyndi að nálgast Gerald Ford þáverandi Bandaríkjaforseta. Hún var dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morðtilræði en látin laus árið 2009. Morðtilræðið við Ford gat hún aldrei skýrt að fullu, en hún var félagi í frægum glæpaflokki í Bandaríkjunum. Hvaða hópur var það?

8.   Kaupmannahöfn er langstærsta borg Danmerkur eins og allir vita. En hver er sú næststærsta?

9.   Masako heitir drottning ein. Hvar situr hún í hásæti?

10.   Hver er fjarlægðin milli Reykjavíkur og New York? Hér má skeika 300 kílómetrum til eða frá.

Svör við aðalspurningum:

1.   Makbeð.

2.   Kanada.

3.   Grænlandssundi milli Íslands og Grænlands.

4.   Venesúela.

5.   Lúkas.

6.   Grænlandi.

7.   „Fjölskylda“ Charles Mansons er fræg varð fyrir morð á Sharon Tate og fleirum.

8.   Árósar.

9.   Í Japan.

10.   4.200 kílómetrar, svo rétt má heita allt frá 3.900 til 4.500 kílómetrar.

Svör við aukaspurningum:

Karlinn sem ávarpaði stólinn var Clint Eastwood. Þessi uppákoma varð á flokksþingi Repúblikana í Bandaríkjunum 2012 þar sem Eastwood þóttist með þessum hætti ávarpa Barack Obama forseta.

Konan á neðri myndinni er enska leikkonan Maggie Smith sem kunnust er upp á síðkastið fyrir að leika í Downton Abbey.

Og hér er aptur linkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Píratar sættast og leyfa varamönnum að kjósa
9
Stjórnmál

Pírat­ar sætt­ast og leyfa vara­mönn­um að kjósa

Þór­hild­ur El­ín­ar­dótt­ir Magnús­dótt­ir, 24 ára tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræð­ing­ur, hef­ur tek­ið við sem formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Pírata sem í reynd má segja að sé æðsta lýð­ræð­is­lega embætti stjórn­mála­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hall­dór Auð­ar Svans­son hef­ur stig­ið til hlið­ar úr því hlut­verki og vara­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn verð­ur boð­ið að taka full­an þátt í starfi fram­kvæmda­stjórn­ar, með at­kvæð­is­rétt.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
8
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
10
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár