Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

103. spurningaþraut: „Engin kona hefur hingað til getað orðið tónskáld. Því skyldi ég búast við að verða sú fyrsta?“

103. spurningaþraut: „Engin kona hefur hingað til getað orðið tónskáld. Því skyldi ég búast við að verða sú fyrsta?“

Hér er þrautin „10 af öllu tagi“ frá því í gær!

Aukaspurningar í dag eru þessar:

Hvaða orrustu er lýst á þeirri útsaumuðu mynd, sem sést hér að ofan?

Hver er konan á neðri myndinni?

Hér eru svo 10 af öllu tagi:

1.   Hvaða pest er talin hafa borist til Íslands árið 1402?

2.   Bandarískur hershöfðingi lét að sér kveða í síðari heimsstyrjöld og stýrði herjum í Norður-Afríku, á Sikiley og síðan í Frakklandi og Þýskalandi. Rúmu hálfu ári eftir stríðið dó hann eftir bílslys í Þýskalandi. Hvað hét dáti sá?

3.   Hvað heitir söngleikurinn um líf Bubba Morthens sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu á útmánuðum 2020?

4.   Hvað heitir hinn þýski markvörður karlaliðs Barcelona í fótbolta?

5.   Í fyrra var ráðinn nýr forstjóri að Póstinum og þurfti hann að hefja mjög sársaukafullar aðhaldsaðgerðir vegna langvarandi taprekstrar. Forstjórinn heitir Birgir Jónsson en hann hafði fram að því verið kunnur fyrir önnur störf sín, allt annars eðlis. Hver voru þau?

6.   Kona nokkur á 19. öld var mjög fær píanóleikari og afar efnilegt tónskáld. Hún samdi til dæmis píanókonsert aðeins 14 ára gömul. Þegar hún var hálfþrítug hætti hún hins vegar að mestu að semja tónlist. „Ég hélt einu sinni að ég hefði sköpunargáfu,“ skrifaði hún, „en ég er búin að gefa þá hugmynd upp á bátinn. Kona má ekki þrá að semja tónlist. Engin kona hefur hingað til getað orðið tónskáld. Því skyldi ég búast við að verða sú fyrsta?“ Upp frá því lét konan sér nægja að sinna píanóleiknum og hlúa að eiginmanni sínum, sem var reyndar frægt og vel metið tónskáld, en átti við erfiðan geðsjúkdóm og fleiri kvilla að stríða. Hvað hét þessi kona?

7.   „Eitt sinn skaut hinn ofurlitli Amor / ör með segulstál ...“ Þannig hefst lagið Önnur sjónarmið eftir Hilmar Oddsson sem kom út á plötu árið 1986. Vinsæl leikkona söng lagið. Hvað hét hún?

8.   Hver var annars Amor?

9.   Hvað heitir höfuðborg Filippseyja?

10.   Kona ein var kunnur blaðamaður og ritstjóri á sínum yngri árum og ritstýrði þá tímaritunum Mannlíf og síðan Heimsmynd. Hún varð síðar doktor í lögum og hefur sinnt margvíslegum störfum á alþjóðavettvangi á því sviði. Árið 2014 var hún í forsetaframboði. Hvað heitir hún?

Svör:

1.   Svarti dauði.

2.   Patton.

3.   Níu líf.

4.   Ter Stegen.

5.   Hann var trommuleikari í þungarokkshljómsveitinni Dimmu.

6.   Clara Schumann.

7.   Edda Heiðrún Backman. Hér má heyra lagið.

8.   Lítið ástarkvikindi, rómverskt.

9.   Manila.

10.   Herdís Þorgeirsdóttir.

Og svörin við aukaspurningunum:

Bayeux-refillinn svokallaði lýsir orrustunni við Hastings 1066 þegar innrásarher Normanna sigraði Englandskóng.

Konan á neðri myndinni er söngkonan Adele.

  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu