Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

103. spurningaþraut: „Engin kona hefur hingað til getað orðið tónskáld. Því skyldi ég búast við að verða sú fyrsta?“

103. spurningaþraut: „Engin kona hefur hingað til getað orðið tónskáld. Því skyldi ég búast við að verða sú fyrsta?“

Hér er þrautin „10 af öllu tagi“ frá því í gær!

Aukaspurningar í dag eru þessar:

Hvaða orrustu er lýst á þeirri útsaumuðu mynd, sem sést hér að ofan?

Hver er konan á neðri myndinni?

Hér eru svo 10 af öllu tagi:

1.   Hvaða pest er talin hafa borist til Íslands árið 1402?

2.   Bandarískur hershöfðingi lét að sér kveða í síðari heimsstyrjöld og stýrði herjum í Norður-Afríku, á Sikiley og síðan í Frakklandi og Þýskalandi. Rúmu hálfu ári eftir stríðið dó hann eftir bílslys í Þýskalandi. Hvað hét dáti sá?

3.   Hvað heitir söngleikurinn um líf Bubba Morthens sem frumsýndur var í Borgarleikhúsinu á útmánuðum 2020?

4.   Hvað heitir hinn þýski markvörður karlaliðs Barcelona í fótbolta?

5.   Í fyrra var ráðinn nýr forstjóri að Póstinum og þurfti hann að hefja mjög sársaukafullar aðhaldsaðgerðir vegna langvarandi taprekstrar. Forstjórinn heitir Birgir Jónsson en hann hafði fram að því verið kunnur fyrir önnur störf sín, allt annars eðlis. Hver voru þau?

6.   Kona nokkur á 19. öld var mjög fær píanóleikari og afar efnilegt tónskáld. Hún samdi til dæmis píanókonsert aðeins 14 ára gömul. Þegar hún var hálfþrítug hætti hún hins vegar að mestu að semja tónlist. „Ég hélt einu sinni að ég hefði sköpunargáfu,“ skrifaði hún, „en ég er búin að gefa þá hugmynd upp á bátinn. Kona má ekki þrá að semja tónlist. Engin kona hefur hingað til getað orðið tónskáld. Því skyldi ég búast við að verða sú fyrsta?“ Upp frá því lét konan sér nægja að sinna píanóleiknum og hlúa að eiginmanni sínum, sem var reyndar frægt og vel metið tónskáld, en átti við erfiðan geðsjúkdóm og fleiri kvilla að stríða. Hvað hét þessi kona?

7.   „Eitt sinn skaut hinn ofurlitli Amor / ör með segulstál ...“ Þannig hefst lagið Önnur sjónarmið eftir Hilmar Oddsson sem kom út á plötu árið 1986. Vinsæl leikkona söng lagið. Hvað hét hún?

8.   Hver var annars Amor?

9.   Hvað heitir höfuðborg Filippseyja?

10.   Kona ein var kunnur blaðamaður og ritstjóri á sínum yngri árum og ritstýrði þá tímaritunum Mannlíf og síðan Heimsmynd. Hún varð síðar doktor í lögum og hefur sinnt margvíslegum störfum á alþjóðavettvangi á því sviði. Árið 2014 var hún í forsetaframboði. Hvað heitir hún?

Svör:

1.   Svarti dauði.

2.   Patton.

3.   Níu líf.

4.   Ter Stegen.

5.   Hann var trommuleikari í þungarokkshljómsveitinni Dimmu.

6.   Clara Schumann.

7.   Edda Heiðrún Backman. Hér má heyra lagið.

8.   Lítið ástarkvikindi, rómverskt.

9.   Manila.

10.   Herdís Þorgeirsdóttir.

Og svörin við aukaspurningunum:

Bayeux-refillinn svokallaði lýsir orrustunni við Hastings 1066 þegar innrásarher Normanna sigraði Englandskóng.

Konan á neðri myndinni er söngkonan Adele.

  

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
3
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár