Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

99. spurningaþraut: Hver datt af hjólinu sínu á Mallorca og dó?

99. spurningaþraut: Hver datt af hjólinu sínu á Mallorca og dó?

Hér er þrautin frá gærdeginum. Prófið hana!

Aukaspurningar:

Hvaða boxari er það sem mundar hanska hér á efri myndinni?

Og hvað heitir staðurinn, sem sjá má á neðri myndinni?

En þá koma hér aðalspurningarnar tíu:

1.   Árið 2018 tók Ísland í fyrsta sinn þátt í heimsmeistaramóti karla í fótbolta. Mótið var háð í Rússlandi. Fyrsti leikur Íslands var við Argentínu og óvænt náðist 1-1 jafntefli. Hver skoraði mark Íslands?

2.   Síðasta áratuginn hafa Bretar vart ráðið sér af fögnuði yfir þrem bókum konu einnar sem fjalla allar í skáldsöguformi um ævi og störf Thomas Cromwell, ráðgjafa Hinriks kóngs áttunda. Nú þegar hefur verið gerð vinsæl sjónvarpssería eftir tveimur fyrstu bókunum og kallast Wolf Hall. Konan hefur fengið öll verðlaun sem í boði eru á Bretlandi og útnefnd „dama breska heimsveldisins“. Hvað heitir hún?

3.   Hvað heitir höfuðborgin í Sviss?

4.   Kona ein hét Christa Päffgen, hún fæddist í Þýskalandi 1938, sló í gegn sem fyrirsæta ung að árum og fór svo að fást við músík í New York þar sem hún söng með Velvet Underground, hljómsveit sem mjög tengdist nafni listamannsins Andy Warhols en raunar var Lou Reed aðalsprauta hljómsveitarinnar. Hún Christa okkar fékkst síðan við tónlist til æviloka en hún dó aðeins fimmtug þegar hún datt af reiðihjólinu sínu á Mallorca. Alltaf var hún kunnust undir gælunafni sem ljósmyndari einn gaf henni snemma á fyrirsætuferlinum. Hvað kallaðist hún?

5.   Ragnheiður Runólfsdóttir var aðeins önnur konan frá 1958 sem var útnefnd íþróttamaður ársins 1991 en hver var hennar íþróttagrein?

6.   Medea er kona ein kunn úr grískum þjóðsögum og goðsögum. Ekki er minning hennar þó sveipuð gleði og hamingju, því hún er kunn fyrir einn hræðilegasta verknað í samanlögðum goðsögunum - þótt hún sé raunar ekki ein um þennan glæp í fornum sögnum. Hvað gerði Medea af sér?

7.   Árið 1997 kom út bókin Elsku besta Binna mín eftir nýjan barnabókahöfund sem hefur síðan gefið út bók á ári, því sem næst, og flestallar náð miklum vinsældum. Einna kunnastar eru líklega bækur þar sem söguhetjan Fíasól leikur lausum hala. Hvað heitir höfundurinn?

8.   Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir heitir ráðherra í ríkisstjórn Íslands. En hún heitir ekki bara löngu nafni, heldur ber hún líka lengsta ráðherratitilinn. Hver er hann - orðréttur?

9.   Við hvaða fjörð stendur Akureyri?

10.   Hvaða gyðja norrænna manna ferðaðist um í vagni sem tveir dugmiklir kettir drógu?

Svörin eru þessi:

1.   Alfreð Finnbogason.

2.   Hilary Mantel.

3.   Bern.

4.   Nico. Hér má heyra hana flytja lagið eftirminnilega, All Tomorrow's Parties, með Velvet Underground.

5.   Sund.

6.   Hún myrti börn sín til að hefna sín á föður þeirra.

7.   Kristín Helga Gunnarsdóttir.

8.   Hún er ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

9.   Eyjafjörð.

10.   Freyja.

Aukaspurningarnar:

Á myndinni er að sjálfsögðu Pálmi Gestsson, sem er vissulega ekki boxari að meginstarfi en hefur hins vegar á leikaraferli sínum brugðist sér í flestra kvikinda líki.

Þar á meðal lék hann þann boxara sem á myndinni sést.

Á neðri myndinni er aftur á móti Inkaborgin Machu Picchu í Andesfjöllum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Píratar sættast og leyfa varamönnum að kjósa
6
Stjórnmál

Pírat­ar sætt­ast og leyfa vara­mönn­um að kjósa

Þór­hild­ur El­ín­ar­dótt­ir Magnús­dótt­ir, 24 ára tóm­stunda- og fé­lags­mála­fræð­ing­ur, hef­ur tek­ið við sem formað­ur fram­kvæmda­stjórn­ar Pírata sem í reynd má segja að sé æðsta lýð­ræð­is­lega embætti stjórn­mála­hreyf­ing­ar­inn­ar. Hall­dór Auð­ar Svans­son hef­ur stig­ið til hlið­ar úr því hlut­verki og vara­mönn­um í fram­kvæmda­stjórn verð­ur boð­ið að taka full­an þátt í starfi fram­kvæmda­stjórn­ar, með at­kvæð­is­rétt.
Ekkert skriflegt áhættumat og skipulag aðgerða „nokkuð óreiðukennt“
10
FréttirFéll í sprungu í Grindavík

Ekk­ert skrif­legt áhættumat og skipu­lag að­gerða „nokk­uð óreiðu­kennt“

Vinnu­eft­ir­lit­ið seg­ir að velta megi fyr­ir sér hvort að fyll­ing í sprungu við íbúð­ar­hús í Grinda­vík hafi ver­ið áhætt­unn­ar virði. Þeg­ar áhætta sé met­in ætti fyrsta spurn­ing­in alltaf að vera hvort „al­gjör­lega nauð­syn­legt“ sé að fram­kvæma til­tek­ið verk. Eft­ir­lit­ið hef­ur lok­ið rann­sókn sinni á hvarfi Lúð­víks Pét­urs­son­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
3
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Ólga og uppsögn eftir aðalfund Pírata
4
Fréttir

Ólga og upp­sögn eft­ir að­al­fund Pírata

Pírat­ar vinna að sátt­ar­til­lögu sem sögð er fela í sér um­deild­ar breyt­ing­ar á fram­kvæmda­stjórn flokks­ins. Ágrein­ing­ur bloss­aði upp á milli frá­far­andi og ný­kjör­inn­ar stjórn­ar í kjöl­far kosn­ing­ar á nýrri fram­kvæmda­stjórn. Atla Þór Fann­dal, sam­skipta­stjóra Pírata var sagt upp skömmu eft­ir að­al­fund­inn. „Ég var lát­inn fara bara vegna bræði þing­flokks­ins yf­ir þess­ari nið­ur­stöðu,“ seg­ir Atli Þór. Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Pírata, hafn­ar lýs­ingu Atla Þórs á at­burða­rás­inni.
Eru kannski að taka ranga hægri beygju
9
Greining

Eru kannski að taka ranga hægri beygju

Heim­ild­in fékk tvo al­manna­tengla sem eru með haus­inn á kafi í póli­tík til að pæla í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ann­ar þeirra seg­ist telja að með því að elta orð­ræðu Mið­flokks­ins sé Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að gera sér óleik. „Fólk er al­mennt ekki ras­ist­ar á Ís­landi,“ seg­ir Andrés Jóns­son. Björg­vin Guð­munds­son seg­ir marga Sjálf­stæð­is­menn í vanda, svo mikl­um að um­ræða sé far­in af stað um nýtt fram­boð á hægri kant­in­um. Og margt hefst með um­ræðu.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
8
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
9
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
10
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár