Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

96. spurningaþraut: Dvergur sem breyttist í ... hvað?

96. spurningaþraut: Dvergur sem breyttist í ... hvað?

Hér er spurningaþraut gærdagsins.

Og hér eru aukaspurningar dagsins:

Skoðið myndina hér að ofan. Hvað er það sem þar sést, næstum því allt?

Og sú seinni, hér að neðan: Hver er maðurinn?

En hér eru aðalspurningarnar, sem eru 10 að þessu sinni:

1.   Hvað hét stúlkan sem heimtaði höfuð Jóhannesar skírara að launum fyrir dans?

2.   Hver orti ljóðabálkinn Tímann og vatnið?

3.   En hver gaf í fyrra út bók um umhverfismál í víðum skilningi sem heitir Um tímann og vatnið?

4.   Hvað heitir höfuðborgin í Túnis?

5.   Hver lék aðalkvenhlutverkið í kvikmyndinni gömlu, Casablanca?

6.   Fáfnir hét dvergur einn úr norrænum goðsögum sem varð fyrir bölvun og breyttist þá í ... hvað?

7.   Hvað heitir hin stærsta af Vestmannaeyjum?

8.   Hvað hét fyrsta konan sem vann Nóbelsverðlaunin í bókmenntum? Það má fylgja sögunni að hún var sænsk.

9.   Algengasta nafnið sem páfar taka sér þegar þeir eru kjörnir til embættis er Jóhannes. En hvað er næst algengasta páfanafnið? Hér má það og fylgja sögunni að enginn páfi hefur tekið sér þetta nafn í tæp 200 ár.

10.   Hvaða lögreglustjóri hefur verið sakaður um að prenta klám á prentara embættisins og hátta sig í viðurvist undirmanna?

Svörin eru þessi:

1.   Salóme.

2.   Steinn Steinarr.

3.   Andri Snær Magnason.

4.   Túnis.

5.   Ingrid Bergman.

6.   Dreka eða orm, hvort tveggja telst vera rétt.

7.   Heimaey.

8.   Selma Lagerlöf.

9.   Gregoríus.

10.   Ólafur Helgi Kjartansson.

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni sést stærstur hluti af umslaginu utan um hina geysivinsælustu plötu Mugisons, Haglél.

Hér til hliðar má sjá plötuumslagið í heilu lagi.

Svarið við hinni spurningunni er að á neðri myndinni má sjá rithöfundinn George R.R. Martin, en hann hefur unnið sér til frægðar að skrifa múrsteina þá sem sem sjónvarpsseríurnar Game of Thrones eru gerðar eftir.

Aldrei þessu vant, þá dugar að vita að þetta sé höfundur Game of Thrones, nafnið á karli er ekki alveg nauðsynlegt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár