Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

96. spurningaþraut: Dvergur sem breyttist í ... hvað?

96. spurningaþraut: Dvergur sem breyttist í ... hvað?

Hér er spurningaþraut gærdagsins.

Og hér eru aukaspurningar dagsins:

Skoðið myndina hér að ofan. Hvað er það sem þar sést, næstum því allt?

Og sú seinni, hér að neðan: Hver er maðurinn?

En hér eru aðalspurningarnar, sem eru 10 að þessu sinni:

1.   Hvað hét stúlkan sem heimtaði höfuð Jóhannesar skírara að launum fyrir dans?

2.   Hver orti ljóðabálkinn Tímann og vatnið?

3.   En hver gaf í fyrra út bók um umhverfismál í víðum skilningi sem heitir Um tímann og vatnið?

4.   Hvað heitir höfuðborgin í Túnis?

5.   Hver lék aðalkvenhlutverkið í kvikmyndinni gömlu, Casablanca?

6.   Fáfnir hét dvergur einn úr norrænum goðsögum sem varð fyrir bölvun og breyttist þá í ... hvað?

7.   Hvað heitir hin stærsta af Vestmannaeyjum?

8.   Hvað hét fyrsta konan sem vann Nóbelsverðlaunin í bókmenntum? Það má fylgja sögunni að hún var sænsk.

9.   Algengasta nafnið sem páfar taka sér þegar þeir eru kjörnir til embættis er Jóhannes. En hvað er næst algengasta páfanafnið? Hér má það og fylgja sögunni að enginn páfi hefur tekið sér þetta nafn í tæp 200 ár.

10.   Hvaða lögreglustjóri hefur verið sakaður um að prenta klám á prentara embættisins og hátta sig í viðurvist undirmanna?

Svörin eru þessi:

1.   Salóme.

2.   Steinn Steinarr.

3.   Andri Snær Magnason.

4.   Túnis.

5.   Ingrid Bergman.

6.   Dreka eða orm, hvort tveggja telst vera rétt.

7.   Heimaey.

8.   Selma Lagerlöf.

9.   Gregoríus.

10.   Ólafur Helgi Kjartansson.

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni sést stærstur hluti af umslaginu utan um hina geysivinsælustu plötu Mugisons, Haglél.

Hér til hliðar má sjá plötuumslagið í heilu lagi.

Svarið við hinni spurningunni er að á neðri myndinni má sjá rithöfundinn George R.R. Martin, en hann hefur unnið sér til frægðar að skrifa múrsteina þá sem sem sjónvarpsseríurnar Game of Thrones eru gerðar eftir.

Aldrei þessu vant, þá dugar að vita að þetta sé höfundur Game of Thrones, nafnið á karli er ekki alveg nauðsynlegt.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu