Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

94. spurningaþraut: Hvað er empetrum nigrum og hvar er Gullbringa?

94. spurningaþraut: Hvað er empetrum nigrum og hvar er Gullbringa?

Hér er þrautin frá í gær.

En aukaspurningar eru þessar tvær:

Hvaða grísku goðsögu er lýst á því málverki sem sést hér að ofan og er sennilega eftir Bruegel eldri?

Og hver er á neðri myndinni?

Aðalspurningar:

1.   Jurt ein heitir á latínu empetrum nigrum og vex um allt Ísland. Latneska orðið  „nigrum“ í nafninu hennar þýðir „svart“ eins og ljóst má vera. Jurtin, sem er mjög lágreist, er þeirrar náttúru að hún kann betur við sig á berangri en í skjóli. Á vissum hluta ársins eru jafnvel fluttar fréttir í fjölmiðlum af viðgangi hennar það árið. Hver er þessi jurt?

2.   Jóhanna frá Örk var frönsk táningsstúlka sem lét að sér kveða í langvinnri styrjöld, sem ber hvaða nafn í mannkynssögunni?

3.   Hverjir töpuðu orrustunni við Dien Bien Phu?

4.   Gullbringusýsla hét sýsla ein fyrrum á tíð. Ekki er alveg fullkomlega á hreinu við hvað sýslan var kennd, en flestir telja þó að um sé að ræða svolítið fjall eða fell við stöðuvatn eitt. Hvaða stöðuvatn?

5.   Hvað hét leikarinn sem lék Tony Soprano í víðfrægum sjónvarpsþáttum um mafíufjölskyldu eina í Ameríku?

6.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Kingston?

7.   Bræður tveir voru í hljómsveitinni Utangarðsmönnum með Bubba Morthens. Hvaða eftirnafn báru þeir og bera enn?

8.   Hver var fyrsti íslenski söngvarinn sem söng við Metropolitan óperuna í New York?

9.   Kolbeinn Sigþórsson fótboltamaður lék á árunum 2011-2015 með hollensku fótboltaliði og skoraði 35 mörk í 105 leikjum. Hvað heitir þetta hollenska lið?

10.   Hver leikur Joyce Byers, aðalkvenhlutverkið í sjónvarpsseríunni Stranger Things?

Svörin:

1.   Krækiberjalyng.

2.   Hundrað ára stríðið.

3.   Frakkar.

4.   Kleifarvatn.

5.   James Gandolfini.

6.   Jamaica.

7.   Pollock.

8.   María Markan.

9.   Ajax.

10.   Winona Ryder.

Svarið við fyrri aukaspurningunni er goðsögnin um Íkarus sem flaug of nærri sólinni með vængi sem hann hafði límt á sig með vaxi (eða réttara sagt Dedalus faðir hans), svo vaxið bráðnaði og hann féll í sjóinn og drukknaði.

Þetta má sjá á þeim hluta málverksins, sem hér er til hliðar.

Á neðri myndinni má sjá skólapiltinn David Jones sem síðar kallaði sig David Bowie.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár