Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

94. spurningaþraut: Hvað er empetrum nigrum og hvar er Gullbringa?

94. spurningaþraut: Hvað er empetrum nigrum og hvar er Gullbringa?

Hér er þrautin frá í gær.

En aukaspurningar eru þessar tvær:

Hvaða grísku goðsögu er lýst á því málverki sem sést hér að ofan og er sennilega eftir Bruegel eldri?

Og hver er á neðri myndinni?

Aðalspurningar:

1.   Jurt ein heitir á latínu empetrum nigrum og vex um allt Ísland. Latneska orðið  „nigrum“ í nafninu hennar þýðir „svart“ eins og ljóst má vera. Jurtin, sem er mjög lágreist, er þeirrar náttúru að hún kann betur við sig á berangri en í skjóli. Á vissum hluta ársins eru jafnvel fluttar fréttir í fjölmiðlum af viðgangi hennar það árið. Hver er þessi jurt?

2.   Jóhanna frá Örk var frönsk táningsstúlka sem lét að sér kveða í langvinnri styrjöld, sem ber hvaða nafn í mannkynssögunni?

3.   Hverjir töpuðu orrustunni við Dien Bien Phu?

4.   Gullbringusýsla hét sýsla ein fyrrum á tíð. Ekki er alveg fullkomlega á hreinu við hvað sýslan var kennd, en flestir telja þó að um sé að ræða svolítið fjall eða fell við stöðuvatn eitt. Hvaða stöðuvatn?

5.   Hvað hét leikarinn sem lék Tony Soprano í víðfrægum sjónvarpsþáttum um mafíufjölskyldu eina í Ameríku?

6.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Kingston?

7.   Bræður tveir voru í hljómsveitinni Utangarðsmönnum með Bubba Morthens. Hvaða eftirnafn báru þeir og bera enn?

8.   Hver var fyrsti íslenski söngvarinn sem söng við Metropolitan óperuna í New York?

9.   Kolbeinn Sigþórsson fótboltamaður lék á árunum 2011-2015 með hollensku fótboltaliði og skoraði 35 mörk í 105 leikjum. Hvað heitir þetta hollenska lið?

10.   Hver leikur Joyce Byers, aðalkvenhlutverkið í sjónvarpsseríunni Stranger Things?

Svörin:

1.   Krækiberjalyng.

2.   Hundrað ára stríðið.

3.   Frakkar.

4.   Kleifarvatn.

5.   James Gandolfini.

6.   Jamaica.

7.   Pollock.

8.   María Markan.

9.   Ajax.

10.   Winona Ryder.

Svarið við fyrri aukaspurningunni er goðsögnin um Íkarus sem flaug of nærri sólinni með vængi sem hann hafði límt á sig með vaxi (eða réttara sagt Dedalus faðir hans), svo vaxið bráðnaði og hann féll í sjóinn og drukknaði.

Þetta má sjá á þeim hluta málverksins, sem hér er til hliðar.

Á neðri myndinni má sjá skólapiltinn David Jones sem síðar kallaði sig David Bowie.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu