94. spurningaþraut: Hvað er empetrum nigrum og hvar er Gullbringa?

94. spurningaþraut: Hvað er empetrum nigrum og hvar er Gullbringa?

Hér er þrautin frá í gær.

En aukaspurningar eru þessar tvær:

Hvaða grísku goðsögu er lýst á því málverki sem sést hér að ofan og er sennilega eftir Bruegel eldri?

Og hver er á neðri myndinni?

Aðalspurningar:

1.   Jurt ein heitir á latínu empetrum nigrum og vex um allt Ísland. Latneska orðið  „nigrum“ í nafninu hennar þýðir „svart“ eins og ljóst má vera. Jurtin, sem er mjög lágreist, er þeirrar náttúru að hún kann betur við sig á berangri en í skjóli. Á vissum hluta ársins eru jafnvel fluttar fréttir í fjölmiðlum af viðgangi hennar það árið. Hver er þessi jurt?

2.   Jóhanna frá Örk var frönsk táningsstúlka sem lét að sér kveða í langvinnri styrjöld, sem ber hvaða nafn í mannkynssögunni?

3.   Hverjir töpuðu orrustunni við Dien Bien Phu?

4.   Gullbringusýsla hét sýsla ein fyrrum á tíð. Ekki er alveg fullkomlega á hreinu við hvað sýslan var kennd, en flestir telja þó að um sé að ræða svolítið fjall eða fell við stöðuvatn eitt. Hvaða stöðuvatn?

5.   Hvað hét leikarinn sem lék Tony Soprano í víðfrægum sjónvarpsþáttum um mafíufjölskyldu eina í Ameríku?

6.   Í hvaða landi heitir höfuðborgin Kingston?

7.   Bræður tveir voru í hljómsveitinni Utangarðsmönnum með Bubba Morthens. Hvaða eftirnafn báru þeir og bera enn?

8.   Hver var fyrsti íslenski söngvarinn sem söng við Metropolitan óperuna í New York?

9.   Kolbeinn Sigþórsson fótboltamaður lék á árunum 2011-2015 með hollensku fótboltaliði og skoraði 35 mörk í 105 leikjum. Hvað heitir þetta hollenska lið?

10.   Hver leikur Joyce Byers, aðalkvenhlutverkið í sjónvarpsseríunni Stranger Things?

Svörin:

1.   Krækiberjalyng.

2.   Hundrað ára stríðið.

3.   Frakkar.

4.   Kleifarvatn.

5.   James Gandolfini.

6.   Jamaica.

7.   Pollock.

8.   María Markan.

9.   Ajax.

10.   Winona Ryder.

Svarið við fyrri aukaspurningunni er goðsögnin um Íkarus sem flaug of nærri sólinni með vængi sem hann hafði límt á sig með vaxi (eða réttara sagt Dedalus faðir hans), svo vaxið bráðnaði og hann féll í sjóinn og drukknaði.

Þetta má sjá á þeim hluta málverksins, sem hér er til hliðar.

Á neðri myndinni má sjá skólapiltinn David Jones sem síðar kallaði sig David Bowie.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár