Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

91. spurningaþraut: Ástargyðjan, mamma Kim Kardashian, og fleira

91. spurningaþraut: Ástargyðjan, mamma Kim Kardashian, og fleira

Hérna er þrautin frá í gær.

Aukaspurningar eru:

Hvað er að gerast á efri myndinni, býsna nákvæmlega?

Hvað kvikmyndaplakat sést (að hluta) á neðri myndinni?

Aðalspurningar tíu:

E1.   Hvað eiga þessir staðir sameiginlegt: Vaivara, Hinzert, Kaiserwald, Mittelbau-Dora og Gross-Rosen?

2.   Geimfarið Von lagði nýlega af stað til Mars. Á ensku er geimfarið kallað Hope en á arabísku مسبار الأمل‎, og það skiptir máli því geimfarið er hið fyrsta sem gert er út af Arabaríki. Hvaða ríki er það?

3.   Hvítá í Árnessýslu á upptök sín í stöðuvatni upp undir Langjökli, þar sem Norðurjökull skríður fram. Hvað heitir stöðuvatnið?

4.   Hvað nefndist ástargyðja Forn-Grikkja?

5.   Það er ógleymanlegt höfundi þessara spurninga að einn af stórköllum Sturlungaaldar átti son sem bar það sérkennilega nafn Órækja. Muna fleiri eftir því hver sá stórkall var?

6.   Kim Kardashian er fræg amerísk sjónvarpsstjarna. Hvað heitir móðir hennar?

7.   En til hvaða þjóðar gat ættfaðirinn Robert Kardashian (faðir Kim) rakið uppruna sinn?

8.   Gwyneth Paltrow heitir amerísk leikkona. Hún fékk einu sinni Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki eftir að hafa slegið í gegn árið 1998 í myndinni ... tja, hvaða mynd?

9.   Kiri Te Kanawa er óperusöngkona og var í allra fremstu röð fyrir ekki svo löngu. Frá hvaða landi er hún?

10.   Sveinn Ólafur Gunnarsson fékk Grímuverðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla nú fyrir skemmstu. Hann lék í sýningu sem leikhópurinn Óskabörn ógæfunnar setti upp í Tjarnarbíó. Hvað hét leikritið?

1.   Þetta voru allt fangabúðir á vegum þýskra nasista í síðari heimsstyrjöld, þótt smærri væru í sniðum en stóru útrýmingarbúðirnar.

2.   Sameinuðu arabísku furstadæmin.

3.   Hvítárvatn.

4.   Afródíta.

5.   Snorri Sturluson.

6.   Kris eða Kristen Jenner.

7.   Armena.

8.   Shakespeare in Love.

9.   Nýja-Sjálandi.

10.  Rocky. 

En þá eru það aukaspurningarnar.

Efri myndin er úr teiknimyndasögu sem gerð var eftir sögunni um Moby Dick. Það dugar ekki að segja „hvalveiðar“ heldur verður að nefna Moby Dick, enda er hvalurinn auðsjáanlega hvítur, sjá hér:

Og plakatið, sem sést brot af á neðri myndinni, var gert til að auglýsa myndina Rocky. Sjá hér:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu