Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

91. spurningaþraut: Ástargyðjan, mamma Kim Kardashian, og fleira

91. spurningaþraut: Ástargyðjan, mamma Kim Kardashian, og fleira

Hérna er þrautin frá í gær.

Aukaspurningar eru:

Hvað er að gerast á efri myndinni, býsna nákvæmlega?

Hvað kvikmyndaplakat sést (að hluta) á neðri myndinni?

Aðalspurningar tíu:

E1.   Hvað eiga þessir staðir sameiginlegt: Vaivara, Hinzert, Kaiserwald, Mittelbau-Dora og Gross-Rosen?

2.   Geimfarið Von lagði nýlega af stað til Mars. Á ensku er geimfarið kallað Hope en á arabísku مسبار الأمل‎, og það skiptir máli því geimfarið er hið fyrsta sem gert er út af Arabaríki. Hvaða ríki er það?

3.   Hvítá í Árnessýslu á upptök sín í stöðuvatni upp undir Langjökli, þar sem Norðurjökull skríður fram. Hvað heitir stöðuvatnið?

4.   Hvað nefndist ástargyðja Forn-Grikkja?

5.   Það er ógleymanlegt höfundi þessara spurninga að einn af stórköllum Sturlungaaldar átti son sem bar það sérkennilega nafn Órækja. Muna fleiri eftir því hver sá stórkall var?

6.   Kim Kardashian er fræg amerísk sjónvarpsstjarna. Hvað heitir móðir hennar?

7.   En til hvaða þjóðar gat ættfaðirinn Robert Kardashian (faðir Kim) rakið uppruna sinn?

8.   Gwyneth Paltrow heitir amerísk leikkona. Hún fékk einu sinni Óskarsverðlaun fyrir leik í aðalhlutverki eftir að hafa slegið í gegn árið 1998 í myndinni ... tja, hvaða mynd?

9.   Kiri Te Kanawa er óperusöngkona og var í allra fremstu röð fyrir ekki svo löngu. Frá hvaða landi er hún?

10.   Sveinn Ólafur Gunnarsson fékk Grímuverðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla nú fyrir skemmstu. Hann lék í sýningu sem leikhópurinn Óskabörn ógæfunnar setti upp í Tjarnarbíó. Hvað hét leikritið?

1.   Þetta voru allt fangabúðir á vegum þýskra nasista í síðari heimsstyrjöld, þótt smærri væru í sniðum en stóru útrýmingarbúðirnar.

2.   Sameinuðu arabísku furstadæmin.

3.   Hvítárvatn.

4.   Afródíta.

5.   Snorri Sturluson.

6.   Kris eða Kristen Jenner.

7.   Armena.

8.   Shakespeare in Love.

9.   Nýja-Sjálandi.

10.  Rocky. 

En þá eru það aukaspurningarnar.

Efri myndin er úr teiknimyndasögu sem gerð var eftir sögunni um Moby Dick. Það dugar ekki að segja „hvalveiðar“ heldur verður að nefna Moby Dick, enda er hvalurinn auðsjáanlega hvítur, sjá hér:

Og plakatið, sem sést brot af á neðri myndinni, var gert til að auglýsa myndina Rocky. Sjá hér:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sendu skip til Grænlands
1
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
3
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
4
Aðsent

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld­in og lands­byggð­in

Eng­in vit­ræn rök eru fyr­ir því að hækk­un veiði­gjalds­ins leiði til þess­ara ham­fara, skrif­ar Indriði Þor­láks­son um mál­flutn­ing Sam­taka fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi vegna fyr­ir­hug­aðr­ar breyt­ing­ar á út­reikn­ingi veiði­gjalda. „Að sumu leyti minn­ir þessi púka­blíst­ur­her­ferð á ástand­ið vest­an­hafs þar sem fals­upp­lýs­ing­um er dreift til að kæfa vit­ræna um­ræðu,“ skrif­ar hann.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
5
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár