Aukaspurningar:
Úr hvaða frægu kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?
Og hvað heitir dýrið á neðri myndinni?
1. Í hvaða landi býr þjóð Oglala?
2. Í hvaða íþróttagrein á Íslandi er keppt í Mizuno-deildinni?
3. Undanfarin tæp 80 ár hefur aðeins einn einstaklingur með fyrsta stafinn Í í nafninu sínu verið kosinn á þing. Hver er það?
4. Ferdinand Magellan lagði upp í leiðangur með mönnum síðan 1519. Leiðangurinn varð sá fyrsti sem sigldi kringum allan heiminn, en Magellan sjálfur komst ekki alla leið því hann var drepinn ... hvar?
5. Árið 1973 kom Richard Nixon Bandaríkjaforseti til Íslands að hitta annan þjóðarleiðtoga. Hver var sá?
6. Hver var fyrsta konan sem leikstýrði kvikmynd í fullri lengd á Íslandi? Það var árið 1982.
7. Hvað heitir höfuðborgin í Tjíle?
8. Hvað heitir stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu?
9. Hver skrifaði skáldsöguna „Elín, ýmislegt“ og fékk fyrir íslensku bókmenntaverðlaunin 2017?
10. Valentína Tereshkova er kona rúmlega áttræð, hún hefur verið fallhlífarstökkvari, verksmiðjustúlka, verkfræðingur, þingmaður og sitthvað fleira. Hér er þó ótalið það sem gerði hana víðfræga á sínum tíma. Hvað var það?

1. Bandaríkjunum.
2. Blaki.
3. Ísólfur Gylfi Pálmason.
4. Á Filippseyjum.
5. Pompidou forseta Frakklands.
6. Róska.
7. Santiago.
8. Sikiley.
9. Kristín Eiríksdóttir.
10. Fyrsta konan sem skaust út í geiminn.
Svör við aukaspurningum:
Apocalypse Now.
Og dýrið er rauðpanda.
Athugasemdir