88. spurningaþraut: Í hvaða landi býr þjóð Oglala, og fleira?

88. spurningaþraut: Í hvaða landi býr þjóð Oglala, og fleira?

Aukaspurningar:

Úr hvaða frægu kvikmynd er skjáskotið hér að ofan?

Og hvað heitir dýrið á neðri myndinni?

1.   Í hvaða landi býr þjóð Oglala?

2.   Í hvaða íþróttagrein á Íslandi er keppt í Mizuno-deildinni?

3.   Undanfarin tæp 80 ár hefur aðeins einn einstaklingur með fyrsta stafinn Í í nafninu sínu verið kosinn á þing. Hver er það?

4.   Ferdinand Magellan lagði upp í leiðangur með mönnum síðan 1519. Leiðangurinn varð sá fyrsti sem sigldi kringum allan heiminn, en Magellan sjálfur komst ekki alla leið því hann var drepinn ... hvar?

5.   Árið 1973 kom Richard Nixon Bandaríkjaforseti til Íslands að hitta annan þjóðarleiðtoga. Hver var sá?

6.   Hver var fyrsta konan sem leikstýrði kvikmynd í fullri lengd á Íslandi? Það var árið 1982.

7.   Hvað heitir höfuðborgin í Tjíle?

8.  Hvað heitir stærsta eyjan í Miðjarðarhafinu?

9.   Hver skrifaði skáldsöguna „Elín, ýmislegt“ og fékk fyrir íslensku bókmenntaverðlaunin 2017?

10.   Valentína Tereshkova er kona rúmlega áttræð, hún hefur verið fallhlífarstökkvari, verksmiðjustúlka, verkfræðingur, þingmaður og sitthvað fleira. Hér er þó ótalið það sem gerði hana víðfræga á sínum tíma. Hvað var það?

1.   Bandaríkjunum.

2.   Blaki.

3.   Ísólfur Gylfi Pálmason.

4.   Á Filippseyjum.

5.   Pompidou forseta Frakklands.

6.   Róska.

7.   Santiago.

8.   Sikiley.

9.   Kristín Eiríksdóttir.

10.   Fyrsta konan sem skaust út í geiminn.

Hér er þrautin frá í gær.

Svör við aukaspurningum:

Apocalypse Now.

Og dýrið er rauðpanda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár