Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

87. spurningaþraut: Skrímsli með þúsund augu og 1 með hundrað núllum

87. spurningaþraut: Skrímsli með þúsund augu og 1 með hundrað núllum

Aukaspurningar:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan?

Lauf hvaða trjátegundar má sjá á neðri myndinni?

Þá eru það aðalspurningarnar tíu!

1.   Árið 2007 skilaði karl nokkur á Bretlandi doktorsritgerð í stjörnufræði sem nefndist „A Survey of Radial Velocities in the Zodiacal Dust Cloud“. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi nema af því karl þessi var, jafnframt stjörnufræðinni, gítarleikari í frægri hljómsveit. Hvað heitir hljómsveitin sú?

2.   Hvað heitir fljótið sem fellur til sjávar þar sem borgin New York rís?

3.   Árið 1916 voru þingkosningar á Íslandi. Í aðdraganda kosninganna bar það til tíðinda að hinn þáverandi Sjálfstæðisflokkur klofnaði og buðu bæði flokksbrotin fram í kosningunum. Í munni kjósenda fengu þau nokkuð undarleg nöfn. Hver voru þau?

4.   Í norður frá Reykjavík séð blasa við þrjú fjöll - Akrafjall, Skarðsheiði og Esjan. Hvert þeirra er hæst?

5.   Osló heitir fjölmennasta borg Noregs og Björgvin eða Bergen sú næstfjölmennasta. En hvaða borg þar í landi er í þriðja sæti?

6.   Fyrirtæki eitt fékk nafn af fræðiheitinu yfir töluna 10,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000, það er að segja 1 með 100 núllum fyrir aftan. Reyndar misrituðu stofnendur fyrirtækisins þetta fræðiheiti en misritunin hefur síðan haldið sér í nafni fyrirtækisins.

7.   „Til eru fræ sem fengu þennan dóm ...“ Hvaða dóm?

8.   Enski skákmeistarinn Tony heitinn Miles talaði einu sinni um ákveðinn skákmeistara sem „skrímslið með þúsund augun“. Hver var meistari þessi?

9.   Rachel Green hét vinmörg persóna ein. Hver fór með hlutverk hennar?

10.   Við Sinfóníuhljómsveit Íslands eru tveir fiðluleikarar sem kallast „1. konsertmeistari“. Nicola Lolli heitir annar þeirra, en hvað heitir hinn?

Svörin:

1.   Queen.

2.   Hudson.

3.   Þversum og langsum.

4.   Skarðsheiði, hæsti tindurinn er Heiðarhorn sem er 1.054 metrar.

5.   Þrándheimur.

6.   Google. Talan heitir í raun googol.

7.   „Að falla í jörð og verða aldrei blóm.“

8.   Garrí Kasparov.

9.   Jennifer Aniston.

10.   Sigrún Eðvaldsdóttir.

Hér eru svo fyrst spurningarnar frá í gær.

En svörin við aukaspurningunum eru þau að á efri myndinni má sjá Julie Andrews í hlutverki sínu í kvikmyndaútgáfu söngleiksins The Sound of Music (sjá mynd) en á neðri myndinni er einfaldlega um að ræða birki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
4
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár