Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

87. spurningaþraut: Skrímsli með þúsund augu og 1 með hundrað núllum

87. spurningaþraut: Skrímsli með þúsund augu og 1 með hundrað núllum

Aukaspurningar:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan?

Lauf hvaða trjátegundar má sjá á neðri myndinni?

Þá eru það aðalspurningarnar tíu!

1.   Árið 2007 skilaði karl nokkur á Bretlandi doktorsritgerð í stjörnufræði sem nefndist „A Survey of Radial Velocities in the Zodiacal Dust Cloud“. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi nema af því karl þessi var, jafnframt stjörnufræðinni, gítarleikari í frægri hljómsveit. Hvað heitir hljómsveitin sú?

2.   Hvað heitir fljótið sem fellur til sjávar þar sem borgin New York rís?

3.   Árið 1916 voru þingkosningar á Íslandi. Í aðdraganda kosninganna bar það til tíðinda að hinn þáverandi Sjálfstæðisflokkur klofnaði og buðu bæði flokksbrotin fram í kosningunum. Í munni kjósenda fengu þau nokkuð undarleg nöfn. Hver voru þau?

4.   Í norður frá Reykjavík séð blasa við þrjú fjöll - Akrafjall, Skarðsheiði og Esjan. Hvert þeirra er hæst?

5.   Osló heitir fjölmennasta borg Noregs og Björgvin eða Bergen sú næstfjölmennasta. En hvaða borg þar í landi er í þriðja sæti?

6.   Fyrirtæki eitt fékk nafn af fræðiheitinu yfir töluna 10,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000, það er að segja 1 með 100 núllum fyrir aftan. Reyndar misrituðu stofnendur fyrirtækisins þetta fræðiheiti en misritunin hefur síðan haldið sér í nafni fyrirtækisins.

7.   „Til eru fræ sem fengu þennan dóm ...“ Hvaða dóm?

8.   Enski skákmeistarinn Tony heitinn Miles talaði einu sinni um ákveðinn skákmeistara sem „skrímslið með þúsund augun“. Hver var meistari þessi?

9.   Rachel Green hét vinmörg persóna ein. Hver fór með hlutverk hennar?

10.   Við Sinfóníuhljómsveit Íslands eru tveir fiðluleikarar sem kallast „1. konsertmeistari“. Nicola Lolli heitir annar þeirra, en hvað heitir hinn?

Svörin:

1.   Queen.

2.   Hudson.

3.   Þversum og langsum.

4.   Skarðsheiði, hæsti tindurinn er Heiðarhorn sem er 1.054 metrar.

5.   Þrándheimur.

6.   Google. Talan heitir í raun googol.

7.   „Að falla í jörð og verða aldrei blóm.“

8.   Garrí Kasparov.

9.   Jennifer Aniston.

10.   Sigrún Eðvaldsdóttir.

Hér eru svo fyrst spurningarnar frá í gær.

En svörin við aukaspurningunum eru þau að á efri myndinni má sjá Julie Andrews í hlutverki sínu í kvikmyndaútgáfu söngleiksins The Sound of Music (sjá mynd) en á neðri myndinni er einfaldlega um að ræða birki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu