Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

87. spurningaþraut: Skrímsli með þúsund augu og 1 með hundrað núllum

87. spurningaþraut: Skrímsli með þúsund augu og 1 með hundrað núllum

Aukaspurningar:

Hvað heitir konan á myndinni hér að ofan?

Lauf hvaða trjátegundar má sjá á neðri myndinni?

Þá eru það aðalspurningarnar tíu!

1.   Árið 2007 skilaði karl nokkur á Bretlandi doktorsritgerð í stjörnufræði sem nefndist „A Survey of Radial Velocities in the Zodiacal Dust Cloud“. Þetta væri nú ekki í frásögur færandi nema af því karl þessi var, jafnframt stjörnufræðinni, gítarleikari í frægri hljómsveit. Hvað heitir hljómsveitin sú?

2.   Hvað heitir fljótið sem fellur til sjávar þar sem borgin New York rís?

3.   Árið 1916 voru þingkosningar á Íslandi. Í aðdraganda kosninganna bar það til tíðinda að hinn þáverandi Sjálfstæðisflokkur klofnaði og buðu bæði flokksbrotin fram í kosningunum. Í munni kjósenda fengu þau nokkuð undarleg nöfn. Hver voru þau?

4.   Í norður frá Reykjavík séð blasa við þrjú fjöll - Akrafjall, Skarðsheiði og Esjan. Hvert þeirra er hæst?

5.   Osló heitir fjölmennasta borg Noregs og Björgvin eða Bergen sú næstfjölmennasta. En hvaða borg þar í landi er í þriðja sæti?

6.   Fyrirtæki eitt fékk nafn af fræðiheitinu yfir töluna 10,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000,​000, það er að segja 1 með 100 núllum fyrir aftan. Reyndar misrituðu stofnendur fyrirtækisins þetta fræðiheiti en misritunin hefur síðan haldið sér í nafni fyrirtækisins.

7.   „Til eru fræ sem fengu þennan dóm ...“ Hvaða dóm?

8.   Enski skákmeistarinn Tony heitinn Miles talaði einu sinni um ákveðinn skákmeistara sem „skrímslið með þúsund augun“. Hver var meistari þessi?

9.   Rachel Green hét vinmörg persóna ein. Hver fór með hlutverk hennar?

10.   Við Sinfóníuhljómsveit Íslands eru tveir fiðluleikarar sem kallast „1. konsertmeistari“. Nicola Lolli heitir annar þeirra, en hvað heitir hinn?

Svörin:

1.   Queen.

2.   Hudson.

3.   Þversum og langsum.

4.   Skarðsheiði, hæsti tindurinn er Heiðarhorn sem er 1.054 metrar.

5.   Þrándheimur.

6.   Google. Talan heitir í raun googol.

7.   „Að falla í jörð og verða aldrei blóm.“

8.   Garrí Kasparov.

9.   Jennifer Aniston.

10.   Sigrún Eðvaldsdóttir.

Hér eru svo fyrst spurningarnar frá í gær.

En svörin við aukaspurningunum eru þau að á efri myndinni má sjá Julie Andrews í hlutverki sínu í kvikmyndaútgáfu söngleiksins The Sound of Music (sjá mynd) en á neðri myndinni er einfaldlega um að ræða birki.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár