Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

84. spurningaþraut: Í hvernig litri treyju var Valtýr?

84. spurningaþraut: Í hvernig litri treyju var Valtýr?

Á myndinni hér að ofan má sjá Brynhildi Guðjónsdóttur í hlutverki sínu í sýningu í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Hvað var hún að leik í svo ótóttlegum búning?

Og síðari aukaspurningin er einfaldlega þessi:

Hver er á myndinni?

En hér eru aðalspurningar:

1.   Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness segir frá bóndanum Steinari undir Steinahlíðum?

2.   Hver leikstýrði kvikmyndinni Nói albínói?

3.   Keyri maður frá Djúpavogi og austur og norður, hver er þá næsti þéttbýlisstaður sem maður kemur að?

4.   Hvað hét fyrri kona Ólafs Ragnars Grímssonar forseta?

5.   Amiina hét hljómsveit ein sem stofnuð var á Íslandi laust fyrir síðustu aldamót og hefur unnið mikið með Sigur Rós. Upphaflega var Amiina alveg ákveðin tegund af hljómsveit, og þess má sjá merki í fullu nafni hljómsveitarinnar upprunalega, en síðan hefur það nú breyst. En hvernig hljómsveit var Amiina í byrjun?

6.   Hver tók við sem forsætisráðherra Íslands eftir að Bjarni Benediktsson fórst í eldsvoða á Þingvöllum 1970?

7.   Hver skrifaði bókina „Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett“?

(Spurningin hér að ofan mun vera þúsundasta spurningin í þessari þrautahrinu, hafi einhver áhuga á því.)

8.   Liv Bergþórsdóttir var lengi forstjóri fjarskiptafyrirtækisins Nova. En hún var líka stjórnarformaður í öðru, ekki síður áberandi fyrirtæki þau sömu ár. Hvaða fyrirtæki var það?

9.   Hvað heitir höfuðborg Norður-Írlands?

10.   Í hvernig litri treyju var Valtýr?

Og þá eru þau hér, svörin:

1.   Paradísarheimt.

2.   Dagur Kári.

3.   Breiðdalsvík.

4.   Guðrún Þorbergsdóttir.

5.   Strengjasveit.

6.   Jóhann Hafstein.

7.   Elísabet Kristín Jökulsdóttir.

8.   WOW.

9.   Belfast.

10.   Grænni. Hér er vísað til þjóðsögu um morðingjann „Valtý á grænni treyju“.

Hér er þrautin frá í gær.

Og svörin við aukaspurningum:

Brynhildur var að leika Njál á Bergþórshvoli.

Neðri myndin sýnir Hildi Guðnadóttur tónskáld, sjá hér:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu