84. spurningaþraut: Í hvernig litri treyju var Valtýr?

84. spurningaþraut: Í hvernig litri treyju var Valtýr?

Á myndinni hér að ofan má sjá Brynhildi Guðjónsdóttur í hlutverki sínu í sýningu í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Hvað var hún að leik í svo ótóttlegum búning?

Og síðari aukaspurningin er einfaldlega þessi:

Hver er á myndinni?

En hér eru aðalspurningar:

1.   Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness segir frá bóndanum Steinari undir Steinahlíðum?

2.   Hver leikstýrði kvikmyndinni Nói albínói?

3.   Keyri maður frá Djúpavogi og austur og norður, hver er þá næsti þéttbýlisstaður sem maður kemur að?

4.   Hvað hét fyrri kona Ólafs Ragnars Grímssonar forseta?

5.   Amiina hét hljómsveit ein sem stofnuð var á Íslandi laust fyrir síðustu aldamót og hefur unnið mikið með Sigur Rós. Upphaflega var Amiina alveg ákveðin tegund af hljómsveit, og þess má sjá merki í fullu nafni hljómsveitarinnar upprunalega, en síðan hefur það nú breyst. En hvernig hljómsveit var Amiina í byrjun?

6.   Hver tók við sem forsætisráðherra Íslands eftir að Bjarni Benediktsson fórst í eldsvoða á Þingvöllum 1970?

7.   Hver skrifaði bókina „Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett“?

(Spurningin hér að ofan mun vera þúsundasta spurningin í þessari þrautahrinu, hafi einhver áhuga á því.)

8.   Liv Bergþórsdóttir var lengi forstjóri fjarskiptafyrirtækisins Nova. En hún var líka stjórnarformaður í öðru, ekki síður áberandi fyrirtæki þau sömu ár. Hvaða fyrirtæki var það?

9.   Hvað heitir höfuðborg Norður-Írlands?

10.   Í hvernig litri treyju var Valtýr?

Og þá eru þau hér, svörin:

1.   Paradísarheimt.

2.   Dagur Kári.

3.   Breiðdalsvík.

4.   Guðrún Þorbergsdóttir.

5.   Strengjasveit.

6.   Jóhann Hafstein.

7.   Elísabet Kristín Jökulsdóttir.

8.   WOW.

9.   Belfast.

10.   Grænni. Hér er vísað til þjóðsögu um morðingjann „Valtý á grænni treyju“.

Hér er þrautin frá í gær.

Og svörin við aukaspurningum:

Brynhildur var að leika Njál á Bergþórshvoli.

Neðri myndin sýnir Hildi Guðnadóttur tónskáld, sjá hér:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár