Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

84. spurningaþraut: Í hvernig litri treyju var Valtýr?

84. spurningaþraut: Í hvernig litri treyju var Valtýr?

Á myndinni hér að ofan má sjá Brynhildi Guðjónsdóttur í hlutverki sínu í sýningu í Borgarleikhúsinu fyrir nokkrum árum. Hvað var hún að leik í svo ótóttlegum búning?

Og síðari aukaspurningin er einfaldlega þessi:

Hver er á myndinni?

En hér eru aðalspurningar:

1.   Í hvaða skáldsögu Halldórs Laxness segir frá bóndanum Steinari undir Steinahlíðum?

2.   Hver leikstýrði kvikmyndinni Nói albínói?

3.   Keyri maður frá Djúpavogi og austur og norður, hver er þá næsti þéttbýlisstaður sem maður kemur að?

4.   Hvað hét fyrri kona Ólafs Ragnars Grímssonar forseta?

5.   Amiina hét hljómsveit ein sem stofnuð var á Íslandi laust fyrir síðustu aldamót og hefur unnið mikið með Sigur Rós. Upphaflega var Amiina alveg ákveðin tegund af hljómsveit, og þess má sjá merki í fullu nafni hljómsveitarinnar upprunalega, en síðan hefur það nú breyst. En hvernig hljómsveit var Amiina í byrjun?

6.   Hver tók við sem forsætisráðherra Íslands eftir að Bjarni Benediktsson fórst í eldsvoða á Þingvöllum 1970?

7.   Hver skrifaði bókina „Ástin ein taugahrúga. Enginn dans við Ufsaklett“?

(Spurningin hér að ofan mun vera þúsundasta spurningin í þessari þrautahrinu, hafi einhver áhuga á því.)

8.   Liv Bergþórsdóttir var lengi forstjóri fjarskiptafyrirtækisins Nova. En hún var líka stjórnarformaður í öðru, ekki síður áberandi fyrirtæki þau sömu ár. Hvaða fyrirtæki var það?

9.   Hvað heitir höfuðborg Norður-Írlands?

10.   Í hvernig litri treyju var Valtýr?

Og þá eru þau hér, svörin:

1.   Paradísarheimt.

2.   Dagur Kári.

3.   Breiðdalsvík.

4.   Guðrún Þorbergsdóttir.

5.   Strengjasveit.

6.   Jóhann Hafstein.

7.   Elísabet Kristín Jökulsdóttir.

8.   WOW.

9.   Belfast.

10.   Grænni. Hér er vísað til þjóðsögu um morðingjann „Valtý á grænni treyju“.

Hér er þrautin frá í gær.

Og svörin við aukaspurningum:

Brynhildur var að leika Njál á Bergþórshvoli.

Neðri myndin sýnir Hildi Guðnadóttur tónskáld, sjá hér:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár