Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

82. spurningaþraut: Hvaða hnetum er sérstaklega mælt með í Biblíunni?

82. spurningaþraut: Hvaða hnetum er sérstaklega mælt með í Biblíunni?

Aukaspurningar eru tvær:

Hver er lengst til vinstri á efri myndinni - sá sem aðeins sést í handlegg á?

Af hvaða víðfrægu tegund er skriðdrekinn á neðri myndinni?

En hér eru svo aðalspurningarnar:

1.   Árið 1968 kom út í Þýskalandi bók eftir svissneskan hótelhaldara sem einmitt um þær mundir var verið að dæma í fangelsi fyrir fjársvik. Bókin hans sló í gegn og gerði honum kleift að borga allar sektir vegna fjársvikanna og lifa síðan í vellystingum upp frá því, enda hefur hann haldið áfram að skrifa, og alltaf lagt út af sömu kenningunni og fyrsta bókin fjallaði um. Höfundurinn heitir  Erich von Däniken, en hver er sú kenning sem hann fjallar um í bókum sínum?

2.   Í  hvaða landi heitir höfuðborgin Bratislava?

3.   Fjölmennustu ríkin, sem eru að minnsta kosti að hluta í Evrópu, eru Rússland og Tyrkland. En hvaða ríki er í þriðja sæti yfir fjölmennustu Evrópuríkin?

4.   Árið 2003 gerðist það að kvikmynd ein var tilnefnd til 11 Óskarsverðlauna og vann þau öll. Hvaða sigursæla kvikmynd var þetta?

5.   Í fyrstu Mósebók stendur: „Þá sagði [Jakob] faðir þeirra við þá: „Ef svo verður að vera, þá gjörið þetta: Takið af gæðum landsins í sekki yðar og færið manninum að gjöf lítið eitt af balsami og lítið eitt af hunangi, reykelsi og myrru, [síðan ákveðna tegund af hnetum] og möndlur.““ Hvers konar hnetur nefndi Jakob þarna?

6.   Bretar hafa þann sið að veita fólki, sem þykir hafa unnið einhver afrek í starfi sínu, aðalstign og heita karlar síðan „sir Hittogþetta“ en konur „dame Hittogþetta“. Helstu leikarar Breta fá gjarnan þessa tign og síðasta leikkonan sem fékk titilinn „dama“ var útnegnd nú í byrjun árs. Hún hefur reyndar yfirleitt ekki verið talin í hópi mjög dramatískra leikkvenna, heldur er hún enn þekktust fyrir hlutverk sitt í heldur galgopalegum amerískum söngleik frá 1978. Þá var hún þrítug en lék töluvert yngri stúlku. Hún er oft talin vera áströlsk en fæddist samt á Bretlandi. Hvað heitir þessi dama?

7.   Áberandi stjörnuhópur á himni er kallaður Plógurinn á Bretlandi en Big Dipper, eða Stóri skaftpotturinn í Norður-Ameríku. Hvað kallast stjörnuhópurinn á íslensku?

8.   Í fyrra var tilkynnt að hin pólska Olga Tokarczuk hefði hlotið tiltekna viðurkenningu þótt sú viðurkenning ætti við árið 2018 en ekki 2019. Hún er fimmti Pólverjinn sem fær þessa viðurkenningu en á undan henni voru þau Henryk Sienkiewicz, Władysław Reymont, Czesław Miłosz og Wisława Szymborska. Hvaða viðurkenning var þetta sem Olgu Tokarczuk hlotnaðist?

9.   Hver hefur skorað flest mörk fyrir íslenska landsliðið í fótbolta í kvennaflokki?

10.   Hvað er hæsta fjallið í vestanverðri Evrópu, það er að segja utan Rússlands?

Svörin:

1.   Að hinir fornu guðir mannkynsins hafi í raun verið geimfarar frá öðrum hnöttum.

2.   Slóvakíu.

3.   Þýskaland.

4.   Þriðja Lord of the Rings-mynd: The Return of the King.

5.   Pistasíuhnetur.

6.   Olivia Newton-John.

7.   Karlsvagninn.

8.   Nóbelsverðlaun í bókmenntum.

9.   Margrét Lára Viðarsdóttir.

10.   Mont Blanc.

Hér er þrautin frá í gær, en svörin við aukaspurningunum eru þessi:

Stalín vantaði á myndina.

Hér er hann með félögum sínum: Krústjov, Malenkov, Beria og Molotov.

Skriðdrekinn kallaðist Tiger.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár