Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

82. spurningaþraut: Hvaða hnetum er sérstaklega mælt með í Biblíunni?

82. spurningaþraut: Hvaða hnetum er sérstaklega mælt með í Biblíunni?

Aukaspurningar eru tvær:

Hver er lengst til vinstri á efri myndinni - sá sem aðeins sést í handlegg á?

Af hvaða víðfrægu tegund er skriðdrekinn á neðri myndinni?

En hér eru svo aðalspurningarnar:

1.   Árið 1968 kom út í Þýskalandi bók eftir svissneskan hótelhaldara sem einmitt um þær mundir var verið að dæma í fangelsi fyrir fjársvik. Bókin hans sló í gegn og gerði honum kleift að borga allar sektir vegna fjársvikanna og lifa síðan í vellystingum upp frá því, enda hefur hann haldið áfram að skrifa, og alltaf lagt út af sömu kenningunni og fyrsta bókin fjallaði um. Höfundurinn heitir  Erich von Däniken, en hver er sú kenning sem hann fjallar um í bókum sínum?

2.   Í  hvaða landi heitir höfuðborgin Bratislava?

3.   Fjölmennustu ríkin, sem eru að minnsta kosti að hluta í Evrópu, eru Rússland og Tyrkland. En hvaða ríki er í þriðja sæti yfir fjölmennustu Evrópuríkin?

4.   Árið 2003 gerðist það að kvikmynd ein var tilnefnd til 11 Óskarsverðlauna og vann þau öll. Hvaða sigursæla kvikmynd var þetta?

5.   Í fyrstu Mósebók stendur: „Þá sagði [Jakob] faðir þeirra við þá: „Ef svo verður að vera, þá gjörið þetta: Takið af gæðum landsins í sekki yðar og færið manninum að gjöf lítið eitt af balsami og lítið eitt af hunangi, reykelsi og myrru, [síðan ákveðna tegund af hnetum] og möndlur.““ Hvers konar hnetur nefndi Jakob þarna?

6.   Bretar hafa þann sið að veita fólki, sem þykir hafa unnið einhver afrek í starfi sínu, aðalstign og heita karlar síðan „sir Hittogþetta“ en konur „dame Hittogþetta“. Helstu leikarar Breta fá gjarnan þessa tign og síðasta leikkonan sem fékk titilinn „dama“ var útnegnd nú í byrjun árs. Hún hefur reyndar yfirleitt ekki verið talin í hópi mjög dramatískra leikkvenna, heldur er hún enn þekktust fyrir hlutverk sitt í heldur galgopalegum amerískum söngleik frá 1978. Þá var hún þrítug en lék töluvert yngri stúlku. Hún er oft talin vera áströlsk en fæddist samt á Bretlandi. Hvað heitir þessi dama?

7.   Áberandi stjörnuhópur á himni er kallaður Plógurinn á Bretlandi en Big Dipper, eða Stóri skaftpotturinn í Norður-Ameríku. Hvað kallast stjörnuhópurinn á íslensku?

8.   Í fyrra var tilkynnt að hin pólska Olga Tokarczuk hefði hlotið tiltekna viðurkenningu þótt sú viðurkenning ætti við árið 2018 en ekki 2019. Hún er fimmti Pólverjinn sem fær þessa viðurkenningu en á undan henni voru þau Henryk Sienkiewicz, Władysław Reymont, Czesław Miłosz og Wisława Szymborska. Hvaða viðurkenning var þetta sem Olgu Tokarczuk hlotnaðist?

9.   Hver hefur skorað flest mörk fyrir íslenska landsliðið í fótbolta í kvennaflokki?

10.   Hvað er hæsta fjallið í vestanverðri Evrópu, það er að segja utan Rússlands?

Svörin:

1.   Að hinir fornu guðir mannkynsins hafi í raun verið geimfarar frá öðrum hnöttum.

2.   Slóvakíu.

3.   Þýskaland.

4.   Þriðja Lord of the Rings-mynd: The Return of the King.

5.   Pistasíuhnetur.

6.   Olivia Newton-John.

7.   Karlsvagninn.

8.   Nóbelsverðlaun í bókmenntum.

9.   Margrét Lára Viðarsdóttir.

10.   Mont Blanc.

Hér er þrautin frá í gær, en svörin við aukaspurningunum eru þessi:

Stalín vantaði á myndina.

Hér er hann með félögum sínum: Krústjov, Malenkov, Beria og Molotov.

Skriðdrekinn kallaðist Tiger.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu