Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Kjaradeilur sigla Herjólfi í strand

Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna og Fé­lag skip­stjórn­ar­manna hafa gef­ið út að með­lim­ir þeirra muni ekki ganga í störf fé­lags­manna Sjó­manna­fé­lags­ins á Herjólfi á með­an að þeir eru í verk­falli. Herjólf­ur mun ekki sigla til Vest­manna­eyja á með­an að vinnu­stöðv­un er í gangi.

Kjaradeilur sigla Herjólfi í strand
Skipsverjar án kjarasamninga Félagsmenn Sjómannafélags Íslands hafa verið án kjarasamninga frá því að Herjólfur ohf. tók við rekstri á ferjunni í fyrra. Mynd: Aðsend mynd

Ljóst er að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun ekki sigla á meðan að verkstöðvun Sjómannafélags Íslands er í gangi. Fyrsta heilsdags vinnustöðvunin fór fram í gær, 7. júlí, en boðaðar hafa verið fleiri og lengri vinnustöðvanir á komandi dögum. Félagsmenn annara verkalýðsfélaga þvertaka fyrir að ganga í störf þeirra sem leggja þau niður. Talsmaður verkalýðsfélagsins útilokar ekki vinnustöðvun yfir Verslunarmannahelgina sjálfa ef ekki nást á samningar.

Í samtali við Stundina staðfestir Jónas Garðarsson, eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands, að félagsmenn hans sem sigla á Herjólfi hafi verið án kjarasamnings frá því að Herjólfur ohf. tók við rekstri á ferjunni af Sæferðum/Eimskipi í fyrra. 17 af 20 félagsmönnum á Herjólfi greiddu atkvæði með vinnustöðvun í júní. Samtök atvinnulífsins vísaði vinnustöðvuninni til félagsdóms sem dæmdi skipverjum í hag. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram í gær, 7. júlí, en hún varði frá miðnætti til miðnættis.

Stálin stinn í kjaradeilu

Jónas segir að helstu kröfur félagsins í samningagerðinni séu vaktarfyrirkomulag eins og það var áður en bæjarútgerðin tók yfir rekstrinum, og fleira starfsfólk á vakt.

„Í dag siglir fólk í tvo daga og fær einn dag í frí, en það þýðir að fólk er að jafnaði að vinna þrjár af hverjum fjórum helgum. Krafan okkar er að fólk sigli dag á móti degi, sem þýddi þá að fólk ynni í eina viku eða einhverja daga í senn og fengi jafn marga frídaga á móti. Síðan er ágreiningur um fjölda þernanna sem eru um borð. Þetta er kvennastétt að mestu og álagið er allt of mikið á þeim þannig að við erum að fara fram á fjölgun um borð.“

Fleiri og lengri vinnustöðvanir hafa verið boðaðar. Að óbreyttu mun Herjólfur ekki sigla 14. til 15. júlí og 28. til 30. júlí. Jónas er úti í Vestmannaeyjum að ræða við þá sem koma að málinu. Aðspurður segist hann vona að ná sáttum innan skamms en útilokar ekki vinnustöðvun yfir Verslunarmannahelgina sjálfa.

„Við þurfum bara að sjá hvað setur, maður veit ekkert um það. Það er allavegana stálin stinn eins og er.“

Félag skipstjórnarmanna og Félag vélstjóra og málmtæknimanna sendu frá sér yfirlýsingu í dag um að félagsmenn þeirra muni ekki ganga í störf skipverja sem leggja niður störf. Lesa má yfirlýsinguna í heild sinni hér að neðan.

Félag skipstjórnarmanna og Félag vélstjóra og málmtæknimanna senda frá sér yfirlýsingu vegna kjaradeilu Sjómannafélags Íslands við Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf.

Ekki hefur enn verið gerður kjarasamningur við starfsmenn í Sjómannafélagi Íslands um borð í m.s. Herjólfi.

Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á m.s. Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum stendur enda hefur Félagsdómur dæmt í málinu og vinnustöðvunin er lögmæt.

Það er grunnkrafa launafólks að fá að semja um sín kjör og beita verkfallsvopninu ef það þarf. Það er öllum ljóst sem þekkja til að á meðan á verkfalli stendur hjá hásetum og þernum mun skipið ekki sigla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár