Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Kjaradeilur sigla Herjólfi í strand

Fé­lag vél­stjóra og málm­tækni­manna og Fé­lag skip­stjórn­ar­manna hafa gef­ið út að með­lim­ir þeirra muni ekki ganga í störf fé­lags­manna Sjó­manna­fé­lags­ins á Herjólfi á með­an að þeir eru í verk­falli. Herjólf­ur mun ekki sigla til Vest­manna­eyja á með­an að vinnu­stöðv­un er í gangi.

Kjaradeilur sigla Herjólfi í strand
Skipsverjar án kjarasamninga Félagsmenn Sjómannafélags Íslands hafa verið án kjarasamninga frá því að Herjólfur ohf. tók við rekstri á ferjunni í fyrra. Mynd: Aðsend mynd

Ljóst er að Vestmannaeyjaferjan Herjólfur mun ekki sigla á meðan að verkstöðvun Sjómannafélags Íslands er í gangi. Fyrsta heilsdags vinnustöðvunin fór fram í gær, 7. júlí, en boðaðar hafa verið fleiri og lengri vinnustöðvanir á komandi dögum. Félagsmenn annara verkalýðsfélaga þvertaka fyrir að ganga í störf þeirra sem leggja þau niður. Talsmaður verkalýðsfélagsins útilokar ekki vinnustöðvun yfir Verslunarmannahelgina sjálfa ef ekki nást á samningar.

Í samtali við Stundina staðfestir Jónas Garðarsson, eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands, að félagsmenn hans sem sigla á Herjólfi hafi verið án kjarasamnings frá því að Herjólfur ohf. tók við rekstri á ferjunni af Sæferðum/Eimskipi í fyrra. 17 af 20 félagsmönnum á Herjólfi greiddu atkvæði með vinnustöðvun í júní. Samtök atvinnulífsins vísaði vinnustöðvuninni til félagsdóms sem dæmdi skipverjum í hag. Fyrsta vinnustöðvunin fór fram í gær, 7. júlí, en hún varði frá miðnætti til miðnættis.

Stálin stinn í kjaradeilu

Jónas segir að helstu kröfur félagsins í samningagerðinni séu vaktarfyrirkomulag eins og það var áður en bæjarútgerðin tók yfir rekstrinum, og fleira starfsfólk á vakt.

„Í dag siglir fólk í tvo daga og fær einn dag í frí, en það þýðir að fólk er að jafnaði að vinna þrjár af hverjum fjórum helgum. Krafan okkar er að fólk sigli dag á móti degi, sem þýddi þá að fólk ynni í eina viku eða einhverja daga í senn og fengi jafn marga frídaga á móti. Síðan er ágreiningur um fjölda þernanna sem eru um borð. Þetta er kvennastétt að mestu og álagið er allt of mikið á þeim þannig að við erum að fara fram á fjölgun um borð.“

Fleiri og lengri vinnustöðvanir hafa verið boðaðar. Að óbreyttu mun Herjólfur ekki sigla 14. til 15. júlí og 28. til 30. júlí. Jónas er úti í Vestmannaeyjum að ræða við þá sem koma að málinu. Aðspurður segist hann vona að ná sáttum innan skamms en útilokar ekki vinnustöðvun yfir Verslunarmannahelgina sjálfa.

„Við þurfum bara að sjá hvað setur, maður veit ekkert um það. Það er allavegana stálin stinn eins og er.“

Félag skipstjórnarmanna og Félag vélstjóra og málmtæknimanna sendu frá sér yfirlýsingu í dag um að félagsmenn þeirra muni ekki ganga í störf skipverja sem leggja niður störf. Lesa má yfirlýsinguna í heild sinni hér að neðan.

Félag skipstjórnarmanna og Félag vélstjóra og málmtæknimanna senda frá sér yfirlýsingu vegna kjaradeilu Sjómannafélags Íslands við Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf.

Ekki hefur enn verið gerður kjarasamningur við starfsmenn í Sjómannafélagi Íslands um borð í m.s. Herjólfi.

Hvorki skipstjórnarmenn né vélstjórar á m.s. Herjólfi munu ganga í störf háseta og þerna meðan á verkfallsaðgerðum stendur enda hefur Félagsdómur dæmt í málinu og vinnustöðvunin er lögmæt.

Það er grunnkrafa launafólks að fá að semja um sín kjör og beita verkfallsvopninu ef það þarf. Það er öllum ljóst sem þekkja til að á meðan á verkfalli stendur hjá hásetum og þernum mun skipið ekki sigla.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Verkalýðsmál

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár