Astrid Boysen, hárgreiðslumeistari og starfsmaður hjá Hårklinikken, og sambýlismaður hennar byggðu í fyrrasumar sumarbústað í Fljótunum og í sumar verður klárað að innrétta hann og byggja pall fyrir framan.
„Sumarbústaðurinn stendur við Stífluvatn og ég held að þetta sé fallegasti staður á landinu. Þetta er alger paradís. Við sjáum frá bústaðnum vatnið, fallega sveitina og fjöllin. Útsýnið er himneskt. Við kúplum okkur út þegar við erum þarna. Það er svo gott að komast í kyrrðina og fjöllin og fá orkuna úr landinu okkar. Það er dásamlegt. Það er enginn vegur að bústaðnum þannig að við förum þangað á bát eða fótgangandi á sumrin en á veturna þá eru það skíðin eða snjósleði.“
Astrid hefur víða gengið á svæðinu. Hún gengur upp á fjöll og um dali og hjólar á fjallahjóli á stígum. „Þetta gefur mér mikið.“ Hún talar um sérstöðu íslensku náttúrunnar og orkuna. Orku íslensku náttúrunnar. Og gróðurinn.
„Ég …
Athugasemdir