78. spurningaþraut: Hér gefst fólki í fyrsta sinn færi á að rýna í kort

78. spurningaþraut: Hér gefst fólki í fyrsta sinn færi á að rýna í kort

Aukaspurningar:

Hvað heitir konan á efri myndinni?

Og á neðri myndinni sjáum við landakort. Hvað heitir það sund eða þá fjörður sem skerst þarna inn í landið?

Hér eru svo tíu af ýmsu tagi.

1.   Samkvæmt þeim upplýsingum sem bestar eru um plötusölu í veröldinni hefur engin kona selt jafn mikið af plötum og Madonna. En hvaða kona er í öðru sæti?

2.   Sigldi maður úr Norðursjó og norður fyrir hið danska Jótland og í átt að Gautaborg í Svíþjóð, þá liggur leiðin um tvö innhöf eða hafsvæði sem bera sérstök nöfn. Hvað heita þau?

3.   Hvað nefndist eyjan Sri Lanka meðan það var enn nýlenda Breta?

4.   Celcius hét maður sá sem þróaði þann hitamæli, sem víðast er notaður í veröldinni nú. Hverrar þjóðar var hann?

5.   Stærsta sólin sem við vitum um nefnist „Stephenson 2-18“. Hún er töluvert stærri en Sólin okkar. Hversu mörgum sinnum meira er þvermál hennar en okkar Sólar? 2,2 sinnum meira, 22 sinnum meira, 220 sinnum meira eða 2.200 sinnum meira?

6.   Rithöfundur einn fæddist árið 1947 og er einn sá söluhæsti og vinsælasti í heimi. Hann hafði - þegar síðast fréttist - gefið út 61 skáldsögu og auk þess margar bækur með 200 smásögum, sem sumar eru nálega í skáldsögulengd. Dugnaður hans er ótrúlegur, hvað sem öðru líður. Hvað heitir hann?

7.   Hvað hét Ellý Vilhjálms fullu nafni?

8.   Eitt þekktasta lag Ellýar er „Sveitin milli sanda“ sem hún syngur án orða. Hver samdi þetta ágæta lag?

9.   Hvað heitir varaforseti Bandaríkjanna?

10.   Hvaða íslenski rithöfundur skrifaði til dæmis skáldsögurnar Leigjandann og Gunnlaðarsögu?

Svörin eru hér:

1.   Rihanna.

2.   Skagerak og Kattegat.

3.   Ceylon.

4.   Sænskur.

5.   Þessi sól er 2.200 sinnum meiri að þvermáli en Sólin okkar. Ef hún væri í sólkerfinu okkar myndi hún ná út fyrir braut Satúrnusar.

6.   Stephen King.

7.   Henný Eldey.

8.   Magnús Blöndal Jóhannsson.

9.   Mike Pence.

10.   Svava Jakobsdóttir.

Konan á efri myndinni er Bríet Bjarnhéðinsdóttir.

Á neðri myndinni má sjá Bospórussund milli Svartahafs og Marmarahafs. Stórborgin Istanbúl stendur við það sunnanvert, sjá:

Og hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár