Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

78. spurningaþraut: Hér gefst fólki í fyrsta sinn færi á að rýna í kort

78. spurningaþraut: Hér gefst fólki í fyrsta sinn færi á að rýna í kort

Aukaspurningar:

Hvað heitir konan á efri myndinni?

Og á neðri myndinni sjáum við landakort. Hvað heitir það sund eða þá fjörður sem skerst þarna inn í landið?

Hér eru svo tíu af ýmsu tagi.

1.   Samkvæmt þeim upplýsingum sem bestar eru um plötusölu í veröldinni hefur engin kona selt jafn mikið af plötum og Madonna. En hvaða kona er í öðru sæti?

2.   Sigldi maður úr Norðursjó og norður fyrir hið danska Jótland og í átt að Gautaborg í Svíþjóð, þá liggur leiðin um tvö innhöf eða hafsvæði sem bera sérstök nöfn. Hvað heita þau?

3.   Hvað nefndist eyjan Sri Lanka meðan það var enn nýlenda Breta?

4.   Celcius hét maður sá sem þróaði þann hitamæli, sem víðast er notaður í veröldinni nú. Hverrar þjóðar var hann?

5.   Stærsta sólin sem við vitum um nefnist „Stephenson 2-18“. Hún er töluvert stærri en Sólin okkar. Hversu mörgum sinnum meira er þvermál hennar en okkar Sólar? 2,2 sinnum meira, 22 sinnum meira, 220 sinnum meira eða 2.200 sinnum meira?

6.   Rithöfundur einn fæddist árið 1947 og er einn sá söluhæsti og vinsælasti í heimi. Hann hafði - þegar síðast fréttist - gefið út 61 skáldsögu og auk þess margar bækur með 200 smásögum, sem sumar eru nálega í skáldsögulengd. Dugnaður hans er ótrúlegur, hvað sem öðru líður. Hvað heitir hann?

7.   Hvað hét Ellý Vilhjálms fullu nafni?

8.   Eitt þekktasta lag Ellýar er „Sveitin milli sanda“ sem hún syngur án orða. Hver samdi þetta ágæta lag?

9.   Hvað heitir varaforseti Bandaríkjanna?

10.   Hvaða íslenski rithöfundur skrifaði til dæmis skáldsögurnar Leigjandann og Gunnlaðarsögu?

Svörin eru hér:

1.   Rihanna.

2.   Skagerak og Kattegat.

3.   Ceylon.

4.   Sænskur.

5.   Þessi sól er 2.200 sinnum meiri að þvermáli en Sólin okkar. Ef hún væri í sólkerfinu okkar myndi hún ná út fyrir braut Satúrnusar.

6.   Stephen King.

7.   Henný Eldey.

8.   Magnús Blöndal Jóhannsson.

9.   Mike Pence.

10.   Svava Jakobsdóttir.

Konan á efri myndinni er Bríet Bjarnhéðinsdóttir.

Á neðri myndinni má sjá Bospórussund milli Svartahafs og Marmarahafs. Stórborgin Istanbúl stendur við það sunnanvert, sjá:

Og hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár