Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

75. spurningaþraut: Djúp vötn og kraftbirtíngarhljómur guðdómsins

75. spurningaþraut: Djúp vötn og kraftbirtíngarhljómur guðdómsins

Aukaspurningarnar snúast báðar um að þekkja konur í sjón.

Hver er stúlkan á myndinni hér að ofan?

Og svo hin síðari, hver er konan á neðri myndinni?

En hér koma aðalspurningarnar tíu:

1.   Hvað er dýpsta stöðuvatn á Íslandi?

2.   En hvað er dýpsta stöðuvatn í heimi, 1,6 kílómetri á dýpt, eða eins og tæplega tvær Esjur?

3.   Árið 2014 runnu ítölsku bílaverksmiðjurnar Fiat saman við ameríska bílaverksmiðju, þótt hvor um sig framleiði áfram bíla undir sínu gamla nafni. Hver er sú ameríska?

4.   Hver sagði: „Fögur er hlíðin“?

5.   Hver leikstýrði bandarísku hrollvekjunni The Thing árið 1982? Hún gerist á Suðurskautslandinu eins og flestir vita.

6.   Bræður tveir, Jakobssynir, gerðu á yngri árum garðinn frægan í spurningakeppninni Gettu betur. Annar þeirra fæst nú við íslensk fræði og reyfarasmíð, hinn er sagnfræðingur. Nú hin seinni ár hefur litla systir þeirra iðulega verið í fréttum. Hvað heita bræðurnir?

7.   Nanna Kristín Magnúsdóttir lék og stjórnaði framhaldsþáttum í sjónvarpinu í fyrra sem náðu verulegum vinsældum. Hvað hétu þeir?

8.   Skáldsagan Heimsljós eftir Halldór Laxness hefst á því að ungur sveinn liggur meira og minna rúmfastur og lætur sig dreyma um skáldskap og kraftbirtíngarhljóm guðdómsins. Hvað heitir hann?

9.   Filmstjarna hefur leikið í margvíslegum myndum, hún hefur til dæmis verið kærasta Spidermans í tveim myndum en svo fékk hún Óskarsverðlaun kvenna fyrir myndina La la land. Hvað gæti hún heitið?

10.   Við þorpið Waterloo var háð orrusta mikil árið 1815 og þar stýrði frönskum her Napóleon keisari en breskum her Wellington hertogi. En oft gleymist að einnig tók þátt í orrustunni þýskur, eða öllu heldur, prússneskur her, og hver stýrði honum?

Hér eru svörin:

1.   Jökulsárlón, 280 metra djúpt. Hér var gefið upp rangt svar til að byrja með, því miður. 

2.   Bajkal-vatn í Síberíu.

3.   Chrysler.

4.   Gunnar Hámundarson, bóndi á Hlíðarenda.

5.   John Carpenter.

6.   Ármann og Sverrir.

7.   Pabbahelgar.

8.   Ólafur Kárason og kallar sig Ljósvíking.

9.   Emma Stone.

10.   Blücher.

Hérna er þrautin frá í gær.

En svörin við aukaspurningunum eru þessi:

Stúlkan á efri myndinni heitir Nadia Comăneci, rúmensk fimleikastjarna á ólympíuleikunum 1976, en konan á neðri myndinni er Leni Riefensthal, kvikmyndaleikstjóri.

Hér er öll myndin af henni:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu