Aukaspurningarnar snúast báðar um að þekkja konur í sjón.
Hver er stúlkan á myndinni hér að ofan?
Og svo hin síðari, hver er konan á neðri myndinni?
En hér koma aðalspurningarnar tíu:
1. Hvað er dýpsta stöðuvatn á Íslandi?
2. En hvað er dýpsta stöðuvatn í heimi, 1,6 kílómetri á dýpt, eða eins og tæplega tvær Esjur?
3. Árið 2014 runnu ítölsku bílaverksmiðjurnar Fiat saman við ameríska bílaverksmiðju, þótt hvor um sig framleiði áfram bíla undir sínu gamla nafni. Hver er sú ameríska?
4. Hver sagði: „Fögur er hlíðin“?
5. Hver leikstýrði bandarísku hrollvekjunni The Thing árið 1982? Hún gerist á Suðurskautslandinu eins og flestir vita.
6. Bræður tveir, Jakobssynir, gerðu á yngri árum garðinn frægan í spurningakeppninni Gettu betur. Annar þeirra fæst nú við íslensk fræði og reyfarasmíð, hinn er sagnfræðingur. Nú hin seinni ár hefur litla systir þeirra iðulega verið í fréttum. Hvað heita bræðurnir?
7. Nanna Kristín Magnúsdóttir lék og stjórnaði framhaldsþáttum í sjónvarpinu í fyrra sem náðu verulegum vinsældum. Hvað hétu þeir?
8. Skáldsagan Heimsljós eftir Halldór Laxness hefst á því að ungur sveinn liggur meira og minna rúmfastur og lætur sig dreyma um skáldskap og kraftbirtíngarhljóm guðdómsins. Hvað heitir hann?
9. Filmstjarna hefur leikið í margvíslegum myndum, hún hefur til dæmis verið kærasta Spidermans í tveim myndum en svo fékk hún Óskarsverðlaun kvenna fyrir myndina La la land. Hvað gæti hún heitið?
10. Við þorpið Waterloo var háð orrusta mikil árið 1815 og þar stýrði frönskum her Napóleon keisari en breskum her Wellington hertogi. En oft gleymist að einnig tók þátt í orrustunni þýskur, eða öllu heldur, prússneskur her, og hver stýrði honum?

Hér eru svörin:
1. Jökulsárlón, 280 metra djúpt. Hér var gefið upp rangt svar til að byrja með, því miður.
2. Bajkal-vatn í Síberíu.
3. Chrysler.
4. Gunnar Hámundarson, bóndi á Hlíðarenda.
5. John Carpenter.
6. Ármann og Sverrir.
7. Pabbahelgar.
8. Ólafur Kárason og kallar sig Ljósvíking.
9. Emma Stone.
10. Blücher.
En svörin við aukaspurningunum eru þessi:
Stúlkan á efri myndinni heitir Nadia Comăneci, rúmensk fimleikastjarna á ólympíuleikunum 1976, en konan á neðri myndinni er Leni Riefensthal, kvikmyndaleikstjóri.
Hér er öll myndin af henni:

Athugasemdir