Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

75. spurningaþraut: Djúp vötn og kraftbirtíngarhljómur guðdómsins

75. spurningaþraut: Djúp vötn og kraftbirtíngarhljómur guðdómsins

Aukaspurningarnar snúast báðar um að þekkja konur í sjón.

Hver er stúlkan á myndinni hér að ofan?

Og svo hin síðari, hver er konan á neðri myndinni?

En hér koma aðalspurningarnar tíu:

1.   Hvað er dýpsta stöðuvatn á Íslandi?

2.   En hvað er dýpsta stöðuvatn í heimi, 1,6 kílómetri á dýpt, eða eins og tæplega tvær Esjur?

3.   Árið 2014 runnu ítölsku bílaverksmiðjurnar Fiat saman við ameríska bílaverksmiðju, þótt hvor um sig framleiði áfram bíla undir sínu gamla nafni. Hver er sú ameríska?

4.   Hver sagði: „Fögur er hlíðin“?

5.   Hver leikstýrði bandarísku hrollvekjunni The Thing árið 1982? Hún gerist á Suðurskautslandinu eins og flestir vita.

6.   Bræður tveir, Jakobssynir, gerðu á yngri árum garðinn frægan í spurningakeppninni Gettu betur. Annar þeirra fæst nú við íslensk fræði og reyfarasmíð, hinn er sagnfræðingur. Nú hin seinni ár hefur litla systir þeirra iðulega verið í fréttum. Hvað heita bræðurnir?

7.   Nanna Kristín Magnúsdóttir lék og stjórnaði framhaldsþáttum í sjónvarpinu í fyrra sem náðu verulegum vinsældum. Hvað hétu þeir?

8.   Skáldsagan Heimsljós eftir Halldór Laxness hefst á því að ungur sveinn liggur meira og minna rúmfastur og lætur sig dreyma um skáldskap og kraftbirtíngarhljóm guðdómsins. Hvað heitir hann?

9.   Filmstjarna hefur leikið í margvíslegum myndum, hún hefur til dæmis verið kærasta Spidermans í tveim myndum en svo fékk hún Óskarsverðlaun kvenna fyrir myndina La la land. Hvað gæti hún heitið?

10.   Við þorpið Waterloo var háð orrusta mikil árið 1815 og þar stýrði frönskum her Napóleon keisari en breskum her Wellington hertogi. En oft gleymist að einnig tók þátt í orrustunni þýskur, eða öllu heldur, prússneskur her, og hver stýrði honum?

Hér eru svörin:

1.   Jökulsárlón, 280 metra djúpt. Hér var gefið upp rangt svar til að byrja með, því miður. 

2.   Bajkal-vatn í Síberíu.

3.   Chrysler.

4.   Gunnar Hámundarson, bóndi á Hlíðarenda.

5.   John Carpenter.

6.   Ármann og Sverrir.

7.   Pabbahelgar.

8.   Ólafur Kárason og kallar sig Ljósvíking.

9.   Emma Stone.

10.   Blücher.

Hérna er þrautin frá í gær.

En svörin við aukaspurningunum eru þessi:

Stúlkan á efri myndinni heitir Nadia Comăneci, rúmensk fimleikastjarna á ólympíuleikunum 1976, en konan á neðri myndinni er Leni Riefensthal, kvikmyndaleikstjóri.

Hér er öll myndin af henni:

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu