Breiðdalur er dalur í Suður-Múlasýslu og er sagður vera landmestur dala á Austfjörðum. Einhvers staðar stendur líka skrifað að Breiðdalur sé víðlend sveit miðað við aðra dali sem ganga inn af Austfjörðum og skiptist hann í Norðurdal, Suðurdal og Útsveit. Falleg, há og tignarleg fjöll eru umhverfis dalinn og þau hæstu eru rúmlega 1.100 metrar að hæð. Litur þeirra þykir vera fallegur en því stjórnar líparítið.
„Ég held að fáir viti mikið um Breiðdal. Þetta er einn af víðustu og breiðustu dölum á Austurlandi og sólin sest hérna seinna heldur en annars staðar. Sólin skín lengur hérna. Maður sér stjörnurnar svo vel í heiðskíru veðri á veturna. Ég hef verið í sumarbústað í Grímsnesinu og ég hef verið á Selfossi …
Athugasemdir