Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

73. spurningaþraut: Hver var næstfyrsta konan í Biblíunni?

73. spurningaþraut: Hver var næstfyrsta konan í Biblíunni?

Aukaspurningar:

Hvað er það sem sést á efri myndinni?

Og hver er karlinn á neðri myndinni?

1.   Getafix heitir öldungur einn, hann veit lengra nefi sínu, eins og sagt er, en er einkum vel að sér um jurtafræði hvers konar og kann öðrum betur að brugga ýmis lyf og kraftamixtúrur um þeim. Til að ná sér í jurtir til að setja í pott sinn gengur hann yfirleitt með litla sigð á sér. Vinir hans njóta mjög kunnáttu hans og eru þar tveir fremstir í flokki. Hvað kallast Getafix á íslensku?

2.   Í kringum 1980 voru bresku íþróttamennirnir Sebastian Coe og Steve Ovett fremstir í heimi í sínum greinum og var mikil keppni millum þeirra. Í hvaða greinum kepptu þeir? Hér þarf þokkalega nákvæmt svar.

3.   Hver gaf út plötuna Kópacabana árið 2010 um heimabæ sinn, Kópavog?

4.   Eðli málsins samkvæmt er Eva fyrsta konan sem minnst er á í Biblíunni. En hvaða kona er næst nefnd til sögu í bókinni þeirri arna? Konan sú er reyndar ekki nefnd með nafni, en hún er þarna samt.

5.   Hún fæddist árið 1954, ólst upp í mikilli fátækt og sætti ýmsu harðræði í æsku, en var afar staffírug, óþrjótandi orkubúnt og reyndist stórsnjöll á því sviði sem hún valdi sér. Árið 1986 komst hún í mikla áhrifastöðu í heimalandi sínu og hélt þeirri stöðu allt til 2011 þegar hún dró sig í hlé. Enn hefur hún þó mikil áhrif á skoðanir landa sinna á öllu mögulegu, frá bókum til samfélagsmála. Hver er hún?

6.   Hvað heitir lengsti fjörður Noregs?

7.   „Þegar við sofnum öll, hvert förum við þá?“ Hver gaf út fyrstu hljómplötu sína með þessu nafni? Nafnið var þó auðvitað á ensku: „When We All Fall Asleep, Where Do We Go?“

8.   Hvað heitir stærsta tunglið í sólkerfi okkar, nærri 10 prósentum stærra að þvermáli en plánetan Merkúr og mun stærra en Tunglið okkar?

9.   Kona ein var þrígift og hétu eiginmenn hennar Þorvaldur, Glúmur og Gunnar. Hún sætti heimilisofbeldi af hendi þeirra allra, þótt í mismiklum mæli væri. Öllum hefndist þeim fyrir ofbeldið, þótt vel megi segja að refsing þeirra allra hafi verið allmiklu meiri en glæpurinn. Hvað hét konan?

10.    Hvað nefnist skipaskurðurinn milli Rauða hafsins og Miðjarðarhafsins?

Hér eru svörin:

1.   Sjóðríkur - úr bókunum um Ástrík og félaga.

2.   Millivegalengdum í hlaupagreinum karla. „Hlaup“ duga ekki ein og sér.

3.   Erpur Eyvindarson, eða Blaz Roca.

4.   „Kain kenndi konu sinnar, og hún varð þunguð og fæddi Henok.“ Ekki fylgir sögunni hvaðan þessi kona Kains kom, eða hvort hún var systir hans eins og hlýtur eiginlega að vera.

5.   Oprah Winfrey.

6.   Sognfjörður.

7.   Billie Eilish.

8.   Ganýmedes við Júpíter.

9.   Hallgerður langbrók.

10.   Súez-skurður.

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir hluta af búningi Járnkarlsins, Iron Man, í kvikmyndum þeim er gjörðar hafa verið um hálfguðina Avengers.

Neðri myndin sýnir hins vegar Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, þann eldri sem það nafn hefur borið.

Þá má hér finna spurningaþrautina frá því í gærmorgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu