Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

73. spurningaþraut: Hver var næstfyrsta konan í Biblíunni?

73. spurningaþraut: Hver var næstfyrsta konan í Biblíunni?

Aukaspurningar:

Hvað er það sem sést á efri myndinni?

Og hver er karlinn á neðri myndinni?

1.   Getafix heitir öldungur einn, hann veit lengra nefi sínu, eins og sagt er, en er einkum vel að sér um jurtafræði hvers konar og kann öðrum betur að brugga ýmis lyf og kraftamixtúrur um þeim. Til að ná sér í jurtir til að setja í pott sinn gengur hann yfirleitt með litla sigð á sér. Vinir hans njóta mjög kunnáttu hans og eru þar tveir fremstir í flokki. Hvað kallast Getafix á íslensku?

2.   Í kringum 1980 voru bresku íþróttamennirnir Sebastian Coe og Steve Ovett fremstir í heimi í sínum greinum og var mikil keppni millum þeirra. Í hvaða greinum kepptu þeir? Hér þarf þokkalega nákvæmt svar.

3.   Hver gaf út plötuna Kópacabana árið 2010 um heimabæ sinn, Kópavog?

4.   Eðli málsins samkvæmt er Eva fyrsta konan sem minnst er á í Biblíunni. En hvaða kona er næst nefnd til sögu í bókinni þeirri arna? Konan sú er reyndar ekki nefnd með nafni, en hún er þarna samt.

5.   Hún fæddist árið 1954, ólst upp í mikilli fátækt og sætti ýmsu harðræði í æsku, en var afar staffírug, óþrjótandi orkubúnt og reyndist stórsnjöll á því sviði sem hún valdi sér. Árið 1986 komst hún í mikla áhrifastöðu í heimalandi sínu og hélt þeirri stöðu allt til 2011 þegar hún dró sig í hlé. Enn hefur hún þó mikil áhrif á skoðanir landa sinna á öllu mögulegu, frá bókum til samfélagsmála. Hver er hún?

6.   Hvað heitir lengsti fjörður Noregs?

7.   „Þegar við sofnum öll, hvert förum við þá?“ Hver gaf út fyrstu hljómplötu sína með þessu nafni? Nafnið var þó auðvitað á ensku: „When We All Fall Asleep, Where Do We Go?“

8.   Hvað heitir stærsta tunglið í sólkerfi okkar, nærri 10 prósentum stærra að þvermáli en plánetan Merkúr og mun stærra en Tunglið okkar?

9.   Kona ein var þrígift og hétu eiginmenn hennar Þorvaldur, Glúmur og Gunnar. Hún sætti heimilisofbeldi af hendi þeirra allra, þótt í mismiklum mæli væri. Öllum hefndist þeim fyrir ofbeldið, þótt vel megi segja að refsing þeirra allra hafi verið allmiklu meiri en glæpurinn. Hvað hét konan?

10.    Hvað nefnist skipaskurðurinn milli Rauða hafsins og Miðjarðarhafsins?

Hér eru svörin:

1.   Sjóðríkur - úr bókunum um Ástrík og félaga.

2.   Millivegalengdum í hlaupagreinum karla. „Hlaup“ duga ekki ein og sér.

3.   Erpur Eyvindarson, eða Blaz Roca.

4.   „Kain kenndi konu sinnar, og hún varð þunguð og fæddi Henok.“ Ekki fylgir sögunni hvaðan þessi kona Kains kom, eða hvort hún var systir hans eins og hlýtur eiginlega að vera.

5.   Oprah Winfrey.

6.   Sognfjörður.

7.   Billie Eilish.

8.   Ganýmedes við Júpíter.

9.   Hallgerður langbrók.

10.   Súez-skurður.

Svör við aukaspurningum:

Efri myndin sýnir hluta af búningi Járnkarlsins, Iron Man, í kvikmyndum þeim er gjörðar hafa verið um hálfguðina Avengers.

Neðri myndin sýnir hins vegar Bjarna Benediktsson forsætisráðherra, þann eldri sem það nafn hefur borið.

Þá má hér finna spurningaþrautina frá því í gærmorgun.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár