Signý Ormarsdóttir býr á Egilsstöðum og er fróð um skemmtilega staði og gönguleiðir á Austurlandi. Þegar hún er spurð um leyndu perluna á Austurlandi nefnir hún Laugavalladal, sem er gróðurvin skammt vestan Jökulsár á Dal.
Ef fólk hefur áhuga á að heimsækja nokkra staði sama daginn, og þar á meðal földu perluna Laugavalladal þótt auðvelt sé að fara beint þangað, þá er tilvalið að fara merkta gönguleið niður í Magnahelli og áfram í Hafrahvammagljúfur sem þykir vera með stærstu og stórfenglegustu gljúfrum á Íslandi. Hafrahvammagljúfur er um átta kílómetrar að lengd og um 200 metrar þar sem það er hæst. Þess má geta að hægt er að sjá hluta gljúfursins frá Kárahnjúkum. Ekki er mælt með að fólk fari ofan í gljúfrið nema með leiðsögn og ekki er hægt að að ganga þar nema fyrri hluta sumars áður en Jökulsá á Dal er komin á yfirfall á Kárahnjúkastíflu.
Grösugt og …
Athugasemdir