Eigið fé fjárfesta í kísilveri PCC á Bakka var neikvætt um 4,6 milljarða króna í árslok 2019 og tap á rekstrinum nam 7,3 milljörðum á árinu. Lokun kísilversins nú í sumar og hópuppsögn 80 starfsmanna var hins vegar rakin til áhrifa COVID-19 faraldursins á heimsmarkað með kísilmálm, en faraldurinn náði ekki til Íslands fyrr en í ár.
Kísilverið tók til starfa vorið 2018 og hefur starfsemi þess einkennst af töfum og erfiðleikum frá upphafi og hefur fullri afkastagetu ekki verið náð. Íslenskir lífeyrissjóðir fjárfestu í verkefninu árið 2015, en gangvirði hlutafjár þeirra var fært niður í núll í júní og vísað til áhrifa faraldursins.

Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður stéttarfélagsins Framsýnar, segir að þorri þeirra sem sagt var upp í hópuppsögninni séu í félaginu. „Þetta er grafalvarlegt og mikið högg. Það að …
Athugasemdir