Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þar sem föðurlandinu er flaggað

Stein­grím­ur Karls­son vann við kvik­mynda­brans­ann í rúm 20 ár og á sumr­in vann hann auk þess við leið­sögn í hesta­ferð­um. Sveit­in tog­aði æ meira í hann og loks lét hann draum sinn ræt­ast. Hann og Arna Björg Bjarna­dótt­ir byggðu upp og opn­uðu Óbyggða­setr­ið á innsta bæn­um í Fljóts­dal.

Þar sem föðurlandinu er flaggað
Steingrímur Karlsson í Óbyggðasetrinu Hann er ættaður úr Fljótsdal og hefur alltaf fundið fyrir tengingu þangað.

Steingrímur Karlsson fæddist og ólst upp á Akureyri. Móðir hans er ættuð úr Fljótsdalnum og faðir hans er frá Djúpavogi. „Frá því ég var lítill hefur mér fundist ræturnar mínar vera hér í Fljótsdalnum. Þetta er minn staður og ég kaus að vera í Fljótsdalnum á sumrin,“ segir hann en hann var í sveit hjá móðursystur sinni á næsta bæ við Egilsstaði þar sem Óbyggðasetrið er.

Faðir Steingríms var sýningarmaður í Nýjabíói á Akureyri og horfði Steingrímur oft á kvikmyndir í gegnum litla gluggann í sýningarklefanum. Þessi heimur kvikmyndanna fannst honum vera spennandi.

Árin liðu. Steingrímur flutti suður og fór að vinna hjá Saga Film við ýmis störf, hann bjó í Danmörku í eitt og hálft ár þar sem hann vann hjá fyrirtækinu Creative Commercials sem Saga Film hafði stofnað þar og svo lá leiðin vestur um haf þar sem hann stundaði kvikmyndanám í Hollywood og sérhæfði sig í klippingum. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðasumarið 2020

Gleymdi garður töframannsins i Tungudal
NærmyndFerðasumarið 2020

Gleymdi garð­ur töframanns­ins i Tungu­dal

Á Ísa­firði er að finna fal­inn högg­mynda­garð ljós­mynd­ar­ans, lista­manns­ins og töframanns­ins Mart­in­us Sim­son sem var dansk­ur og sett­ist að á Ís­landi ár­ið 1916. Sim­sons-garð­ur er stað­sett­ur í Tungu­dal þar sem Sim­son fékk út­hlut­aða lóð á þriðja ára­tugn­um en í dag ligg­ur garð­ur­inn í órækt, fal­inn minn­is­varði um merki­leg­an og list­ræn­an ein­stak­ling með ástríðu fyr­ir skóg­rækt á Ís­landi.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
5
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár