Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Þar sem föðurlandinu er flaggað

Stein­grím­ur Karls­son vann við kvik­mynda­brans­ann í rúm 20 ár og á sumr­in vann hann auk þess við leið­sögn í hesta­ferð­um. Sveit­in tog­aði æ meira í hann og loks lét hann draum sinn ræt­ast. Hann og Arna Björg Bjarna­dótt­ir byggðu upp og opn­uðu Óbyggða­setr­ið á innsta bæn­um í Fljóts­dal.

Þar sem föðurlandinu er flaggað
Steingrímur Karlsson í Óbyggðasetrinu Hann er ættaður úr Fljótsdal og hefur alltaf fundið fyrir tengingu þangað.

Steingrímur Karlsson fæddist og ólst upp á Akureyri. Móðir hans er ættuð úr Fljótsdalnum og faðir hans er frá Djúpavogi. „Frá því ég var lítill hefur mér fundist ræturnar mínar vera hér í Fljótsdalnum. Þetta er minn staður og ég kaus að vera í Fljótsdalnum á sumrin,“ segir hann en hann var í sveit hjá móðursystur sinni á næsta bæ við Egilsstaði þar sem Óbyggðasetrið er.

Faðir Steingríms var sýningarmaður í Nýjabíói á Akureyri og horfði Steingrímur oft á kvikmyndir í gegnum litla gluggann í sýningarklefanum. Þessi heimur kvikmyndanna fannst honum vera spennandi.

Árin liðu. Steingrímur flutti suður og fór að vinna hjá Saga Film við ýmis störf, hann bjó í Danmörku í eitt og hálft ár þar sem hann vann hjá fyrirtækinu Creative Commercials sem Saga Film hafði stofnað þar og svo lá leiðin vestur um haf þar sem hann stundaði kvikmyndanám í Hollywood og sérhæfði sig í klippingum. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðasumarið 2020

Gleymdi garður töframannsins i Tungudal
NærmyndFerðasumarið 2020

Gleymdi garð­ur töframanns­ins i Tungu­dal

Á Ísa­firði er að finna fal­inn högg­mynda­garð ljós­mynd­ar­ans, lista­manns­ins og töframanns­ins Mart­in­us Sim­son sem var dansk­ur og sett­ist að á Ís­landi ár­ið 1916. Sim­sons-garð­ur er stað­sett­ur í Tungu­dal þar sem Sim­son fékk út­hlut­aða lóð á þriðja ára­tugn­um en í dag ligg­ur garð­ur­inn í órækt, fal­inn minn­is­varði um merki­leg­an og list­ræn­an ein­stak­ling með ástríðu fyr­ir skóg­rækt á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár