Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þar sem föðurlandinu er flaggað

Stein­grím­ur Karls­son vann við kvik­mynda­brans­ann í rúm 20 ár og á sumr­in vann hann auk þess við leið­sögn í hesta­ferð­um. Sveit­in tog­aði æ meira í hann og loks lét hann draum sinn ræt­ast. Hann og Arna Björg Bjarna­dótt­ir byggðu upp og opn­uðu Óbyggða­setr­ið á innsta bæn­um í Fljóts­dal.

Þar sem föðurlandinu er flaggað
Steingrímur Karlsson í Óbyggðasetrinu Hann er ættaður úr Fljótsdal og hefur alltaf fundið fyrir tengingu þangað.

Steingrímur Karlsson fæddist og ólst upp á Akureyri. Móðir hans er ættuð úr Fljótsdalnum og faðir hans er frá Djúpavogi. „Frá því ég var lítill hefur mér fundist ræturnar mínar vera hér í Fljótsdalnum. Þetta er minn staður og ég kaus að vera í Fljótsdalnum á sumrin,“ segir hann en hann var í sveit hjá móðursystur sinni á næsta bæ við Egilsstaði þar sem Óbyggðasetrið er.

Faðir Steingríms var sýningarmaður í Nýjabíói á Akureyri og horfði Steingrímur oft á kvikmyndir í gegnum litla gluggann í sýningarklefanum. Þessi heimur kvikmyndanna fannst honum vera spennandi.

Árin liðu. Steingrímur flutti suður og fór að vinna hjá Saga Film við ýmis störf, hann bjó í Danmörku í eitt og hálft ár þar sem hann vann hjá fyrirtækinu Creative Commercials sem Saga Film hafði stofnað þar og svo lá leiðin vestur um haf þar sem hann stundaði kvikmyndanám í Hollywood og sérhæfði sig í klippingum. …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ferðasumarið 2020

Gleymdi garður töframannsins i Tungudal
NærmyndFerðasumarið 2020

Gleymdi garð­ur töframanns­ins i Tungu­dal

Á Ísa­firði er að finna fal­inn högg­mynda­garð ljós­mynd­ar­ans, lista­manns­ins og töframanns­ins Mart­in­us Sim­son sem var dansk­ur og sett­ist að á Ís­landi ár­ið 1916. Sim­sons-garð­ur er stað­sett­ur í Tungu­dal þar sem Sim­son fékk út­hlut­aða lóð á þriðja ára­tugn­um en í dag ligg­ur garð­ur­inn í órækt, fal­inn minn­is­varði um merki­leg­an og list­ræn­an ein­stak­ling með ástríðu fyr­ir skóg­rækt á Ís­landi.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár