Steingrímur Karlsson fæddist og ólst upp á Akureyri. Móðir hans er ættuð úr Fljótsdalnum og faðir hans er frá Djúpavogi. „Frá því ég var lítill hefur mér fundist ræturnar mínar vera hér í Fljótsdalnum. Þetta er minn staður og ég kaus að vera í Fljótsdalnum á sumrin,“ segir hann en hann var í sveit hjá móðursystur sinni á næsta bæ við Egilsstaði þar sem Óbyggðasetrið er.
Faðir Steingríms var sýningarmaður í Nýjabíói á Akureyri og horfði Steingrímur oft á kvikmyndir í gegnum litla gluggann í sýningarklefanum. Þessi heimur kvikmyndanna fannst honum vera spennandi.
Árin liðu. Steingrímur flutti suður og fór að vinna hjá Saga Film við ýmis störf, hann bjó í Danmörku í eitt og hálft ár þar sem hann vann hjá fyrirtækinu Creative Commercials sem Saga Film hafði stofnað þar og svo lá leiðin vestur um haf þar sem hann stundaði kvikmyndanám í Hollywood og sérhæfði sig í klippingum. …
Athugasemdir