Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

64. spurningaþraut: Nýlenduveldi, bæði í Ameríku og Afríku, koma hér við sögu

64. spurningaþraut: Nýlenduveldi, bæði í Ameríku og Afríku, koma hér við sögu

Fyrri aukaspurningin: Hvað er að gerast á myndinni hér að ofan?

Sú seinni er eiginlega eftirhreytur frá spurningum um daginn um þjóðfána. Hver er sem sé fáninn hér fyrir neðan?

En aðalspurningarnar eru þessar:

1.   Jurt ein hér á landi er kölluð „kattarauga“ en er þó enn þekktari undir öðru nafni. Hvað er það?

2.   Hvað hét yfirmaður hinna þýsku SS-sveita?

3.   Árið 1917 keyptu Bandaríkjamenn nokkrar eyjar í Karíbahafi sem Evrópuríki eitt hafði haldið sem nýlendu í rúmar tvær aldir og meðal annars stundað þar umfangsmikið þrælahald um tíma. Nú kallast eyjarnar Bandarísku jómfrúreyjar. Hvaða Evrópuríki hafði áður haft eyjarnar sem nýlendu?

4.   Þýskaland fór fremur seint að sækjast eftir nýlendum í Afríku, en lét loks til skarar skríða og sex Afríkulönd nú á dögum eru að meira eða minna leyti fyrrverandi þýskar nýlendur. Nefnið að minnsta kosti eitt þessara landa.

5.   Hvað heitir næst stærsta borgin í Svíþjóð á eftir höfuðborginni Stokkhólmi?

6.   John Simon Ritchie hét tónlistarmaður sem spilaði í einni frægustu hljómsveit heims rétt upp úr 1975. Hann var kunnur fyrir róstusamt líferni og var grunaður um að hafa stungið unnustu sína til bana. Hann lést síðan eftir ofneyslu eiturlyfja aðeins 21s árs að aldri. Ritchie er reyndar miklu þekktari undir öðru nafni - viðurnefni sem hann tók sér þegar hann gekk til liðs við hljómsveitina fyrrnefndu. Hvað var hann kallaður?

7.   Hver lék aðalhlutverkið í kvikmyndinni „Kona fer í stríð“?

8.   Árið 827 gerðu hersveitir Araba og Berba innrás á Sikiley frá Norður-Afríku undir forystu Asad ibn al-Fura og þær náðu hluta eyjarinnar á sitt vald. Tæpri öld síðar höfðu múslimar náð allri Sikiley á sitt vald, og héldu eyjunni í 250 ár eða svo. Seint á 11. öld voru þeir burt reknir af innrásarliði Normanna. En þótt múslimar yrðu að halda á brott, þá skildu þeir eftir á Sikiley svolítið sem svo breiddist út um alla Ítalíu og margir halda síðan að sé ítalskt að uppruna. Hvað var það?

9.   Vömb, keppur, laki og vinstur. Hvað er þetta?

10.   Eitt allra vinsælasta lagið á Vesturlöndum og raunar víðar árið 2019 var „Old Town Road“ sem hefur verið lýst sem kántri-rappi. Hver flutti þetta lag?

1.   Gleym-mér-ei.

2.   Heinrich Himmler.

3.   Danmörk.

4.   Kamerún, Tógó, Rúanda, Búrúndí, Tansanía og Namibía.

5.   Gautaborg.

6.   Sid Vicious.

7.   Halldóra Geirharðsdóttir.

8.   Pasta. Spagetti telst líka vera rétt.

9.   Hólf í maga jórturdýra.

10.   Lil Nas X.

Myndin hér efst er brot af frægri ljósmynd sem tekin var á því andartaki þegar næturklúbbaeigandinn Jack Ruby myrti Lee Harvey Oswald, meintan morðingja John F. Kennedys Bandaríkjaforseta árið 1963.

Flaggið er þjóðfáni Kyrrahafseyjaríkisins Vanuatu.

Hér er öll myndin af morðinu á Lee Harvey Oswald.

Og hér eru svo spurningarnar frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
1
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
4
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
Einvígi Guðmundar Inga og Jódísar
5
Fréttir

Ein­vígi Guð­mund­ar Inga og Jó­dís­ar

Jó­dís Skúla­dótt­ir seg­ist hugsi yf­ir hversu dýru verði mála­miðl­an­ir Vinstri grænna í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu hafi ver­ið keypt­ar. Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son seg­ir fylgi hreyf­ing­ar­inn­ar í skoð­ana­könn­un­um vera langt und­ir vænt­ing­um en seg­ist full­viss um að þau muni upp­skera meira í kosn­ing­um en kann­an­ir gefa til kynna. Guð­mund­ur Ingi er starf­andi formað­ur Vinstri grænna og Jó­dís vara­formað­ur þing­flokks­ins. Bæði gefa þau kost á sér í embætti vara­for­manns hreyf­ing­ar­inn­ar sem kos­ið verð­ur um á lands­fundi VG um helg­ina.
Samdráttur í samfélagslosun en samt erum við í mínus
7
FréttirLoftslagsvá

Sam­drátt­ur í sam­fé­lags­los­un en samt er­um við í mín­us

Hvernig okk­ur tekst til við að draga úr los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda er ekki að­eins um­hverf­is­mál held­ur stór fjár­hags­leg spurn­ing, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. Við eig­um langt í land með að ná settu marki og spurn­ing­in er: Ætl­um við að eyða pen­ing­um í að draga úr los­un eða ætl­um við að borga fyr­ir um­fram los­un? Sá verð­miði gæti orð­ið svim­andi hár.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
8
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
10
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár