Ómar Smári Kristinsson býr á Ísafirði þar sem hann segir að sé þétt net göngustíga, vega, fjallaslóða og ómerktra gönguleiða nálægt byggð og upp um allar heiðar. Hann segir að þetta sé draumaland göngu- og hjólafólks.
„Samt er spennandi að sækja vatnið yfir lækinn – fara yfir í næsta fjörð. Önundarfjörður er ævintýraland með mikilli náttúrufegurð og mörgum gönguleiðum og hafa margar þeirra verið kortlagðar þó fáar séu merktar í landslaginu. Nærtækast og auðveldast er að aka eða hjóla út að bryggjunni við Holtsodda en ganga út á oddann. Vilji fólk ganga meira þá er hægt að ganga um níu kílómetra hring á jafnsléttu: um 3,5 kílómetra á sandströnd oddans, um tvo kílómetra meðfram Vestfjarðavegi og um 3,5 kílómetra á fáförnum heimreiðum og gömlum akvegi sem liggur á bak við prestssetrið í Holti. Ef þetta er ekki nóg þá er hægt …
Athugasemdir