Aukaspurningar:
Hvað heitir fuglinn á myndinni að ofan?
Úr hvaða kvikmynd er myndin fyrir neðan spurningarnar tíu?
En spurningarnar tíu eru einmitt hér:
1. Í hvaða landi er Pelópsskagi?
2. Fyrir hvaða flokk situr Jón Steindór Valdimarsson á þingi?
3. Bókin „Gone Girl“ eða „Hún er horfin“ eftir Gillian Flynn var gerð að samnefndri bíómynd, sem naut einnig umtalsverðra vinsælda. Hver lék aðal kvenhlutverkið í þeirri mynd?
4. Hvað heitir höfuðborg Rússlands?
5. Hrísgrjón eru sú landbúnaðarafurð sem verðmætust er samkvæmt síðustu tölum, það er að segja, verðgildi hrísgrjónaframleiðslunnar er meira en nokurrar annarrar landbúnaðarafurðar. En það munar litlu á hrísgrjónum og afurðinni sem kemur í öðru sæti. Hver er sú?
6. Hver var annar í röðinni af forsetum Íslands?
7. Fóbos heitir annað tunglanna tveggja við Mars. Hvað heitir hitt?
8. Hver leikstýrði kvikmyndinni „Stella í orlofi“?
9. Hvað heitir smáeyjan norður af Grímsey sem er í raun nyrsti hluti Íslands?
10. Árið 1972 kom Rússinn Boris Spassky til Reykjavíkur til að verja heimsmeistaratitil sinn í skák en áskorandi hans hét Bobby Fischer frá Bandaríkjunum. Spassky hafði unnið heimsmeistaratitilinn aðeins þremur árum áður þegar hann sigraði ríkjandi heimsmeistara í einvígi í Moskvu. Af hverjum tók Spassky titilinn?

1. Grikklandi.
2. Viðreisn.
3. Rosamund Pike.
4. Moskva.
5. Nautakjöt.
6. Ásgeir Ásgeirsson.
7. Deimos.
8. Þórhildur Þorleifsdóttir.
9. Kolbeinsey.
10. Tigran Petrosian.
Fuglin er að sjálfsögðu Maríuerla.
Neðri myndin er úr Fanny och Alexander eftir Ingmar Bergman.
Athugasemdir