61. spurningaþraut: Næst verðmætasta landbúnaðarafurðin, og fleira

61. spurningaþraut: Næst verðmætasta landbúnaðarafurðin, og fleira

Aukaspurningar:

Hvað heitir fuglinn á myndinni að ofan?

Úr hvaða kvikmynd er myndin fyrir neðan spurningarnar tíu?

En spurningarnar tíu eru einmitt hér:

1.   Í hvaða landi er Pelópsskagi?

2.  Fyrir hvaða flokk situr Jón Steindór Valdimarsson á þingi?

3.   Bókin „Gone Girl“ eða „Hún er horfin“ eftir Gillian Flynn var gerð að samnefndri bíómynd, sem naut einnig umtalsverðra vinsælda. Hver lék aðal kvenhlutverkið í þeirri mynd?

4.   Hvað heitir höfuðborg Rússlands?

5.   Hrísgrjón eru sú landbúnaðarafurð sem verðmætust er samkvæmt síðustu tölum, það er að segja, verðgildi hrísgrjónaframleiðslunnar er meira en nokurrar annarrar landbúnaðarafurðar. En það munar litlu á hrísgrjónum og afurðinni sem kemur í öðru sæti. Hver er sú?

6.   Hver var annar í röðinni af forsetum Íslands?

7.   Fóbos heitir annað tunglanna tveggja við Mars. Hvað heitir hitt?

8.   Hver leikstýrði kvikmyndinni „Stella í orlofi“?

9.   Hvað heitir smáeyjan norður af Grímsey sem er í raun nyrsti hluti Íslands?

10.   Árið 1972 kom Rússinn Boris Spassky til Reykjavíkur til að verja heimsmeistaratitil sinn í skák en áskorandi hans hét Bobby Fischer frá Bandaríkjunum. Spassky hafði unnið heimsmeistaratitilinn aðeins þremur árum áður þegar hann sigraði ríkjandi heimsmeistara í einvígi í Moskvu. Af hverjum tók Spassky titilinn?

1.   Grikklandi.

2.   Viðreisn.

3.   Rosamund Pike.

4.   Moskva.

5.   Nautakjöt.

6.   Ásgeir Ásgeirsson.

7.   Deimos.

8.   Þórhildur Þorleifsdóttir.

9.   Kolbeinsey.

10.   Tigran Petrosian.

Fuglin er að sjálfsögðu Maríuerla.

Neðri myndin er úr Fanny och Alexander eftir Ingmar Bergman.

Hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár