Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

61. spurningaþraut: Næst verðmætasta landbúnaðarafurðin, og fleira

61. spurningaþraut: Næst verðmætasta landbúnaðarafurðin, og fleira

Aukaspurningar:

Hvað heitir fuglinn á myndinni að ofan?

Úr hvaða kvikmynd er myndin fyrir neðan spurningarnar tíu?

En spurningarnar tíu eru einmitt hér:

1.   Í hvaða landi er Pelópsskagi?

2.  Fyrir hvaða flokk situr Jón Steindór Valdimarsson á þingi?

3.   Bókin „Gone Girl“ eða „Hún er horfin“ eftir Gillian Flynn var gerð að samnefndri bíómynd, sem naut einnig umtalsverðra vinsælda. Hver lék aðal kvenhlutverkið í þeirri mynd?

4.   Hvað heitir höfuðborg Rússlands?

5.   Hrísgrjón eru sú landbúnaðarafurð sem verðmætust er samkvæmt síðustu tölum, það er að segja, verðgildi hrísgrjónaframleiðslunnar er meira en nokurrar annarrar landbúnaðarafurðar. En það munar litlu á hrísgrjónum og afurðinni sem kemur í öðru sæti. Hver er sú?

6.   Hver var annar í röðinni af forsetum Íslands?

7.   Fóbos heitir annað tunglanna tveggja við Mars. Hvað heitir hitt?

8.   Hver leikstýrði kvikmyndinni „Stella í orlofi“?

9.   Hvað heitir smáeyjan norður af Grímsey sem er í raun nyrsti hluti Íslands?

10.   Árið 1972 kom Rússinn Boris Spassky til Reykjavíkur til að verja heimsmeistaratitil sinn í skák en áskorandi hans hét Bobby Fischer frá Bandaríkjunum. Spassky hafði unnið heimsmeistaratitilinn aðeins þremur árum áður þegar hann sigraði ríkjandi heimsmeistara í einvígi í Moskvu. Af hverjum tók Spassky titilinn?

1.   Grikklandi.

2.   Viðreisn.

3.   Rosamund Pike.

4.   Moskva.

5.   Nautakjöt.

6.   Ásgeir Ásgeirsson.

7.   Deimos.

8.   Þórhildur Þorleifsdóttir.

9.   Kolbeinsey.

10.   Tigran Petrosian.

Fuglin er að sjálfsögðu Maríuerla.

Neðri myndin er úr Fanny och Alexander eftir Ingmar Bergman.

Hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu