Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

61. spurningaþraut: Næst verðmætasta landbúnaðarafurðin, og fleira

61. spurningaþraut: Næst verðmætasta landbúnaðarafurðin, og fleira

Aukaspurningar:

Hvað heitir fuglinn á myndinni að ofan?

Úr hvaða kvikmynd er myndin fyrir neðan spurningarnar tíu?

En spurningarnar tíu eru einmitt hér:

1.   Í hvaða landi er Pelópsskagi?

2.  Fyrir hvaða flokk situr Jón Steindór Valdimarsson á þingi?

3.   Bókin „Gone Girl“ eða „Hún er horfin“ eftir Gillian Flynn var gerð að samnefndri bíómynd, sem naut einnig umtalsverðra vinsælda. Hver lék aðal kvenhlutverkið í þeirri mynd?

4.   Hvað heitir höfuðborg Rússlands?

5.   Hrísgrjón eru sú landbúnaðarafurð sem verðmætust er samkvæmt síðustu tölum, það er að segja, verðgildi hrísgrjónaframleiðslunnar er meira en nokurrar annarrar landbúnaðarafurðar. En það munar litlu á hrísgrjónum og afurðinni sem kemur í öðru sæti. Hver er sú?

6.   Hver var annar í röðinni af forsetum Íslands?

7.   Fóbos heitir annað tunglanna tveggja við Mars. Hvað heitir hitt?

8.   Hver leikstýrði kvikmyndinni „Stella í orlofi“?

9.   Hvað heitir smáeyjan norður af Grímsey sem er í raun nyrsti hluti Íslands?

10.   Árið 1972 kom Rússinn Boris Spassky til Reykjavíkur til að verja heimsmeistaratitil sinn í skák en áskorandi hans hét Bobby Fischer frá Bandaríkjunum. Spassky hafði unnið heimsmeistaratitilinn aðeins þremur árum áður þegar hann sigraði ríkjandi heimsmeistara í einvígi í Moskvu. Af hverjum tók Spassky titilinn?

1.   Grikklandi.

2.   Viðreisn.

3.   Rosamund Pike.

4.   Moskva.

5.   Nautakjöt.

6.   Ásgeir Ásgeirsson.

7.   Deimos.

8.   Þórhildur Þorleifsdóttir.

9.   Kolbeinsey.

10.   Tigran Petrosian.

Fuglin er að sjálfsögðu Maríuerla.

Neðri myndin er úr Fanny och Alexander eftir Ingmar Bergman.

Hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár