59. spurningaþraut: Reikistjarna, Eiffel-turninn, Blóð-María og dularfullur teiknari

59. spurningaþraut: Reikistjarna, Eiffel-turninn, Blóð-María og dularfullur teiknari

Hér eru aukaspurningarnar tvær:

Hver er maðurinn á myndinni hér að ofan?

Hvað heitir dýrið á myndinni að neðan?

Aðalspurningar:

1.   Hvaða reikistjarna sólkerfisins er númer tvö í röðinni frá sólu?

2.   Hversu hár er Eiffel-turninn í París - fyrir utan loftnetið sem nú stendur efst á turninum? Hér má muna 10 metrum til eða frá.

3.   Maður nokkur starfar við fjölmiðla og gæti með réttu gengið þar undir nafninu Georg Jóhannsson, en kýs að nota önnur tvö af fjórum nöfnum sínum. Hver er maðurinn?

4.   „Blóð-María“ - yfir hvaða ríki ríkti hún sem drottning á 16. öld?

5.   Hvaða ráðherraembætti gegndi Álfheiður Ingadóttir um skeið í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eða 2009-2010?

6.   Hvað eiga kvikmyndastjarnan Charlize Theron og sjónvarpsgrínistinn Trevor Noah alveg sérstaklega sameiginlegt?

7.   Hvað hét hinn mjög svo áhrifamikli upptökustjóri Bítlanna?

8.   Árið 1977 kom út í Danmörku ný útgáfa af ævintýrasagnabálki J.R.R.Tolkiens, Lord of the Rings. Hverjum kafla bókarinnar fylgdi teikning eftir listamann sem kallaði sig Ingahild Grathmer, en reyndist við nánari athugun heita allt öðru nafni. Hver var - eða er - hin drátthaga Ingahild Grathmer?

9.   Hvað heitir höfuðborg Filippseyja?

10.   Hversu mörg kíló eru í einu tonni?

Svör:

1.   Venus.

2.   300 metra - svo rétt er allt frá 290-310.

3.   Helgi Seljan. Hann heitir fullu nafni Georg Helgi Seljan Jóhannsson.

4.   Englandi.

5.   Heilbrigðisráðherra.

6.   Þau eru bæði fædd í Suður-Afríku.

7.   George Martin.

8.   Margrét II drottning.

9.   Manila.

10.   Þúsund.

Karlmaðurinn á kaffihúsinu er Andres Baader (1943-1977), þýskur hryðjuverkamaður.

Dýrið heitir snjóhlébarði. Hlébarði dugar ekki.

En hér er þrautin frá í gær.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár