Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

59. spurningaþraut: Reikistjarna, Eiffel-turninn, Blóð-María og dularfullur teiknari

59. spurningaþraut: Reikistjarna, Eiffel-turninn, Blóð-María og dularfullur teiknari

Hér eru aukaspurningarnar tvær:

Hver er maðurinn á myndinni hér að ofan?

Hvað heitir dýrið á myndinni að neðan?

Aðalspurningar:

1.   Hvaða reikistjarna sólkerfisins er númer tvö í röðinni frá sólu?

2.   Hversu hár er Eiffel-turninn í París - fyrir utan loftnetið sem nú stendur efst á turninum? Hér má muna 10 metrum til eða frá.

3.   Maður nokkur starfar við fjölmiðla og gæti með réttu gengið þar undir nafninu Georg Jóhannsson, en kýs að nota önnur tvö af fjórum nöfnum sínum. Hver er maðurinn?

4.   „Blóð-María“ - yfir hvaða ríki ríkti hún sem drottning á 16. öld?

5.   Hvaða ráðherraembætti gegndi Álfheiður Ingadóttir um skeið í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eða 2009-2010?

6.   Hvað eiga kvikmyndastjarnan Charlize Theron og sjónvarpsgrínistinn Trevor Noah alveg sérstaklega sameiginlegt?

7.   Hvað hét hinn mjög svo áhrifamikli upptökustjóri Bítlanna?

8.   Árið 1977 kom út í Danmörku ný útgáfa af ævintýrasagnabálki J.R.R.Tolkiens, Lord of the Rings. Hverjum kafla bókarinnar fylgdi teikning eftir listamann sem kallaði sig Ingahild Grathmer, en reyndist við nánari athugun heita allt öðru nafni. Hver var - eða er - hin drátthaga Ingahild Grathmer?

9.   Hvað heitir höfuðborg Filippseyja?

10.   Hversu mörg kíló eru í einu tonni?

Svör:

1.   Venus.

2.   300 metra - svo rétt er allt frá 290-310.

3.   Helgi Seljan. Hann heitir fullu nafni Georg Helgi Seljan Jóhannsson.

4.   Englandi.

5.   Heilbrigðisráðherra.

6.   Þau eru bæði fædd í Suður-Afríku.

7.   George Martin.

8.   Margrét II drottning.

9.   Manila.

10.   Þúsund.

Karlmaðurinn á kaffihúsinu er Andres Baader (1943-1977), þýskur hryðjuverkamaður.

Dýrið heitir snjóhlébarði. Hlébarði dugar ekki.

En hér er þrautin frá í gær.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu