Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

59. spurningaþraut: Reikistjarna, Eiffel-turninn, Blóð-María og dularfullur teiknari

59. spurningaþraut: Reikistjarna, Eiffel-turninn, Blóð-María og dularfullur teiknari

Hér eru aukaspurningarnar tvær:

Hver er maðurinn á myndinni hér að ofan?

Hvað heitir dýrið á myndinni að neðan?

Aðalspurningar:

1.   Hvaða reikistjarna sólkerfisins er númer tvö í röðinni frá sólu?

2.   Hversu hár er Eiffel-turninn í París - fyrir utan loftnetið sem nú stendur efst á turninum? Hér má muna 10 metrum til eða frá.

3.   Maður nokkur starfar við fjölmiðla og gæti með réttu gengið þar undir nafninu Georg Jóhannsson, en kýs að nota önnur tvö af fjórum nöfnum sínum. Hver er maðurinn?

4.   „Blóð-María“ - yfir hvaða ríki ríkti hún sem drottning á 16. öld?

5.   Hvaða ráðherraembætti gegndi Álfheiður Ingadóttir um skeið í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eða 2009-2010?

6.   Hvað eiga kvikmyndastjarnan Charlize Theron og sjónvarpsgrínistinn Trevor Noah alveg sérstaklega sameiginlegt?

7.   Hvað hét hinn mjög svo áhrifamikli upptökustjóri Bítlanna?

8.   Árið 1977 kom út í Danmörku ný útgáfa af ævintýrasagnabálki J.R.R.Tolkiens, Lord of the Rings. Hverjum kafla bókarinnar fylgdi teikning eftir listamann sem kallaði sig Ingahild Grathmer, en reyndist við nánari athugun heita allt öðru nafni. Hver var - eða er - hin drátthaga Ingahild Grathmer?

9.   Hvað heitir höfuðborg Filippseyja?

10.   Hversu mörg kíló eru í einu tonni?

Svör:

1.   Venus.

2.   300 metra - svo rétt er allt frá 290-310.

3.   Helgi Seljan. Hann heitir fullu nafni Georg Helgi Seljan Jóhannsson.

4.   Englandi.

5.   Heilbrigðisráðherra.

6.   Þau eru bæði fædd í Suður-Afríku.

7.   George Martin.

8.   Margrét II drottning.

9.   Manila.

10.   Þúsund.

Karlmaðurinn á kaffihúsinu er Andres Baader (1943-1977), þýskur hryðjuverkamaður.

Dýrið heitir snjóhlébarði. Hlébarði dugar ekki.

En hér er þrautin frá í gær.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár