Hér eru aukaspurningarnar tvær:
Hver er maðurinn á myndinni hér að ofan?
Hvað heitir dýrið á myndinni að neðan?
Aðalspurningar:
1. Hvaða reikistjarna sólkerfisins er númer tvö í röðinni frá sólu?
2. Hversu hár er Eiffel-turninn í París - fyrir utan loftnetið sem nú stendur efst á turninum? Hér má muna 10 metrum til eða frá.
3. Maður nokkur starfar við fjölmiðla og gæti með réttu gengið þar undir nafninu Georg Jóhannsson, en kýs að nota önnur tvö af fjórum nöfnum sínum. Hver er maðurinn?
4. „Blóð-María“ - yfir hvaða ríki ríkti hún sem drottning á 16. öld?
5. Hvaða ráðherraembætti gegndi Álfheiður Ingadóttir um skeið í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eða 2009-2010?
6. Hvað eiga kvikmyndastjarnan Charlize Theron og sjónvarpsgrínistinn Trevor Noah alveg sérstaklega sameiginlegt?
7. Hvað hét hinn mjög svo áhrifamikli upptökustjóri Bítlanna?
8. Árið 1977 kom út í Danmörku ný útgáfa af ævintýrasagnabálki J.R.R.Tolkiens, Lord of the Rings. Hverjum kafla bókarinnar fylgdi teikning eftir listamann sem kallaði sig Ingahild Grathmer, en reyndist við nánari athugun heita allt öðru nafni. Hver var - eða er - hin drátthaga Ingahild Grathmer?
9. Hvað heitir höfuðborg Filippseyja?
10. Hversu mörg kíló eru í einu tonni?

Svör:
1. Venus.
2. 300 metra - svo rétt er allt frá 290-310.
3. Helgi Seljan. Hann heitir fullu nafni Georg Helgi Seljan Jóhannsson.
4. Englandi.
5. Heilbrigðisráðherra.
6. Þau eru bæði fædd í Suður-Afríku.
7. George Martin.
8. Margrét II drottning.
9. Manila.
10. Þúsund.
Karlmaðurinn á kaffihúsinu er Andres Baader (1943-1977), þýskur hryðjuverkamaður.
Dýrið heitir snjóhlébarði. Hlébarði dugar ekki.
Athugasemdir