Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

59. spurningaþraut: Reikistjarna, Eiffel-turninn, Blóð-María og dularfullur teiknari

59. spurningaþraut: Reikistjarna, Eiffel-turninn, Blóð-María og dularfullur teiknari

Hér eru aukaspurningarnar tvær:

Hver er maðurinn á myndinni hér að ofan?

Hvað heitir dýrið á myndinni að neðan?

Aðalspurningar:

1.   Hvaða reikistjarna sólkerfisins er númer tvö í röðinni frá sólu?

2.   Hversu hár er Eiffel-turninn í París - fyrir utan loftnetið sem nú stendur efst á turninum? Hér má muna 10 metrum til eða frá.

3.   Maður nokkur starfar við fjölmiðla og gæti með réttu gengið þar undir nafninu Georg Jóhannsson, en kýs að nota önnur tvö af fjórum nöfnum sínum. Hver er maðurinn?

4.   „Blóð-María“ - yfir hvaða ríki ríkti hún sem drottning á 16. öld?

5.   Hvaða ráðherraembætti gegndi Álfheiður Ingadóttir um skeið í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur eða 2009-2010?

6.   Hvað eiga kvikmyndastjarnan Charlize Theron og sjónvarpsgrínistinn Trevor Noah alveg sérstaklega sameiginlegt?

7.   Hvað hét hinn mjög svo áhrifamikli upptökustjóri Bítlanna?

8.   Árið 1977 kom út í Danmörku ný útgáfa af ævintýrasagnabálki J.R.R.Tolkiens, Lord of the Rings. Hverjum kafla bókarinnar fylgdi teikning eftir listamann sem kallaði sig Ingahild Grathmer, en reyndist við nánari athugun heita allt öðru nafni. Hver var - eða er - hin drátthaga Ingahild Grathmer?

9.   Hvað heitir höfuðborg Filippseyja?

10.   Hversu mörg kíló eru í einu tonni?

Svör:

1.   Venus.

2.   300 metra - svo rétt er allt frá 290-310.

3.   Helgi Seljan. Hann heitir fullu nafni Georg Helgi Seljan Jóhannsson.

4.   Englandi.

5.   Heilbrigðisráðherra.

6.   Þau eru bæði fædd í Suður-Afríku.

7.   George Martin.

8.   Margrét II drottning.

9.   Manila.

10.   Þúsund.

Karlmaðurinn á kaffihúsinu er Andres Baader (1943-1977), þýskur hryðjuverkamaður.

Dýrið heitir snjóhlébarði. Hlébarði dugar ekki.

En hér er þrautin frá í gær.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár