Aukaspurningar eru tvær að venju:
Úr hvaða kvikmynd er stillimyndin hér að ofan?
Hvað heitir hvalurinn sem svá glæsilega stekkur?
En hér eru hinar tíu venjulegu spurningar:
1. Margir sovéskir hershöfðingjar komu við sögu í orrustunni við Stalíngrad 1942-43. En hver var æðstur þeirra allra og lagði línurnar?
2. Hvað heitir höfuðborgin í Króatíu?
3. Hvað heitir myntin í Kína?
4. Hvað heitir félags- og barnamálaráðherra?
5. Íslenskur leikstjóri, sem hefur getið sér gott orð erlendis, einkum í Þýskalandi, mun leikstýra frægum harmleik, Rómeo og Júlíu, í Þjóðleikhúsinu næsta vetur. Hvað heitir leikstjórinn?
6. Hver skrifaði Rómeo og Júlíu?
7. Í hvaða borg Bandaríkjanna var George Floyd drepinn fyrir nokkrum vikum?
8. Hvaða þingmaður Pírata sagði af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fyrir skömmu? Hér mega þeir sleppa föðurnafni þingmannsins sem ekki þekkja það.
9. Hvað eru margir fermetrar í hektara?
10. Hvaða ríki tilheyrir eyjan Korfú?

1. Georgí Sjúkov, eða Zhukov.
2. Zagreb.
3. Júan.
4. Ásmundur Einar Daðason.
5. Þorleifur Örn Arnarson.
6. William Shakespeare.
7. Minneapolis.
8. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir.
9. 10.000.
10. Grikklandi.
Myndin efst er úr kvikmyndinni 79 af stöðinni, en hvalurinn er búrhvalur.
Hér er þrautina frá í gær að finna.
Athugasemdir