Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Þar sem konurnar stýra samfélaginu

Sveit­ar­stjór­inn, prest­ur­inn, org­an­ist­inn, úti­bús­stjóri Lands­bank­ans, versl­un­ar­stjór­inn í Kjör­búð­inni, fé­lags­mála­stjór­inn, fræðslu­stjór­inn, hjúkr­un­ar­for­stjóri hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sæ­borg­ar, hafn­ar­vörð­ur­inn og for­stöðu­mað­ur Vinnu­mála­stofn­un­ar á Norð­ur­landi vestra, sem er stærsti at­vinnu­rek­andi svæð­is­ins, eru allt kon­ur, að ógleymd­um stjórn­end­um allra skól­anna – grunn­skól­ans, leik­skól­ans og tón­list­ar­skól­ans. Á Skaga­strönd gegna kon­ur lang­flest­um af helstu ábyrgð­ar­stöð­um sveit­ar­fé­lags­ins.

Þar sem konurnar stýra samfélaginu
Konurnar sem stjórna Í efri röð frá vinstri eru: Péturína Laufey Jakobsdóttir varaoddviti, Sigríður Kristjansdottir hjúkrunarfræðingur, Jökulrós Grímsdóttir, hjúkrunarforstjóri hjúkrunarheimilisins Sæborgar, Alexandra Jóhannesdóttir sveitarstjóri og Þórdís Hauksdóttir fræðslustjóri. Í neðri röð frá vinstri: Sara Diljá Hjalmarsdottir skólastjóri, Lilja Ingólfssóttir leikskólastjóri, Jensína Lýðsdóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Norðurlandi vestra, sem er stærsti atvinnurekandi svæðisins, Þórey Jónsdóttir og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, organisti og skólastjóri tónlistarskólans.

Yngsti sveitarstjóri landsins

Alexandra Jóhannesdóttir varð sveitarstjóri á Skagaströnd í árslok 2018. Hún tók við af Magnúsi Birni Jónssyni, innfæddum Skagstrendingi, sem hafði vermt stólinn í á þriðja áratug. Hún segir flesta nú farna að venjast því að hafa unga aðkomukonu í starfinu og vill leggja allt kapp á að fjölga atvinnutækifærum í bænum, svo fleiri setjist þar að og færri hverfi á brott.  

SveitarstjórinnAlexandra Jóhannesdóttir er yngsti sveitarstjóri landsins, en hún var þrítug þegar hún flutti frá Reykjavík til að setjast í stól sveitarstjóra.

Yngsti sveitarstjóri landsins, Alexandra Jóhannesdóttir, var þrítug þegar hún reif sig upp með rótum og fluttist frá Reykjavík til að setjast í stól sveitarstjóra á Skagaströnd. Hún er því fremst í flokki þeirra mörgu kvenna sem stýra samfélaginu á Skagaströnd. Hún kann engar sérstakar skýringar á því hvers vegna svo margar konur hafa raðast í helstu stjórnunarstöður sveitarfélagsins. „Hér er framsýn og opin sveitarstjórn …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár