Yngsti sveitarstjóri landsins
Alexandra Jóhannesdóttir varð sveitarstjóri á Skagaströnd í árslok 2018. Hún tók við af Magnúsi Birni Jónssyni, innfæddum Skagstrendingi, sem hafði vermt stólinn í á þriðja áratug. Hún segir flesta nú farna að venjast því að hafa unga aðkomukonu í starfinu og vill leggja allt kapp á að fjölga atvinnutækifærum í bænum, svo fleiri setjist þar að og færri hverfi á brott.
Yngsti sveitarstjóri landsins, Alexandra Jóhannesdóttir, var þrítug þegar hún reif sig upp með rótum og fluttist frá Reykjavík til að setjast í stól sveitarstjóra á Skagaströnd. Hún er því fremst í flokki þeirra mörgu kvenna sem stýra samfélaginu á Skagaströnd. Hún kann engar sérstakar skýringar á því hvers vegna svo margar konur hafa raðast í helstu stjórnunarstöður sveitarfélagsins. „Hér er framsýn og opin sveitarstjórn …
Athugasemdir