Jóhanna Þorvaldsdóttir er fædd og uppalin á Háafelli og býr þar ásamt Þorbirni eiginmanni sínum og fjölskyldu. „Ég hef búið hér mestmegnis fyrir utan fjögur ár sem ég var í hjúkrunarnámi í Reykjavík. Áhuginn fyrir geitum held ég að sé meðfæddur. Ég hafði þó ekki séð geitur nema í Sædýrasafninu og þá kom ekki til greina að ég fengi geit,“ segir Jóhanna hlæjandi. „Faðir minn, líkt og flestir bændur á þeim tíma, taldi geitur óalandi skaðræðisdýr þrátt fyrir að hann hafi aldrei kynnst þeim persónulega. Þegar við Þorbjörn svo giftum okkur fékk ég þrjár fyrstu geiturnar og svo bara vatt þetta upp á sig.“
Sauðkindin varð ofan á vegna fitunnar í kjötinu
Jóhanna segir að talið sé að geitur hafi verið mjög algengar um og eftir landnám en þegar kuldatímabil miðalda hófst og skógur féll á Íslandi þurfti fólk feitt kjöt til að brenna sér til hita. „Þar sem geitin …
Athugasemdir