„Snæfellsnes er frábær og algjörlega dulmagnaður staður og mér finnst krafturinn á Snæfellsnesi, sérstaklega við jökulinn, vera algjörlega einstæður. Kristnihald undir jökli er ein af uppáhaldsbókunum mínum og við lestur hennar fer maður í hálfgerða hugleiðslu með höfundi einmitt á þessu svæði sem er Snæfellsjökull og landslagið í kring,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. „Snæfellsjökull er eitt fallegasta fjall á Íslandi, eins og við vitum sem búum hér á höfuðborgarsvæðinu og njótum þeirra forréttinda að horfa á jökulinn reglulega.
Það stendur til hjá okkur fjölskyldunni í sumar að taka smárúnt um Snæfellsnesið og kynnast því betur. Okkur langar helst að vera með bækistöð á einum stað í tvo til þrjá daga og ferðast um nesið og ná að ganga á ýmsa staði. Mér finnst mest gaman í ferðalögum þegar ég get gengið og mér finnst það að ganga besta leiðin til þess að kynnast landinu. Það er náttúrlega alltaf gaman að …
Athugasemdir