Auka tvær:
Hvað er að gerast á efri myndinni?
Og hvað heitir ávöxturinn á myndinni að neðan?
En aðalspurningar tíu:
1. Hvað heitir fyrsta bók Biblíunnar?
2. Hvaða fyrirtæki stofnaði og stýrir Jeff Bezos?
3. „Draumatíminn“ er hugtak sem notað hefur verið um trúarlegan og menningarlegan hugarheim frumbyggja á ákveðnu svæði. Það er reyndar oft notað á villandi hátt, en hvaða svæði er þetta?
4. Hvaða rússneski skáldmæringur skrifaði skáldsöguna „Djöflana“ eða „Hin djöfulóðu“?
5. Hvaða leikmaður hefur leikið flesta leiki fyrir enska fótboltafélagið Arsenal?
6. Hver var valin besti leikmaðurinn á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta á síðasta ári?
7. George H.W. Bush og George W. Bush voru ekki fyrstu feðgarnir sem urðu Bandaríkjaforsetar. Hvað heitu þeir fyrri, eftirnafnið dugir?
8. Hvaða litir eru í pólska fánanum?
9. Frá hvaða landi voru Grimm-bræðurnir, þeir frægu þjóðsagnasafnarar?
10. Hvaða drykkur er mest drukkinn í veröldinni af þeim sem maðurinn af sínu hyggjuviti framleiðir?

Svörin:
1. Fyrsta Mósebók, öðru nafni Genesis, en Fyrsta Mósebók dugar vel. „Mósebók“ dugar þó ekki.
2. Amazon.
3. Ástralíu.
4. Fjodor Dostoévskí.
5. David O'Leary.
6. Megan Rapinoe.
7. Adams.
8. Rauður og hvítur.
9. Þýskalandi.
10. Te.
Svörin við aukaspurningum:
Uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöld í ágúst 1945.
Ástaraldrin, eða Passion Fruit.
Athugasemdir