Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

53. spurningaþraut: Draumatíminn, hvar líður hann?

53. spurningaþraut: Draumatíminn, hvar líður hann?

Auka tvær:

Hvað er að gerast á efri myndinni? 

Og hvað heitir ávöxturinn á myndinni að neðan?

En aðalspurningar tíu:

1.   Hvað heitir fyrsta bók Biblíunnar?

2.   Hvaða fyrirtæki stofnaði og stýrir Jeff Bezos?

3.   „Draumatíminn“ er hugtak sem notað hefur verið um trúarlegan og menningarlegan hugarheim frumbyggja á ákveðnu svæði. Það er reyndar oft notað á villandi hátt, en hvaða svæði er þetta?

4.   Hvaða rússneski skáldmæringur skrifaði skáldsöguna „Djöflana“ eða „Hin djöfulóðu“?

5.   Hvaða leikmaður hefur leikið flesta leiki fyrir enska fótboltafélagið Arsenal?

6.   Hver var valin besti leikmaðurinn á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta á síðasta ári?

7.   George H.W. Bush og George W. Bush voru ekki fyrstu feðgarnir sem urðu Bandaríkjaforsetar. Hvað heitu þeir fyrri, eftirnafnið dugir?

8.   Hvaða litir eru í pólska fánanum?

9.   Frá hvaða landi voru Grimm-bræðurnir, þeir frægu þjóðsagnasafnarar?

10.   Hvaða drykkur er mest drukkinn í veröldinni af þeim sem maðurinn af sínu hyggjuviti framleiðir?

Svörin:

1.   Fyrsta Mósebók, öðru nafni Genesis, en Fyrsta Mósebók dugar vel. „Mósebók“ dugar þó ekki.

2.   Amazon.

3.   Ástralíu.

4.  Fjodor Dostoévskí.

5.   David O'Leary.

6.   Megan Rapinoe.

7.   Adams.

8.   Rauður og hvítur.

9.   Þýskalandi.

10.   Te.

Svörin við aukaspurningum:

Uppgjöf Japana í síðari heimsstyrjöld í ágúst 1945.

Ástaraldrin, eða Passion Fruit.

Hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu