Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Lýsa skeytingarleysi íslenskrar lögreglu gagnvart jaðarsettum

Neyð­ar­lín­an send­ir lög­reglu en ekki heil­brigð­is­starfs­fólk til að að­stoða heim­il­is­lausa og fólk í ann­ar­legu ástandi, sam­kvæmt frá­sögn­um á sam­fé­lags­miðl­um. „Hann grát­bað mig að hringja ekki í lögg­una,“ seg­ir sjón­ar­vott­ur um slas­að­an heim­il­is­laus­an mann.

Lýsa skeytingarleysi íslenskrar lögreglu gagnvart jaðarsettum
Karó Söngkonan segir lögreglu ekkert hafa aðhafst í 15 mínútur á meðan hún hugaði að slösuðum manni.

Íslendingar lýstu neikvæðri upplifun sinni af samskiptum við lögregluna á samfélagsmiðlinum Twitter um helgina. Fólkið sem deildi sögum átti það sameiginlegt að hafa hringt eftir aðstoð vegna slasaðs, jaðarsetts fólks, en orðið vitni að skeytingarleysi lögreglu og vöntun á heilbrigðisþjónustu.

Söngkonan Karólína Jóhannsdóttir, einnig þekkt sem Karó, hóf umræðuna á Twitter á laugardag. Deildi hún vinsælum erlendum þræði þar sem hvítt fólk var spurt hvort það hafi nokkurn tímann þurft á lögregluaðstoð að halda og ef svo væri, þá fyrir hvað og hvernig það hefði gengið fyrir sig.

Mikil umræða hefur átt sér stað um hlutverk lögreglunnar í Bandaríkjunum eftir mótmæli undanfarinna vikna. Meirihluti borgarstjórnar Minneapolis hefur nú lagt fram tillögu þess efnis að leggja niður lögregluna í borginni og endurhugsa það hvernig verkefni hennar verða leyst af hendi. Mótmælin hafa átt sér stað í kjölfar þess að George Floyd, þeldökkur maður, lést eftir handtöku lögreglu í Minneapolisborg, eftir að lögreglumaður setti hné sitt og hvíldi þunga sinn á hálsi mannsins.

„Höfðu fylgst með mér reyna að hjálpa manninum í amk 15 mínútur án þess að aðhafast neitt“

„Einu sinni eftir djamm var heimilislaus maður með óráði sem hafði dottið og skollið með hausinn í stéttina,“ skrifar Karó. „Ég reyndi að hjálpa honum, lagði jakkann minn undir höfuðið hans og reyndi að koma honum í læsta hliðarlegu. Hann grátbað mig að hringja ekki í lögguna.

Hann var hysterískur og ég sagði honum að ég ætlaði að hringja í sjúkrabíl, ekki lögguna. Manneskjan hjá 112 neitaði að gefa mér samband við sjúkrabíl eftir að ég útskýrði stöðuna. Gaf mér beint samband við lögreglubíl. Þeir spurðu mig hvort þetta væri ég á horninu á Lækjargötu.

Ég sagði já. Þeir komu á nokkrum sekúndum. Höfðu fylgst með mér reyna að hjálpa manninum í amk 15 mínútur án þess að aðhafast neitt. Drógu hann grátandi upp í löggubíl, checkuðu ekkert á heilsunni hans eftir höfuðhöggið. Gat ekkert gert en að öskra á þá að fá sjúkrabíl.“

Fleiri deildu reynslusögum sínum í framhaldinu. Margrét Aðalheiður Önnu- og Þorgeirsdóttir segist hafa sömu upplifun af samskiptum við lögregluna. „Maður sem datt í jörðina og lá þar, þurfti augljóslega á heilbrigðisþjónustu að halda, ég (15 ára) hringi í 112 og þau senda LÖGREGLU þegar ég hafði beðið um sjúkrabíl. Hvers vegna á fólk sem er í viðkvæmri stöðu ekki rétt á aðhlynningu?“ skrifar hún. „Ég man ekki hvernig ég orðaði símtalið, ég hlýt að hafa sagt aðilann vera „útigangsmaður“ sem ég veit nú að á ekki að gera. En það er skýrt að lögreglan er ekki að hjálpa neinum með því að mæta á vettvang þegar fólk dettur og slasast, það veldur bara skaða.“

Veik kona gisti fangageymslur

Arnór Bjarki Svarfdal rifjaði einnig upp atvik eftir að Karó birti sína sögu. „Á svipaða sögu frá þessu vori. Rakst á konu liggjandi á götu nálægt Klambratúni í mjög mikilli angist. Dauðadrukkin, slösuð, grátandi, alein. Sagðist vilja komast á geðdeild eða kvennaathvarf. Ég bauðst til að hringja á 112 en hún bað mig að gera það ekki. Hrædd við lögguna,“ skrifar hann.

„Hún gisti fangageymslur þá nótt, ekki sjúkrarúm eða kvennaathvarf“

„Ég reyndi að leiða hana í átt að kvennaathvarfinu, en það gekk ekki,“ bætir hann við. „Ég neyddist til að hringja eftir sjúkrabíl í 112. Lögreglan kom, ekki sjúkrabíll. Konan vildi ekki fara með löggunni. Ekki skrítið, því löggan kom fram við hana eins og glæpamann, en ekki manneskju í neyð. Hún bað mig að koma með í löggubílinn því hún væri hrædd við lögguna. Ég bauðst til þess en mátti ekki koma með. Löggan tók hana tökum eins og hún væri ofbeldisfullur glæpamaður en ekki slösuð, geðsjúk kona. Hún gisti fangageymslur þá nótt, ekki sjúkrarúm eða kvennaathvarf.“

Elísabet Brynjarsdóttir hjúkrunarfræðingur bætir því við í kjölfarið að jaðarsett fólk treysti sér oft ekki til að ræða framkomu lögreglunnar. „Eins ömurlegt og þetta er þá er ég samt þakklát fyrir það að fólk lendir í því að aðstoða jaðarsetta einstaklinga, hringja í sjúkrabíl en lögregla mætir og verða vitni að lögregluofbeldinu / framkomunni séu að stíga fram og vekja athygli á því,“ skrifar hún.

„Þessar sögur þurfa að heyrast. Jaðarsettir einstaklingar á Íslandi sem hafa lent í fordómum, virðingarleysi og ofbeldi frá lögreglu treysta sér oft ekki til að stíga fram með það. Við hin sem verðum vitni af því ættum að gera það og fylgja því eftir. Margir hafa „lært“ að hringja ekki á sjúkrabíl, því þá kemur lögreglan og jaðarsettir einstaklingar eiga oft mikil áföll að baki tengd lögreglunni og svona útköllum. Heilsa þessara einstaklinga skiptir alveg jafn miklu máli og annarra, þau eiga jafnan rétt á sjúkrabíl í neyð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn misrétti, ofbeldi og niðurlægingu
Erlent#BlackLivesMatter

Rísa upp gegn mis­rétti, of­beldi og nið­ur­læg­ingu

Mót­mæl­in vegna dauða Geor­ge Floyd hafa varp­að kast­ljósi á elsta og rót­grón­asta vanda­mál Banda­ríkj­anna. Að­gerða­sinn­ar og skipu­leggj­end­ur mót­mæla segja að kom­ið sé að löngu tíma­bæru upp­gjöri við þá kyn­þátta­hyggju sem gegn­sýr­ir allt dag­legt líf og póli­tík vest­an­hafs. Banda­ríska lög­regl­an er sögð órjúf­an­leg­ur hluti af kerfi sem hef­ur frá upp­hafi nið­ur­lægt blökku­fólk og beitt það skipu­lögðu póli­tísku of­beldi fyr­ir hönd hvíta meiri­hlut­ans.
Elliði varar við því að íslenska lögreglan gæti þurft að vígbúast
Fréttir#BlackLivesMatter

Elliði var­ar við því að ís­lenska lög­regl­an gæti þurft að víg­bú­ast

Um­mæli Ell­iða Vign­is­son­ar, bæj­ar­stjóra Ölfuss, um of­beldi al­mennra borg­ara gegn lög­regl­unni vöktu hörð við­brögð. Hann árétt­ar áhyggj­ur sín­ar af stöðu ís­lensku lög­regl­unn­ar og var­ar við því að hún gæti þurft að vopn­bú­ast enn frek­ar. Af­brota­fræð­ing­ur bend­ir á að ekk­ert styðji full­yrð­ing­ar Ell­iða um vax­andi nei­kvæðni í garð lög­reglu, sem þurfi að fara var­lega í vald­beit­ingu gagn­vart minni­hluta­hóp­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár