Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Grunur um stórfelld brot í rekstri félags fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri rann­sak­ar grun um stór­felld bók­halds- og skatta­laga­brot hjá M.B. veit­ing­um. Fé­lag­ið var í eigu Kristjönu Val­geirs­dótt­ur, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra Efl­ing­ar, og sam­býl­is­manns henn­ar. Fé­lag­ið átti í tug­millj­óna við­skipt­um við Efl­ingu með­an Kristjana var þar fjár­mála­stjóri.

Grunur um stórfelld brot í rekstri félags fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar
Greiddi sambýlismanni sínum 54 reikninga Félag Kristjönu og sambýlismanns hennar virðist því sem næst eingöngu hafa átt í viðskiptum við Eflingu. Mynd: Stöð 2

Skiptastjóri fyrirtækisins M.B. veitinga, sem var í eigu Kristjönu Valgeirsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar stéttarfélags, hefur tilkynnt héraðssaksóknara um hugsanleg lögbrot forsvarsmanna fyrirtækisins í tengslum við viðskipti þess við Eflingu. Héraðssaksóknari hefur sent málið til skattrannsóknarstjóra ríkisins vegna gruns um skattalagabrot í rekstri félagsins.

Grunurinn snýr að því að forsvarsmenn félagsins hafi ekki staðið skil á opinberum gjöldum um árabil, alls vel á þriðja tug milljóna króna, og þá var ekkert bókhald haldið hjá félaginu. Enn fremur gaf forsvarsmaður félagsins, Mark Kristján Brink, sem er sambýlismaður Kristjönu, út reikninga á Eflingu í nafni M.B. veitinga en tók við greiðslunum persónulega. Þær greiðslur sá Kristjana sjálf um að greiða hjá Eflingu.

Stundin greindi frá því í október í fyrra að á sjö ára tímabili hefði Efling stéttarfélag greitt 32,3 milljónir króna til M.B. veitinga slf., sem var í 10 prósenta eigu Kristjönu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár