Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Grunur um stórfelld brot í rekstri félags fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar

Skatt­rann­sókn­ar­stjóri rann­sak­ar grun um stór­felld bók­halds- og skatta­laga­brot hjá M.B. veit­ing­um. Fé­lag­ið var í eigu Kristjönu Val­geirs­dótt­ur, fyrr­ver­andi fjár­mála­stjóra Efl­ing­ar, og sam­býl­is­manns henn­ar. Fé­lag­ið átti í tug­millj­óna við­skipt­um við Efl­ingu með­an Kristjana var þar fjár­mála­stjóri.

Grunur um stórfelld brot í rekstri félags fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar
Greiddi sambýlismanni sínum 54 reikninga Félag Kristjönu og sambýlismanns hennar virðist því sem næst eingöngu hafa átt í viðskiptum við Eflingu. Mynd: Stöð 2

Skiptastjóri fyrirtækisins M.B. veitinga, sem var í eigu Kristjönu Valgeirsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar stéttarfélags, hefur tilkynnt héraðssaksóknara um hugsanleg lögbrot forsvarsmanna fyrirtækisins í tengslum við viðskipti þess við Eflingu. Héraðssaksóknari hefur sent málið til skattrannsóknarstjóra ríkisins vegna gruns um skattalagabrot í rekstri félagsins.

Grunurinn snýr að því að forsvarsmenn félagsins hafi ekki staðið skil á opinberum gjöldum um árabil, alls vel á þriðja tug milljóna króna, og þá var ekkert bókhald haldið hjá félaginu. Enn fremur gaf forsvarsmaður félagsins, Mark Kristján Brink, sem er sambýlismaður Kristjönu, út reikninga á Eflingu í nafni M.B. veitinga en tók við greiðslunum persónulega. Þær greiðslur sá Kristjana sjálf um að greiða hjá Eflingu.

Stundin greindi frá því í október í fyrra að á sjö ára tímabili hefði Efling stéttarfélag greitt 32,3 milljónir króna til M.B. veitinga slf., sem var í 10 prósenta eigu Kristjönu …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár