Skiptastjóri fyrirtækisins M.B. veitinga, sem var í eigu Kristjönu Valgeirsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar stéttarfélags, hefur tilkynnt héraðssaksóknara um hugsanleg lögbrot forsvarsmanna fyrirtækisins í tengslum við viðskipti þess við Eflingu. Héraðssaksóknari hefur sent málið til skattrannsóknarstjóra ríkisins vegna gruns um skattalagabrot í rekstri félagsins.
Grunurinn snýr að því að forsvarsmenn félagsins hafi ekki staðið skil á opinberum gjöldum um árabil, alls vel á þriðja tug milljóna króna, og þá var ekkert bókhald haldið hjá félaginu. Enn fremur gaf forsvarsmaður félagsins, Mark Kristján Brink, sem er sambýlismaður Kristjönu, út reikninga á Eflingu í nafni M.B. veitinga en tók við greiðslunum persónulega. Þær greiðslur sá Kristjana sjálf um að greiða hjá Eflingu.
Stundin greindi frá því í október í fyrra að á sjö ára tímabili hefði Efling stéttarfélag greitt 32,3 milljónir króna til M.B. veitinga slf., sem var í 10 prósenta eigu Kristjönu …
Athugasemdir