Í fjögur ár hefur heimsbyggðin ekki haft undan við að hneykslast á Donald Trump, meintri heimsku hans og furðulegri framkomu.
Að vísu bendir fátt til þess að hann sé beinlínis heimskur. Hann er hins vegar haldinn sjálfhverfu á lokastigi, mjög alvarlegri kvenfyrirlitningu og virðist ekki hafa minnsta grun um ábyrgðina sem fylgir forsetaembættinu. Og honum er almennt frekar mikið sama um staðreyndir. Sem er allajafna slæmt.
Ein leiðin til að nálgast skilning á hegðun hans og ummælum er að líta svo á, að hann sé enn að leika í raunveruleikaþætti í sjónvarpi. Trump hélt árum saman úti þáttunum The Apprentice, þar sem hann var sjálfur aðalleikarinn. Framkoma hans og tilviljanakenndar ákvarðanir um framgang og örlög fólks héldu áhorfendum við efnið. Hvað gerir Trump eiginlega næst? var spurt eftir hvern þátt.
Það tryggði áhorf. Án áhorfenda voru engar auglýsingar og án þeirra yrðu engir þættir.
Trump kann þetta enn þá …
Athugasemdir